Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

243. fundur 20. september 2016 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir forseti
 • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Adda Birna Hjálmarsdóttir varamaður
 • Gunnar Þór Sigbjörnsson varamaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Aðalsteinn Ásmundarson
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 354

Málsnúmer 1609004

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 1.6 og staðfesti forseti vanhæfi hennar. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 1.6. og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.6. og svaraði fyrirspurn. Gunnar Þór Sigbjörnsson, sem ræddi lið 1.7. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.7. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.7. Gunnar Þór Sigbjörnsson, sem ræddi lið 1.7 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.7.

Fundargerðin lögð fram.

1.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram.

1.2.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201609017

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 7. september, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um væntanlega fjármálaráðstefnu 22.- 23. september.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra sæki ráðstefnuna sem fulltrúar Fljótsdalshéraðs og skrifstofustjóra falið að sjá um skráningu á ráðstefnuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem fram kemur að kæru Fljótsdalshéraðs á ákvörðun Orkustofnunar frá 9. apríl 2014 um að synja kröfu sveitarfélagsins um endurupptöku á málsmeðferð varðandi skilmála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana hafi verið vísað frá á grundvelli þess að Fljótsdalshérað ætti ekki að því kæruaðild. Jafnframt kom fram að kæran hafi verið framsend atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu til úrskurðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að koma framkomnum upplýsingum á framfæri við stjórn Félags landeigenda við Lagarfljót.
Bæjarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með hversu langan tíma málsmeðferð nefndarinnar tók, eða frá því í maí 2014, ekki síst með tilliti til þess að málið var á endanum afgreitt, án þess að fá efnislega meðferð hjá nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201609021

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.5.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201609023

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.6.Almenningssamgöngur fyrir nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málsnúmer 201508080

Á fundi bæjarráðs fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir óskir skólameistara Handverks- og hússtjórnarskólans, varðandi almenningssamgöngur milli skólans og Egilsstaða á komandi vetri og kynnti líklegan kostnað við verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum um akstur einu sinni í viku, sbr. óskir skólameistara. Kostnaður verði færður á lið 10710, almenningssamgöngur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (S.Bl.)

1.7.Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201410144

Lagt fram til kynningar.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 355

Málsnúmer 1609010

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram til kynningar.

2.2.Fundargerð 842. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201609033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.3.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201601231

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.4.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.5.Alþingiskosningar 2016

Málsnúmer 201609048

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 13. september 2016 með upplýsingum um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna fyrirhugaðra alþingiskosninga haustið 2016.
Þar er þess farið á leit við þau sveitarfélög, sem buðu upp á aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir forsetakosningarnar sl. vor, að þau geri það líka fyrir komandi alþingiskosningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að utankjörfundaratkvæðagreiðslan, sem starfsmenn bókasafnsins sáu um sl. vor, hafi tekist vel og mælst vel fyrir. Bæjarstjórn óskar því eftir að sama fyrirkomulag verði haft við komandi alþingiskosningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201608006

Í vinnslu.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 39

Málsnúmer 1609003

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi liði 3.4 og 3.5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, sem ræddi lið 3.1. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.1. og Gunnar Þór Sigbjörnsson, sem ræddi lið 3.1.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023

Málið er í vinnslu.

3.2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Í vinnslu.

3.3.Fundargerð Minjasafns Austurlands 30. ágúst 2016

Málsnúmer 201609007

Lagt fram til kynningar.

3.4.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026

Á fundi bæjarstjórnar 7. september 2016 var tekin fyrir og samþykkt tillaga atvinnu- og menningarnefndar frá 22. ágúst 2016 um stofnun undirbúningshóps að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að framangreint sé þó háð því að fyrir liggi að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir slíka starfsemi. Bæjarstjórn felur jafnframt atvinnu- og menningarnefnd að skipa umræddan starfshóp.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi aðilar myndi undirbúningshóp að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað, að því gefnu að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir þá starfsemi:

Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Guðmundur Karl Sigurðsson, María Ósk Kristmundsdóttir og Stefán Þórarinsson. Starfsmaður nefndarinnar kallar saman fyrsta fund og verður tengiliður nefndarinnar við hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Í vinnslu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54

Málsnúmer 1609006

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun. Einnig benti hún á mögulegt vanhæfi sitt vegna liðar 4.3. og var það samþykkt af fundarmönnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.4 og 4.6. og kynnti tillögu.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 152

Málsnúmer 1609002

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

4.2.Dagur íslenskrar náttúru 2016

Málsnúmer 201608117

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lagður fram til upplýsinga tölvupóstur frá upplýsingafulltrúa Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Dagur íslenskrar náttúru 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201104043

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar, fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og á vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga- og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Samþykkt var á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 51 að senda skipulagstillögu á Skipulagsstofnun til umfjöllunar.

