Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

260. fundur 14. júlí 2014 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Á þessum fundi fer bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Lagt fram til kynningar.

2.Atvinnu- og menningarnefnd - 1

Málsnúmer 1407001

Fundargerðin staðfest.

2.1.Samþykkt fyrir atvinnu- og menningarnefnd

Málsnúmer 201407004

Bæjarráð samþykkir að fela Bæjastjóra og skrifstofustjóra að fara yfir samþykktir nefndarinnar með hliðsjón af ábendingum hennar.

2.2.Fundartími atvinnu- og menningarnefndar

Málsnúmer 201407006

Bæjarráð staðfestir tillögu nefndarinnar um að fundir hennar verði að jafnaði 2. og 4. mánudag hvers mánaðar, kl. 17.00.

2.3.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.2014

Málsnúmer 201404195

Lagt fram til kynningar.

2.4.Félag ljóðaunnenda, styrkumsókn

Málsnúmer 201406067

Afgreiðsla nefndarinnar um styrk upp á 50.000 staðfest.

2.5.Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Hjaltalund

Málsnúmer 201405079

Fyrir liggur tillaga frá húsráði félagsheimilisins Hjaltalundar, frá 1. apríl 2014 um gjaldskrárbreytingu fyrir félagsheimilið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi tillögur húsráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Göngustígur við Fardagafoss

Málsnúmer 201406023

Fyrir liggur bréf undirritað af iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar sem tilkynnt er um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna verkefnis er tengist Fardagafossi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar afgreiðslu sjóðsins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Heimildamynd um strand Bergvíkur VE-505 í Vöðlavík

Málsnúmer 201406072

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar um 25.000 kr. styrk staðfest. Styrkurinn verði greiddur út þegar myndin verður tilbúin til sýningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Myndasafn til varðveislu

Málsnúmer 201406071

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. júní 2014, frá Þórarni Hávarðssyni, þar sem sveitarfélaginu er boðið til kaups myndasafn frá Fljótsdalshéraði sem Þórarinn tók sem frétta- og tökumaður á árunum 1989-2005.
Erindinu er vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar óskar bæjarráð eftir að Héraðsskjalasafn Austfirðinga leggi mat á varðveislugildi myndasafnsins og afnotarétt af því. Málið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Umsókn um styrk/SAM félagið grasrótarfélag Þorpsins

Málsnúmer 201406019

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar um 150.000 kr styrk staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Launaáætlun mánuðina janúar til maí

Málsnúmer 201406007

Lagt fram til kynningar.

2.11.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126

Málið er í vinnslu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 1

Málsnúmer 1406009

Fundargerð til staðfestingar.

3.1.Samþykkt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd

Málsnúmer 201407028

Lagt fram til kynningar.

3.2.Fundartími umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Málsnúmer 201407031

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að reglulegir fundir verði á miðvikudögum kl. 17:00 í annarri og fjórðu viku hvers mánaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Byggingarnefndir

Málsnúmer 201407030

Til umræðu hjá umhverfis- og mannvirkjanefnd var; byggingarnefnd samkvæmt 7. gr. Mannvirkjalaga nr.160/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan í 7. gr. Mannvirkjalaga nr. 160/2010 og að tillögu umhverfis- og mannvirkjanefndar,samþykkir bæjarstjórn að ekki verði starfandi byggingarnefnd í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Eftirlitsskýrsla/leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 201406099

Lögð fram til kynningar.

3.5.Eftirlitsskýrsla/leikskólinn Skógarland,móttökueldhús og lóð

Málsnúmer 201406098

Lögð fram til kynningar.

3.6.Eftirlitsskýrsla/leikskólinn Tjarnarland og móttökueldhús.

Málsnúmer 201406097

Lögð fram til kynningar.

3.7.Eftirlitsskýrsla/opin leiksvæði á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 201406118

Lögð fram til kynningar.

3.8.Rannsókn á baðvatni, Sundlaugin á Hallormsstað

Málsnúmer 201405133

Lagt fram til kynningar.

3.9.Eftirlitsskýrsla HAUST / Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 201405148

Lögð fram til kynningar.

