Egilsstaðastofa, upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201501023

Atvinnu- og menningarnefnd - 11. fundur - 12.01.2015

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs, Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar um rekstur Egilsstaðastofu upplýsingamiðstöðvar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti. Nefndin leggur til að Gunnar Þór Sigbjörnsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í samstarfsnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs, Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar um rekstur Egilsstaðastofu upplýsingamiðstöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti. Bæjarstjórn samþykkir einnig að Gunnar Þór Sigbjörnsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í samstarfsnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 25. fundur - 26.10.2015

Á fundinn undir þessum lið mætti Heiður Vigfúsdóttir fulltrúi Austurfarar sem gerði grein fyrir starfsemi Egilsstaðastofu. Henni þökkuð koman að því loknu.

Atvinnu- og menningarnefnd er sammála því að starfsemi Egilsstaðastofu hafi gengið vel, en í ljósi nýrra tækifæra með beinu flugi á Egilsstaðaflugvöll verði farið nánar yfir hlutverk hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og er sammála því að starfsemi Egilsstaðastofu hafi gengið vel, en í ljósi nýrra tækifæra með beinu flugi á Egilsstaðaflugvöll verði farið nánar yfir hlutverk hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 321. fundur - 07.12.2015

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við nýtt rekstarfélag, Austurför, um að taka við samningi um rekstur tjaldstæðis og Egilsstaðastofu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að semja við nýtt rekstarfélag, Austurför, um að taka við samningi um rekstur tjaldstæðis og Egilsstaðastofu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 39. fundur - 12.09.2016

Fyrir liggur samkomulag um Egilsstaðastofu frá 11. febrúar 2015. Samkomulag þetta gildir til ársloka 2016. Það skal tekið til endurskoðunar fyrir 1. október 2016 m.a. með mögulega framlengingu í huga.

Nefndin hitti starfsmenn Egilsstaðastofu á vettvangi þar sem starfsemin þar var kynnt. Málið að öðru leyti í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 40. fundur - 26.09.2016

Fyrir liggur samkomulag um Egilsstaðastofu frá 11. febrúar 2015. Samkomulag þetta gildir til ársloka 2016. Það skal tekið til endurskoðunar fyrir 1. október 2016 m.a. með mögulega framlengingu í huga.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að samningur um Egilsstaðastofu verði endurskoðaður með framlengingu í huga. Nefndin leggur til að Guðmundur Sveinsson Kröyer og Ásgrímur Ásgrímsson verði fulltrúar nefndarinnar í viðræðuhópi um málið. Lagt er til að aðrir aðilar að samningnum skipi einnig fulltrúa í hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 05.10.2016

Fyrir liggur samkomulag um Egilsstaðastofu frá 11. febrúar 2015. Samkomulag þetta gildir til ársloka 2016. Það skal tekið til endurskoðunar fyrir 1. október 2016 m.a. með mögulega framlengingu í huga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að samningur um Egilsstaðastofu verði endurskoðaður með framlengingu í huga. Samþykkt að Guðmundur Sveinsson Kröyer og Ásgrímur Ásgrímsson verði fulltrúar nefndarinnar í viðræðuhópi um málið. Lagt er til að aðrir aðilar að samningnum skipi einnig fulltrúa í hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 41. fundur - 24.10.2016

Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 26. september 2016.

Farið yfir samningshugmyndir milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar um Egilsstaðastofu. Málið að öðru leyti í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 43. fundur - 21.11.2016

Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi um Egilsstaðastofu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 44. fundur - 12.12.2016

Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu og tjaldsvæðið á Egilsstöðum, milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar, og Þjónustusamfélagsins á Héraði að þeim þáttum sem eingöngu snúa að Egilsstaðastofu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 21. nóvember 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti en vísar viðauka við samninginn, um uppbyggingu á svæðinu, til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu og tjaldsvæðið á Egilsstöðum, milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar, og Þjónustusamfélagsins á Héraði að þeim þáttum sem eingöngu snúa að Egilsstaðastofu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarstjóra falið að afla lögfræðiálits um tiltekna þætti í samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 368. fundur - 09.01.2017

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Austurför og Þjónustusamfélagið á Héraði vegna Egilsstaðastofu og rekstur tjaldsvæðis á Egilsstöðum og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegu eintaki og undirrita síðan fyrir hönd sveitarfélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61. fundur - 11.01.2017

Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu og tjaldsvæðið á Egilsstöðum, milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar, og Þjónustusamfélagsins á Héraði að þeim þáttum sem eingöngu snúa að Egilsstaðastofu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 21. nóvember 2016.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti en vísar viðauka við samninginn, um uppbyggingu á svæðinu, til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið viðaukann og samþykkir að gert verði ráð fyrir framkvæmdunum á þriggja ára áætlun, jafnframt samþykkir nefndin að á yfirstandandi ári verði farið í framkvæmdir vegna vaskaskýlis og rafmagns við eldunaraðstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 47. fundur - 06.02.2017

Samkvæmt samningi Fljótsdalshéraðs, Austurfarar og Þjónustusamfélagsins á Héraði eiga þessir aðilar að tilnefna fulltrúa í samstarfsnefnd Egilsstaðastofu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Aðalheiður Björt Unnarsdóttir taki sæti í samstarfsnefnd Egilsstaðastofu sem fulltrúi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 69. fundur - 07.05.2018

Fyrir liggur fundargerð samstarfsnenfdar um Egilsstaðastofu dagsett 3. maí 2018 og Aðalheiður gerði grein fyrir.
Fram kemur í fundargerðinni að opnunartími Egilsstaðastofu hefur verið aukinn og er það skilningur nefndarinnar að það sé innan fjárhagsramma gildandi samnings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.