Atvinnu- og menningarnefnd

11. fundur 12. janúar 2015 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Þjónustusamfélagið á Héraði, samningur

Málsnúmer 201501021Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði, félagi verslunar-, ferðaþjónustu- og þjónustuaðila.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Kerfisáætlun 2015-2024

Málsnúmer 201501014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Landsneti vegna gagnaöflunar fyrir kerfisáætlun 2015-2024. Þar er óskað eftir upplýsingum um áform í sveitarfélaginu um orkufreka starfsemi á matstímabilinu.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á því að núverandi staða á afhendingu raforku á Fljótsdalshéraði er óviðunandi og hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja og hamlar almennri atvinnuppbyggingu. Nefndin telur afar brýnt að tryggð verði meiri raforka inn á svæðið til nauðsynlegra fjárfestinga í atvinnulífinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Frumkvöðlasetur

Málsnúmer 201411028Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs, Afls starfsgreinafélags, AN lausna og Austurbrúar um Hugvang frumkvöðlasetur.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi fyrir sitt leyti. Nefndin leggur til að Þórður Mar Þorsteinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn frumkvöðlasetursins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090Vakta málsnúmer

Ragnhildur Rós Indriðadóttir gerði grein fyrir stöðu verkefnisins um mótun menningarstefnu sveitarfélagsins.

Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að mæta á fyrirhugaðan vinnufund um stefnuna, sem auglýstur verður fljótlega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Starfsstöð Rarik á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201501038Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mættu Magnús Jónasson og Finnur F. Magnússon, starfsmenn Rarik á Fljótsdalshéraði.

Í ljósi umræðna undanfarið um flutning ríkisstofnana út á landsbyggðina tekur atvinnu- og menningarnefnd undir mikilvægi þess að opinberar stofnanir séu staðsettar víða um landið. Nefndin telur mikilvægt að vandað sé til verka þannig að flutningurinn gagnist bæði stofnuninni og samfélaginu sem best. Annars er hætta á að aðgerðin skili ekki þeim árangri sem til er ætlast. Nefndin kallar eftir stefnu stjórnvalda með fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.

Varðandi hugmyndir um flutning Rarik frá Reykjavík, vill atvinnu- og menningarnefnd benda á að um og yfir 82% af allri raforkuframleiðslu fyrirtækisins og dótturfélags þess er á Fljótsdalshéraði. Rarik hefur verið með nokkuð mannmarga starfsstöð í sveitarfélaginu en undanfarin ár hefur störfum þar fækkað jafnt og þétt. Því er það mat nefndarinnar að efla eigi starfsemi fyrirtækisins enn frekar með markvissum hætti og fjölga störfum þess á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarráð boði til sín framkvæmdastjóra, formann og varaformann stjórnar Rarik til að ræða hvernig efla megi starfstöð Rarik á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Sóknaráætlun Austurlands

Málsnúmer 201501019Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessu lið mættu Jóna Árný Þórðardóttir og Björg Björnsdóttir frá Austurbrú og gerðu grein fyrir stöðu vinnu við gerð uppbyggingarsjóðs landshluta, en undir hann falla vaxtarsamningur, sóknaráætlun og menningarsamningur.

Fram koma að sóknaráætlun verður endurskoðuð fyrir 1. maí 2015. Í tengslum við það hvetur atvinnu- og menningarnefnd SSA og Austurbrú til að stuðla að því, að gerð verði vönduð innviðagreining innan Austurlands, þ.á.m. úttekt um þróun atvinnulífs á síðast liðin 8-10 ár, eftir sveitarfélögum á Austurlandi og stöðu mismunandi atvinnugreina í dag. Það er mat nefndarinnar að staða hinna ýmsu greina atvinnulífsins á Austurlandi sé mjög mismunandi, og einstakar greinar og svæði eða sveitarfélög eigi undir högg að sækja á meðan önnur dafna vel. Skilgreining svæða í vaxtarsvæði getur gefið mjög villandi mynd af stöðu atvinnulífsins innan einstakra sveitarfélaga, og því er úttekt, eins og hér er lagt til að verði gerð, mikilvæg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Egilsstaðastofa, upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201501023Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs, Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar um rekstur Egilsstaðastofu upplýsingamiðstöðvar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti. Nefndin leggur til að Gunnar Þór Sigbjörnsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í samstarfsnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Samningur um tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201501022Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar ehf um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykktir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti.

Samþykktt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.