3.10.Eftirlitsskýrsla HAUST/Fellaskóli

Málsnúmer 201406043

Lögð fram til kynningar.

3.11.Umsókn um stofnun fasteignar/Stórhöfði.

Málsnúmer 201406120

Erindi dagsett 24.06.2014 þar sem Benedikt Guðni Líndal kt.141255-4609 og Sigríður Ævarsdóttir kt.180663-7469, sækja um stofnun lóðar úr landi Finnsstaða 1 samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skrá lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Umsókn um stofnun fasteignar/Finnsstaðaholt.

Málsnúmer 201406122

Erindi dagsett 06.06.2014 þar sem Marietta Maissen kt.070358-7949 og Pétur Behrens kt.0609376729 , sækja um stofnun lóðar úr landi Finnsstaðaholts samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skrá lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 2

Málsnúmer 1407005

Fundargerð til staðfestingar.

4.1.Umhverfi og ásýnd

Málsnúmer 201407056

Lagt fram til kynningar.

4.2.Beiðni um lóð fyrir spennistöð hjúkrunarheimilisins

Málsnúmer 201406065

Erindi í tölvupósti dagsett 18.06.2014 þar sem Magnús Ástþór Jónasson f.h. Rarik ohf. kt. 520269-2669 óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóðina sem spennistöðin fyrir hjúkrunarheimilið á að fara á. Einnig er óskað eftir að húsið verði staðsett með hnitum. Fyrir liggur tillaga um staðsetningu spennistöðvarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlagða tillögu um staðsetningu spennistöðvarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá og gera lóðarleigusamning við RARIK ohf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Hjarðarhlíð 1, ósk um stöðuleyfi

Málsnúmer 201406121

Erindi í tölvupósti dagsett 27.05.2014 þar sem Elías Þór Elíasson kt.081061-5059 óskar eftir leyfi til að geyma lítið hús á lóð sinni Hjarðarhlíð 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarráð erindinu þar sem bygging sem þessi er byggingarleyfisskyld samkvæmt 2.3.1.gr. byggingarreglugerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Umsókn um lóð.

Málsnúmer 201406115

Í vinnslu.

4.5.Deiliskipulag námu á Kollsstaðamóum

Málsnúmer 201304022

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 07.05.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 20.03.2014 og umhverfisskýrslan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 14. maí til 25. júní 2014 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 25. júní 2014. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð tillöguna ásamt umhverfisskýrslu og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 42.gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Kröflulína 3, 2014

Málsnúmer 201211010

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.02.2014 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu, sem sett var fram á uppdrætti dags. 21.01.2014 var auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga, frá 13.03.2014 til 25.04.2014 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 25.04.2014.
Eftirfarandi athugasemdir bárust við tillöguna:
1) Athugasemd dagsett 24.apríl 2014 frá Ólafi Valssyni.
2) Athugasemd dagsett 25.apríl 2014 frá Herði Einarssyni.
3) Athugasemd dagsett 24.apríl 2014 frá Eydísi Franzdóttur.
4) Athugasemd dagsett 23.apríl 2014 frá Sif Konráðsdóttur og viðauki við athugasemd dagsett 26.apríl 2014.
5) Athugasemd dagsett 24.apríl 2014 frá Sigvalda H. Ragnarssyni og Grétu D. Þórðardóttur.
6) Athugasemd dagsett 24.apríl 2014 frá Grétu D. Þórðardóttur.
7) Athugasemd dagsett 15.mars 2013 frá Aðalsteini Inga Jónssyni, Klausturseli, sem er ekki í tengslum við auglýsinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlögð drög að svörum við athugasemdum og framlagða greinargerð um afgreiðslu og vöktun.
Bæjarráð samþykkir tillöguna óbreytta og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 32.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Bæjarráð ítrekar jafnframt að framkvæmdin verði unnin í fullu samráði við landeigendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Aðalskipulag Skútustaðahrepps.

Málsnúmer 201404158

Lagt fram til kynningar.

