Samningur um tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201501022

Atvinnu- og menningarnefnd - 11. fundur - 12.01.2015

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar ehf um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykktir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti.

Samþykktt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar ehf. um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögunum aftur til atvinnu- og menningarnefndar til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 12. fundur - 26.01.2015

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar ehf. um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Málinu vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn 22. janúar 2015.

Atvinnu- og menningarnefnd fór yfir málið og staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar ehf. um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.
Málinu var vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn 22. janúar 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.