Atvinnu og menningarnefnd leggur til að styrkir verði auglýstir verði til umsóknar úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til og með 1. mars 2015.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 10. nóvember 2014.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur til að móta dagskrá til að minnast hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Eftirfarandi aðilar myndi starfshópinn: Bára Stefánsdóttir, Björn Gísli Erlingsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Halla Eiríksdóttir. Starfsmanni falið að kalla hópinn saman.
Fyrir liggur umsókn um styrk, undirrituð af Þórhalli Borgarssyni, dagsett 16.1.2015, vegna dagskrár og viðburðar sem fyrirhuguð er 21. og 22. febrúar og ætlað er að vekja athygli á þeirri sérstöðu sem hreindýrin eru fyrir Austurland.
Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í umsóknina og fagnar frumkvæðinu en felur starfsmanni að óska eftir nákvæmari upplýsingum um verkefnið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
5.Fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga 6. nóvember 2014
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.