4.8.Hjúkrunarheimili, umsókn um lagnaleið

Málsnúmer 201407042

Erindi í tölvupósti 03.07.2014 þar sem Ólafur Birgisson f.h. RARIK ohf. kt.520269-2669, óskar eftir lagnaleyfi fyrir strenglögn að nýrri spennistöð neðan hins nýja hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum. Meðfylgjandi er uppdráttur af lagnaleiðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda. Bæjarráð leggur áherslu á að lagnaleiðinni verði skilað í sama ástandi og fyrir framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Hallormsstaður umsókn um lagnaleið

Málsnúmer 201407043

Erindi í tölvupósti dagsett 03.07.2014 þar sem Ólafur Birgisson f.h. RARIK ohf. kt.520269-2669, óskar eftir lagnaleyfi fyrir strenglögn á Hallormsstað ásamt færslu á spennistöð 51 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda. Bæjarráð beinir því til framkvæmdaraðila að valda sem minnstu raski og vera í samstarfi við landeiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Dæluskúr við Eyvindará.

Málsnúmer 201407048

Í vinnslu.

4.11.Umhirða á veghelgunarsvæði

Málsnúmer 201407050

Til umræðu er umhirða á veghelgunarsvæðum Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar beinir bæjarráð því til Vegagerðarinnar að sem fyrst verði lokið við að hreinsa brotnar snjó- og vegstikur meðfram veghelgunarsvæðum Vegagerðarinnar og koma fyrir nýjum. Bæjarráð lítur svo á að um sé að ræða öryggis- og umhverfismál. Óskað er eftir því, að farið verði fyrr í þessa hreinsun á vorin en verið hefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.12.Úthlutun til styrkvega 2014

Málsnúmer 201406056

Lagt fram til kynningar.

4.13.Verkefni 9.bekkjar í samfélagsfræði v/umhverfismál.

Málsnúmer 201406119

Fyrir liggur verkefni, sem unnið var í 9. bekk í samfélagsfræði í Egilsstaðaskóla í vor. Markmiðið var að nemendur hugsuðu út hvað þeim fyndist að helst þyrfti að laga í umhverfi sínu á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar nemendum 9. bekkjar fyrir þarft verkefni og áhugaverðar tillögur. Nefndin mun hafa framkomnar hugmyndir til hliðsjónar við gerð starfsáætlana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.14.Leiktæki, aðalskoðun

Málsnúmer 201109057

Í vinnslu.

4.15.Gjaldskrárbreytingar

Málsnúmer 201403112

Í vinnslu.

4.16.Skógarsel gangbraut

Málsnúmer 201407003

Í vinnslu.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 1

Málsnúmer 1407002

Fundargerð til staðfestingar.

5.1.Samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd

Málsnúmer 201407005

Lagt fram til kynningar.

5.2.Fundartími íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 201407008

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar um að fundir nefndarinnar verði annan miðvikudag í mánuði kl. 17.00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Þrekæfingaaðstaða meistaraflokka Hattar; greiðsla eða styrkur

Málsnúmer 201401082

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot meistaraflokka og afreksfólks í íþróttum af Héraðsþreki og sundlaug. Málið var síðast á dagskrá menningar- og íþróttanefndar 13. maí 2014. Jafnframt liggur fyrir svar frá formanni Hattar um að félagið geri ekki athugasemdir við drögin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi drög að verklagsreglum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Höttur fjörtíu ára

Málsnúmer 201406125

Á þessu ári eru 40 ár liðin síðan Íþróttafélagið Höttur var stofnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að frumkvæði íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarráð að fela Birni Ingimarssyni bæjarstjóra og Óðni Gunnari Óðinssyni atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa, í samráði við formann Hattar, að skoða með hvaða hætti þessara tímamóta verður minnst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100

Í vinnslu.

5.6.Starfsskýrslur félaga 2013

Málsnúmer 201405040

Lagt fram til kynningar.

5.7.Forvarnastefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098

Í vinnslu.

5.8.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406127

Í vinnslu.

5.9.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal 4. júlí 2014

Málsnúmer 201407052

Lögð fram til kynningar.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 203

Málsnúmer 1407006

Fundargerð til staðfestingar.

6.1.Samþykkt fyrir fræðslunefnd o.fl.

Málsnúmer 201407038

Lagt fram til kynningar.

6.2.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032

Lagt fram til kynningar.

