Atvinnu- og menningarnefnd

1. fundur 07. júlí 2014 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Samþykkt fyrir atvinnu- og menningarnefnd

Málsnúmer 201407004

Fyrir liggur samþykkt fyrir atvinnu- og menningarnefnd til kynningar. Einnig lögð fram ýmis önnur gögn sem nefndin mun styðjast við í vinnu sinni.

Nefndin vekur athygli á því að breyta þarf 7. grein með hliðsjón af samþykkt um stjórn Héraðsskjalasafnsins. Einnig að bætt verði við samþykktina um skipan nefndarinnar í fagráð Menningarmiðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundartími atvinnu- og menningarnefndar

Málsnúmer 201407006

Ákveðið að fundir nefndarinnar verði að jafnaði 2. og 4. mánudag hvers mánaðar, kl. 17.00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.2014

Málsnúmer 201404195

Fyrir liggja til kynningar gögn vegna aðalfundar Landskerfis bókasafna sem forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa sat. Einnig liggja fyrir minnispunktar forstöðumannsins.

Óskað er eftir að forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa mæti á fund nefndarinnar í haust til að fara yfir starfsemi safnsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Félag ljóðaunnenda, styrkumsókn

Málsnúmer 201406067

Fyrir liggur styrkumsókn frá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi, dagsett 16. júní 2014 og undirritað af Magnúsi Stefánssyni.

Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Hjaltalund

Málsnúmer 201405079

Fyrir liggur tillaga frá húsráði félagsheimilisins Hjaltalundar, frá 1. apríl 2014 um gjaldskrárbreytingu fyrir félagsheimilið.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur húsráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Göngustígur við Fardagafoss

Málsnúmer 201406023

Fyrir liggur bréf undirritað af iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar sem tilkynnt er um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna verkefnis er tengist Fardagafossi.

Nefndin fagnar afgreiðslu sjóðsins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

7.Heimildamynd um strand Bergvíkur VE-505 í Vöðlavík

Málsnúmer 201406072

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. júní 2014, frá Þórarni Hávarðssyni, þar sem óskað er eftir styrk til gerðar heimildamyndar um strand Bergvíkur VE-505 í Vöðlavík 1993. Afrakstur af sýningu myndarinnar á að renna til björgunarsveita á svæðinu.
Erindinu er vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir að stykrja verkefnið um kr 25.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Myndasafn til varðveislu

Málsnúmer 201406071

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. júní 2014, frá Þórarni Hávarðssyni, þar sem sveitarfélaginu er boðið til kaups myndasafn frá Fljótsdalshéraði sem Þórarinn tók sem frétta- og tökumaður á árunum 1989-2005.
Erindinu er vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að Héraðsskjalasafn Austfirðinga leggi mat á varðveislugildi myndasafnsins og afnotarétt af því. Málið verði tekið til endanlegar afgeiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um styrk/SAM félagið grasrótarfélag Þorpsins

Málsnúmer 201406019

Fyrir liggur styrkumsókn frá SAM-félaginu, grasrótarsamtökum skapandi fólks á Austurlandi, undirrituð af Ingunni Þráinsdóttur, vegna sumarsýningarinnar Að heiman og heim og Sprotar, sem fram fer í Sláturhúsinu-menningarmiðstöð.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar framtaki SAM-félagsins og samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Launaáætlun mánuðina janúar til maí

Málsnúmer 201406007

Fyrir liggur til kynningar frá fjármálastjóra launaáætlun mánuðina janúar til júní 2014.

11.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015 sem unnar voru í vor af þáverandi nefndum. Málinu vísað til næsta fundar nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.