Lagður fram tölvupóstur frá Þórarni Hávarðssyni f.h. Hafdal kvikmyndagerðar með boð um að Fljótsdalshérað taki við fréttamyndasafni Þórarins frá árunum 1989-2005.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. júní 2014, frá Þórarni Hávarðssyni, þar sem sveitarfélaginu er boðið til kaups myndasafn frá Fljótsdalshéraði sem Þórarinn tók sem frétta- og tökumaður á árunum 1989-2005. Erindinu er vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.
Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að Héraðsskjalasafn Austfirðinga leggi mat á varðveislugildi myndasafnsins og afnotarétt af því. Málið verði tekið til endanlegar afgeiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. júní 2014, frá Þórarni Hávarðssyni, þar sem sveitarfélaginu er boðið til kaups myndasafn frá Fljótsdalshéraði sem Þórarinn tók sem frétta- og tökumaður á árunum 1989-2005. Erindinu er vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar óskar bæjarráð eftir að Héraðsskjalasafn Austfirðinga leggi mat á varðveislugildi myndasafnsins og afnotarétt af því. Málið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
Fyrir liggur umsögn Héraðsskjalasafns Austfirðinga um myndefni sem sveitarfélaginu hefur verið boðið til kaups. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 7. júlí 2014.
Fyrir liggja drög að samningi við Þórarin Hávarðsson um varðveislu og afnot af myndefni sem varðveitt verður á Héraðsskjalasafni Austfirðinga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi að upphæð kr. 223.000, sem tekið verði af lið 05.89.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.