Samþykkt fyrir atvinnu- og menningarnefnd

Málsnúmer 201407004

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 1. fundur - 07.07.2014

Fyrir liggur samþykkt fyrir atvinnu- og menningarnefnd til kynningar. Einnig lögð fram ýmis önnur gögn sem nefndin mun styðjast við í vinnu sinni.

Nefndin vekur athygli á því að breyta þarf 7. grein með hliðsjón af samþykkt um stjórn Héraðsskjalasafnsins. Einnig að bætt verði við samþykktina um skipan nefndarinnar í fagráð Menningarmiðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Bæjarráð samþykkir að fela Bæjastjóra og skrifstofustjóra að fara yfir samþykktir nefndarinnar með hliðsjón af ábendingum hennar.