Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 27. fundur - 10.12.2015

Fyrir liggur til kynningar afrit af bréfi frá Hjörleyfi Guttormssyni til Minjastofnunar Íslands, dagsett 4. nóvember 2015, þar sem lagt er til að Læknisbústaðurinn á Hjaltastað verði friðlýstur.

Einnig liggur fyrir til kynningar afrit af svarbréfi forsætisráðuneytisins við erindi Hjörleifs þar sem fram kemur að ríkur áhugi er fyrir að fylgjast áfram með þessu máli.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 348. fundur - 04.07.2016

Lagðir fram minnispunktar frá fundi með Hjörleifi Guttormssyni sem haldinn var 27. júní sl. vegna hugmyndar um fræðasetur á Hjaltastað. Einnig komu fram ýmsar upplýsingar sem Hjörleifur hefur kynnt í þessu sambandi.
Eftir nokkrar umræður um málið og lestur á viðbótargögnum sem borist hafa, telur bæjarráð rétt að vísa málinu til frekari skoðunar hjá atvinnu- og menningarnefnd.
Bæjarráð telur hugmyndirnar áhugaverðar og feli í sér mikil tækifæri á Út-Héraði. Bæjarráð tekur jafnframt undir með Hjörleifi um að málið þurfi góðan undirbúning.

Atvinnu- og menningarnefnd - 38. fundur - 22.08.2016

Á fundinn undir þessum lið mætti Hjörleifur Guttormsson.

Fyrir lágu ýmis gögn sem tekin hafa verið saman um málið og fór Hjörleifur yfir þau og svaraði spurningum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að stofnaður verði undirbúningshópur til að vinna að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað m.a. með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum. Einnig verði skoðuð möguleg starfsemi félagsheimilisins Hjaltalundar við verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að stofnaður verði undirbúningshópur til að vinna að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað m.a. með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum. Einnig verði skoðuð möguleg starfsemi félagsheimilisins Hjaltalundar við verkefnið.
Framangreint er þó háð því að fyrir liggi að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir slíka starfsemi.
Atvinnu- og menningarnefnd falið að skipa umræddan starfshóp.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 39. fundur - 12.09.2016

Á fundi bæjarstjórnar 7. september 2016 var tekin fyrir og samþykkt tillaga atvinnu- og menningarnefndar frá 22. ágúst 2016 um stofnun undirbúningshóps að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að framangreint sé þó háð því að fyrir liggi að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir slíka starfsemi. Bæjarstjórn felur jafnframt atvinnu- og menningarnefnd að skipa umræddan starfshóp.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi aðilar myndi undirbúnigshóp að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað að því gefnu að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir þá starfsemi: Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Guðmundur K. Sigurðsson, María Ósk Kristmundsdóttir og Stefán Þórarinsson. Starfsmaður nefndarinnar kallar saman fyrsta fund og verður tengiliður nefndarinnar við hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Á fundi bæjarstjórnar 7. september 2016 var tekin fyrir og samþykkt tillaga atvinnu- og menningarnefndar frá 22. ágúst 2016 um stofnun undirbúningshóps að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað. Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að framangreint sé þó háð því að fyrir liggi að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir slíka starfsemi. Bæjarstjórn felur jafnframt atvinnu- og menningarnefnd að skipa umræddan starfshóp.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi aðilar myndi undirbúningshóp að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað, að því gefnu að húsnæðið verði til ráðstöfunar fyrir þá starfsemi:

Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Guðmundur Karl Sigurðsson, María Ósk Kristmundsdóttir og Stefán Þórarinsson. Starfsmaður nefndarinnar kallar saman fyrsta fund og verður tengiliður nefndarinnar við hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 43. fundur - 21.11.2016

Fyrir liggur til kynningar ályktun aðalfundar Átthagafélags Héraðsmanna í Reykjavík og nágrenni um hugmyndir um stofnun fræðaseturs Jóns lærða á Hjaltastað.

Atvinnu og menningarnefnd vísar ályktun aðalfundar Átthagafélagsins til starfshóps um fræðasetur Jóns lærða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 47. fundur - 06.02.2017

Fyrir liggur fundargerð vinnuhóps um fræðasetur um Jón lærða frá 3. febrúar 2017. Á fundinn undir þessum lið mættu Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Stefán Þórarinsson fulltrúar vinnuhópsins og fóru þau yfir þær hugmyndir sem verið hafa á borðum hópsins.

Málið í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 64. fundur - 26.02.2018

Fyrir liggur greinargerð frá undirbúningshópi um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishúsinu á Hjaltastað og Hjaltalundi.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar undirbúningshópnum fyrir góða greinargerð. Málið verður áfram til umfjöllunar og tekið fyrir á næstunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 65. fundur - 12.03.2018

Á fundinn undir þessum lið mættu Þorvaldur P. Hjarðar og Þórhallur Þorsteinsson frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 26. febrúar 2018.

Stefnt er að því að málið verði aftur á dagskrá næsta fundar og þá verði boðaðir aðrir eigendur Hjaltalundar og hollvinasamtök hússins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 66. fundur - 26.03.2018

Á fundinn undir þessum lið mættu Soffía Ingvarsdóttir og Sólveig Björnsdóttir fulltrúar Kvenfélagsins Bjarkar og María Guðbjörg Guðmundsdóttir fyrir hönd Ungmennafélagsins Fram, Sigbjörn Sævarsson og Guðmundur Sigurðsson fyrir hönd húsráðs Hjaltalundar og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Hollvinasamtaka Hjaltalundar. Þeim þökkuð koman eftir góðar umræður.

Til umræðu var greinargerð um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishússins á Hjaltastað og Hjaltalundar.

Atvinnu- og menningarnefnd er sammála niðurstöðum starfshópsins um að á Úthéraði liggi tækifæri til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Lagt er til að frekari greining fari fram á möguleikum svæðisins og að gert verði ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Nefndin felur jafnframt starfsmanni að setja greinargerð starfshópsins á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar.

Atvinnu- og menningarnefnd telur ljóst að nauðsynlegt er að fara í endurbætur á Hjaltalundi sem fyrst og leggur til að horft verði til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.