Lagt er fram erindi Jónasar Þorgeirs Jónassonar, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um að Uppsalir 5 með landnúmerið 220118 verði skráð sem lögbýli.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og samþykkir erindið.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn og samþykkir erindið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.