6.3.Spjaldtölvur á unglingastigi - sbr. bókun fræðslunefndar við 6. lið á 201. fundi nefndarinnar 12. ma

Málsnúmer 201407040

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með fræðslunefnd um að málið þurfi að skoða betur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015, ásamt því að notkun spjaldtölva verði tekin sérstaklega fyrir í menntastefnu Fljótsdalshéraðs.
Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að umsjónarmaður tölvumála skoði hvort núverandi fjarskipta- og netbúnaður skólanna geti annað þeirri auknu netnotkun sem skapast og hvaða útbætur þurfi þá að gera ef þeirra gerist þörf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Minnisblað um hugsanlegt samstarf um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði

Málsnúmer 201407039

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og fræðslunefndar Fjarðarbyggðar varðandi samstarfsverkefni á Austurlandi um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði. Bæjarráð mælir fyrir sitt leyti með að Skólaskrifstofa Austurlands fái heimild til að fjölga frá og með haustinu 2014 stöðugildum í kennsluráðgjöf úr einu í tvö og henni þannig gert kleift að halda utan um verkefnið í samvinnu við skóla og fræðsluyfirvöld á Austurlandi. Með fjölgun stöðugilda í kennsluráðgjöf við Skólaskrifstofu Austurlands verði hugað að fyrrgreindu þróunarverkefni um bættan árangur í læsi og stærðfærði og jafnframt sérstaklega hugað að því að tryggja aukna ráðgjöf við leikskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.5.Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga 2013-2014

Málsnúmer 201407041

Lagt fram til kynningar.

6.6.Innritun í leikskóla 2014

Málsnúmer 201405136

Lagt fram til kynningar.

6.7.Tjarnarskógur - starfsmannamál

Málsnúmer 201407036

Í vinnslu.

6.8.Hádegishöfði - starfsmannamál

Málsnúmer 201407037

Lagt fram til kynningar.

6.9.Hvað fékkstu á prófinu? Málþing sambandsins um skólamál 8. sept. 2014

Málsnúmer 201407046

Lagt fram til kynningar.

6.10.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram.

7.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 9.júlí 2014.

Málsnúmer 201407074

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerð hluthafafundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Málsnúmer 201407067

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201407058

Lögð fram boðun á 28. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, sem halið verður á Akureyri dagana 24. til 26. september nk.
Bæjarráð samþykkir að tilkynna þá 3 aðalmenn sem kjörnir voru til setu á þinginu,sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs á landsþinginu, ásamt forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Farið yfir stöðu mála, en umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir fundinum.

Bæjarráð samþykkir að öðru leyti að fela bæjarstjóra og skrifstofustjóra að vinna að málinu fram til næsta fundar bæjarráðs og leggja gögn fyrir þann fund.

11.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083

Lagt fram og kynnt bréf frá Þórhalli Pálssyni Eiðavöllum 2, varðandi málefni fjarvarmaveitunnar sem tengd er hitunarkerfi gamla barnaskólans Eiðum.

Bæjarráð Þakkar Þórhalli fyrir bréfið og ýmsar upplýsingar sem þar koma fram og samþykkir að vísa því og efni þess til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar.

12.Húsnæði undir safngripi.

Málsnúmer 201407032

Málinu frestað.

13.Gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið Kringilsárrana.

Málsnúmer 201407072

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um tilnefningar í samstarfsnefndina, áður en bæjarráð skipar formlega fulltrúa sinn í hana.

14.Fyrirhuguð olíuleit og -vinnsla á Drekasvæðinu

Málsnúmer 201208032

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundum sem hann hefur átt að undanförnu með fulltrúa handhafa rannsóknarleyfa, bæjarstjóra Fjarðabyggðar og fulltrúum ISAVIA, þar sem rædd hafa verið ýmis mál er tengjast framtíðaruppbyggingu og þróun í tengslum við verkefnið. M.a. er horft til þess að sveitarfélögin standi fyrir ráðsstefnu á haustmánuðum með áherslu á verkefnið auk þess sem horft er til þess að taka þátt í samskiptum erlendis sem þykja til þess fallin að vera verkefninu til framdráttar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.