Fyrir liggur samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði sem gildir fyrir árin 2015-2016. Á fundinn undir þessum lið mæta fulltrúar stjórnar Þjónustusamfélagsins.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Guðmundur Sveinsson Kröyer og Ásmundur Ásmundsson fundi með fulltrúum stjórnar Þjónustusamfélagsins um endurnýjun samningsins milli félagsins og Fljótsdalshéraðs. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.
Fyrir liggur til kynningar ályktun aðalfundar Átthagafélags Héraðsmanna í Reykjavík og nágrenni um hugmyndir um stofnun fræðaseturs Jóns lærða á Hjaltastað.
Atvinnu og menningarnefnd vísar ályktun aðalfundar Átthagafélagsins til starfshóps um fræðasetur Jóns lærða.
Á fundinn undir þessum lið mætti Björn Ingimarsson bæjarstjóri sem gerði grein fyrir niðurstöðu varðandi ráðningu forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.
Á fundinn undir þessum lið mæta fulltrúar stjórnar Þjónustusamfélagsins.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Guðmundur Sveinsson Kröyer og Ásmundur Ásmundsson fundi með fulltrúum stjórnar Þjónustusamfélagsins um endurnýjun samningsins milli félagsins og Fljótsdalshéraðs.
Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.