Atvinnu- og menningarnefnd

43. fundur 21. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Ásgrímur Ásgrímsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Björn Ingimarsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201611004

Fyrir liggur samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði sem gildir fyrir árin 2015-2016.
Á fundinn undir þessum lið mæta fulltrúar stjórnar Þjónustusamfélagsins.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Guðmundur Sveinsson Kröyer og Ásmundur Ásmundsson fundi með fulltrúum stjórnar Þjónustusamfélagsins um endurnýjun samningsins milli félagsins og Fljótsdalshéraðs.
Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023

Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi um Egilsstaðastofu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Hugvangur - frumkvöðlasetur

Málsnúmer 201609100

Fyrir liggja drög að samningi um áframhaldandi starfsemi Hugvangs frumkvöðlaseturs.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 7. nóvember 2016.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að fyrirliggjandi drög að samningi um Hugvang - frumkvöðlasetur verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. 2016

Málsnúmer 201610064

Fyrir liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 3. nóvember 2016.

Lagt fyrir til kynningar.

5.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026

Fyrir liggur til kynningar ályktun aðalfundar Átthagafélags Héraðsmanna í Reykjavík og nágrenni um hugmyndir um stofnun fræðaseturs Jóns lærða á Hjaltastað.

Atvinnu og menningarnefnd vísar ályktun aðalfundar Átthagafélagsins til starfshóps um fræðasetur Jóns lærða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Birtingaáætlun sveitarfélaga og Austurbrúar

Málsnúmer 201611077

Fyrir liggur tillaga að sameiginlegri birtingaráætlun auglýsinga fyrir sveitarfélög á Austurlandi og Austurbrúar.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að unnið verði eftir fyrirliggjandi bitingaráætlun og fjármunir, kr. 694.000, verði teknir af lið 1363.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201611078

Á fundinn undir þessum lið mætti Björn Ingimarsson bæjarstjóri sem gerði grein fyrir niðurstöðu varðandi ráðningu forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Fundi slitið - kl. 19:15.