Ráðgjafi leggur nú fram lagfærðan uppdrátt og greinargerð með svörum og leiðréttingum þar sem brugðist var við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýsa tillögu skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SBl.)

4.4.Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun

Málsnúmer 201608108

Lagt er fram erindi til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674.mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd taka undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.
Í umsögninni er fjallað um þá tvo helstu snertifleti sveitarfélaga við Umhverfisstofnun, sem eru skipulag eftirlits á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og annarra laga og reglugerða um mengunareftirlit og náttúruvernd og rekstur náttúruverndarsvæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi viðbótartillögu:
Sérstaklega tekur bæjarstjórn undir þá tillögu sem fram kemur í umsögn Sambandsins að í 2. mgr. 5. gr. laganna komi sérstök heimild til þess að Umhverfisstofnun framselji ákveðin verkefni til heilbrigðisnefnda, enda telur bæjarstjórn það mjög mikilvægt að efla starfsemi heilbrigðiseftirlits víða um land og telur að slíkt framsal sé í langflestum tilfellum hagkvæmt fyrir bæði stjórnvöld og þá sem sæta eftirliti með sinni starfsemi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Gangbrautir þar sem göngustígar þvera götur

Málsnúmer 201604010

Lagt er fram erindi af Betra Fljótsdalshéraði að nýju ásamt samantekt Þjónustumiðstöðvarinnar um gangbrautir þar sem göngustígar þvera götur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur ástæðu til að merkja gönguleiðir í þremur götum þar sem göngustígur þverar götur. Þær götur eru Koltröð, Laugavellir og Sólvellir.
Erindinu að öðru leyti vísað til starfsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Gangnaboð og gangnaseðlar 2016

Málsnúmer 201607039

Í umhverfis- og framkvæmdanefnd voru lagðir fram gangnaseðlar Fellamanna, Eiðaþinghár, Skriðdals, Hjaltastaðaþinghár, Hlíðar, Valla, Tungu og Jökuldals austan ár, ásamt fundargerð fjallskilanefndar Jökulsárhlíðar 2016 til kynningar. Gangnaseðill Jökuldals norðan ár var áður samþykktur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Hamrar 14 umsókn um lóð

Málsnúmer 201605026

Lagt er fram bréf lóðarhafa, skil á lóð Hamrar 14.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.
Lóðin Hamrar 14 er nú laus til umsóknar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til við bæjarstjórn á fundi sínum nr. 38 þann 13.1. 2016 að deiliskipulags tillagan verði samþykkt óbreytt og send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42. gr. skipulagslaga.

Bréf barst frá Skipulagsstofnun dagsett 30.6. 2016, óskað var eftir því að sveitarstjórn taki deiliskipulagið fyrir að nýju í sveitarstjórn vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skilmálum deiliskipulagsins og jafnframt þarf að sýna á uppdrætti aðalskipulagsbreytingu sem staðfest hefur verið fyrir umrætt svæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa leiðréttan uppdrátt, deiliskipulag í landi Hvamms 2, í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Jafnrétti í skipulagsmálum

Málsnúmer 201608118

Lagt fram til kynningar.

4.10.Kringilsárrani, verndar- og stjórnunaráætlun

Málsnúmer 201407049

Lagt fram til kynningar.

4.11.Ósk um umferðarmerkingar og vistgötu

Málsnúmer 201604139

Erindi var afgreitt undir lið nr. 5 í fundargerðinni.

4.12.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Tekið var fyrir í umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi Sókn lögmannsstofu fyrir hönd Arctic Hydro ehf. sem vísað var á umhverfis- og framkvæmdanefnd af bæjarráði þann 29.8. 2016 af fundi nr. 352, til kynningar og umsagnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að gengið verið til samningaviðræðna við Arctic Hydro ehf um réttindasamning.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.13.Ráðning og skipulagsbreyting á skipulags- og umhverfissviði.

Málsnúmer 201609022

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lagt fram erindi fyrir nefndina um ráðningu og skipulagsbreytingu á Umhverfissviði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi deildarstjóra skipulags og umhverfissviðs. Deildarstjóra falið að auglýsa eftir starfsmanni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.14.Staðsetning á skilti Vegagerðarinnar í Fellabæ

Málsnúmer 201608123

Lagt er fram erindi Vegagerðarinnar, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir staðsetningu vegskiltis í Fellabæ.
Stærð skiltisins er 3m á breidd og 2,5m á hæð.
Meðfylgjandi er erindi og skýringarmyndir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn staðsetningu skiltisins, að því gefnu að skiltið dragi ekki úr umferðaröryggi á gatnamótunum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.15.Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Málsnúmer 201606141

Lagt er fram að nýju erindi frá Orkusjóði, Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.
Á 51. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var samþykkt að fela Frey Ævarssyni erindið til athugunar í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa og leggja fram tillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn verkefnisstjóra umhverfismála að sækja um styrk til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla, á grundvelli þeirrar greinargerðar sem fyrir liggur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.16.Tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur

Málsnúmer 201609002

Lagt fram til kynningar.

