Myndasafn til varðveislu

Málsnúmer 201406071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 258. fundur - 27.06.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Þórarni Hávarðssyni f.h. Hafdal kvikmyndagerðar með boð um að Fljótsdalshérað taki við fréttamyndasafni Þórarins frá árunum 1989-2005.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 200. fundur - 01.07.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samþykkt að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 1. fundur - 07.07.2014

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. júní 2014, frá Þórarni Hávarðssyni, þar sem sveitarfélaginu er boðið til kaups myndasafn frá Fljótsdalshéraði sem Þórarinn tók sem frétta- og tökumaður á árunum 1989-2005.
Erindinu er vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að Héraðsskjalasafn Austfirðinga leggi mat á varðveislugildi myndasafnsins og afnotarétt af því. Málið verði tekið til endanlegar afgeiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. júní 2014, frá Þórarni Hávarðssyni, þar sem sveitarfélaginu er boðið til kaups myndasafn frá Fljótsdalshéraði sem Þórarinn tók sem frétta- og tökumaður á árunum 1989-2005.
Erindinu er vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar óskar bæjarráð eftir að Héraðsskjalasafn Austfirðinga leggi mat á varðveislugildi myndasafnsins og afnotarétt af því. Málið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 8. fundur - 10.11.2014

Fyrir liggur umsögn Héraðsskjalasafns Austfirðinga um myndefni sem sveitarfélaginu hefur verið boðið til kaups.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 7. júlí 2014.

Í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 12. fundur - 26.01.2015

Fyrir liggja drög að samningi við Þórarin Hávarðsson um varðveislu og afnot af myndefni sem varðveitt verður á Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi að upphæð kr. 223.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Fyrir liggja drög að samningi við Þórarin Hávarðsson um varðveislu og afnot af myndefni sem varðveitt verður á Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi að upphæð kr. 223.000, sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.