Deiliskipulag námu á Kollsstaðamóum

Málsnúmer 201304022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 93. fundur - 10.04.2013

Lögð er fram lýsing á fyrirhuguð deiliskipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði, dagsett 04.04.2013 samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar, öðrum umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 115. fundur - 29.04.2014

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði, dagsett 20.3.2014 ásamt umhverfisskýrslu dagsett mars 2014, samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umhverfisskýrslu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 69. fundur - 06.05.2014

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir námu á Kollstaðamóum.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 196. fundur - 07.05.2014

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði, dagsett 20.3.2014 ásamt umhverfisskýrslu dagsett mars 2014, samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var einnig tekin fyrir á fundi umhverfis- og héraðsnefndar 6. maí sl. og var samþykkt þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu ásamt umhverfisskýrslu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir námu á Kollstaðamóum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við deiliskipulagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 2. fundur - 08.07.2014

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 07.05.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 20.03.2014 og umhverfisskýrslan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 14. maí til 25. júní 2014 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 25. júní 2014. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 42.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 07.05.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 20.03.2014 og umhverfisskýrslan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 14. maí til 25. júní 2014 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 25. júní 2014. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð tillöguna ásamt umhverfisskýrslu og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 42.gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.