4.17.Trjágróður á Egilsstöðum

Málsnúmer 201608104

Lagt fram til kynningar.

4.18.Umferðaröryggishópur

Málsnúmer 201407098

Til umræðu í umhverfis- og framkvæmdanefnd var framtíð starfshóps um umferðaröryggismál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að umferðaröryggishópurinn verði lagður niður og vinna hópsins verði færð undir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.19.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041

Lagt er fram erindi vinnuhóps um umferðaröryggi í sveitarfélaginu, sem hér eftir verður til umfjöllunar og heyrir undir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Eftirfarandi var bókað í umhverfis- og framkvæmdanefnd þann 11.3. 2015:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað. Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu. Málið var áður á dagskrá 20.3. 2015 og 24.8. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vera í sambandi við fulltrúa Vegagerðarinnar vegna gerðar umferðaröryggisáætlunar Fljótsdalshéraðs og ræða aðkomu þeirra að áætluninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.20.Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging

Málsnúmer 201605024

Lagt er fram að nýju erindi Markúsar Eyþórssonar, Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging, að lokinni grenndarkynningu.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 47 var lögð fram tillaga að viðbyggingu við Furuvelli 6, greinargerð og uppdrættir.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi með tilvísan í 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 grenndarkynnti tillögu fyrir lóðarhöfum Furuvalla 4 og 8 og Laugavöllum 7, 9 og 11 þann 25.7. 2016.
Frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum við framlagða tillögu var til kl.15:00, föstudaginn 26.ágúst 2016.
Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og er ekki mótfallin tillögum lóðarhafa. Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu bréfs um byggingaráform.
Áréttað er að tilkynning um byggingaráform er ekki heimild til að hefja framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.21.Umsókn um stofnun lögbýlis / Uppsalir 5

Málsnúmer 201608125

Lagt er fram erindi Jónasar Þorgeirs Jónassonar, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um að Uppsalir 5 með landnúmerið 220118 verði skráð sem lögbýli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GJ)

4.22.Umsókn um stofnun lögbýlis/Uppsalir 4

Málsnúmer 201608124

Lagt er fram erindi Hafsteins Jónassonar, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um að Uppsalir 4, með landnúmerinu 215465, verði skráð sem lögbýli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GJ)

4.23.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Lagt er fram erindi Eflu verkfræðistofu, fyrir hönd málsaðila, óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urriðavatn.
Óskað er eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki fyrir erindið sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Ylstrandar við Urriðavatn. Breytingin er á þá vegu að byggingarreitur verði rýmkaður svo hann þoli minniháttar tilfærslur á byggingunni. Enn fremur þarf að færa til hjóla- og göngustíg sem liggur fyrir utan eldri byggingarreitinn og skilgreina að staðsetningin sé leiðbeinandi.
Meðfylgjandi er samþykki landeiganda, erindi og uppdráttur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að um óverulega breytingu sé að ræða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu erindisins í samræmi við 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 238

Málsnúmer 1609007

Til máls tóku: Aðalsteinn Ásmundarson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.2 og 5.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.5 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.5.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2017

Málsnúmer 201609035

Í vinnslu.

5.2.Brúarásskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201609037

Lagt fram til kynningar.

5.3.Brúarásskóli - sjálfsmatsskýrsla 2015-2016

Málsnúmer 201609038

Lagt fram til kynningar.

5.4.Fellaskóli - húsnæðismál

Málsnúmer 201602040

Lagt fram til kynningar.

5.5.Skólaakstur 2016-2017

Málsnúmer 201609036

Málið er í vinnslu.

5.6.Fagráð eineltismála í grunnskólum

Málsnúmer 201609034

Í vinnslu.

5.7.Kynning á framkvæmd vegna þjónustu talmeinafræðings í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.

Málsnúmer 201609040

Lagt fram til kynningar.

5.8.Fræðslusvið - launaþróun 2016

Málsnúmer 201604040

Lagt fram til kynningar.

5.9.Beiðni um samstarf vegna rannsóknar doktorsnema

Málsnúmer 201609039

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn fyrir sitt leyti umbeðið samstarf með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi skólastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Ráðning skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201609041

Á fundi fræðslunefndar kom fram að Sóley Þrastardóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og býður Sóleyju velkomna til starfa hjá sveitarfélaginu og óskar henni velfarnaðar í þessu nýja hlutverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.11.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Mál í vinnslu.

5.12.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.