Staðsetning á skilti Vegagerðarinnar í Fellabæ

Málsnúmer 201608123

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi Vegagerðarinnar, óskað er eftir leyfi að staðsetningu vegskiltis í Fellabæ.
Stærð skiltisins er 3m á breidd og 2,5m á hæð.
Meðfylgjandi er erindi og skýringarmyndir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir staðsetningu skiltisins að því gefnu að skiltið dragi ekki úr umferðaröryggi á gatnamótunum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Lagt er fram erindi Vegagerðarinnar, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir staðsetningu vegskiltis í Fellabæ.
Stærð skiltisins er 3m á breidd og 2,5m á hæð.
Meðfylgjandi er erindi og skýringarmyndir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn staðsetningu skiltisins, að því gefnu að skiltið dragi ekki úr umferðaröryggi á gatnamótunum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.