Umhverfis- og framkvæmdanefnd

2. fundur 08. júlí 2014 kl. 17:00 - 20:16 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er Umhverfi og ásýnd og verður sá liður númer 1 í dagskránni.

1.Umhverfi og ásýnd

Málsnúmer 201407056

Til umræðu er umhverfi, ásýnd og umhverfi í sveitarfélaginu.
Kári Ólason og Dagur Skírnir Óðinsson sátu fundinn undir þessu lið.

Dagur og Kári fóru yfir stöðu mála varðandi umhverfi og ásýnd.
Nefndin þakkar veittar upplýsingar. Að öðru leiti er málið lagt fram til kynningar.

2.Beiðni um lóð fyrir spennistöð hjúkrunarheimilissins

Málsnúmer 201406065

Erindi í tölvupósti dagsett 18.06.2014 þar sem Magnús Ástþór Jónasson f.h. Rarik ohf. kt. 520269-2669 óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóðina sem spennistöðin fyrir hjúkrunarheimilið á að fara á. Einnig er óskað eftir að húsið verði staðsett með hnitum. Fyrir liggur tillaga um staðsetningu spennistöðvarinnar.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu um staðsetningu spennistöðvarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá og gera lóðarleigusamning vð RARIK ohf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Hjarðarhlíð 1, ósk um stöðuleyfi

Málsnúmer 201406121

Erindi í tölvupósti dagsett 27.05.2014 ar sem Elías Þór Elíasson kt.081061-5059 óskar eftir leyfi til að geyma lítið hús á lóð sinni Hjarðarhlíð 1.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu þar sem bygging sem þessi er byggingarleyfisskyld samkvæmt 2.3.1.gr. byggingarreglugerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um lóð.

Málsnúmer 201406115

Erindi í tölvupósti dagsett 30.06.2014 þar sem Hörður Þór Torfason fyrir hönd Íslenskt eldsneyti kt.660813-0470, óskar eftir lóð fyrir lífdíselstöð og rafmangsbílahleðslu á Egilsstöðum.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman upplýsingar um lausar lóðir sem henta starfseminni, kynna fyrir bréfritara og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulag námu á Kollsstaðamóum

Málsnúmer 201304022

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 07.05.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 20.03.2014 og umhverfisskýrslan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 14. maí til 25. júní 2014 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 25. júní 2014. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 42.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Kröflulína 3, 2014

Málsnúmer 201211010

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.02.2014 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu, sem sett var fram á uppdrætti dags. 21.01.2014 var auglýst skv. 31. gr. Skipulagslaga, frá 13.03.2014 til 25.04.2014 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 25.04.2014.
Eftirfarandi athugasemdir bárust við tillöguna:
1) Athugasemd dagsett 24.apríl 2014 frá Ólafi Valssyni.
2) Athugasemd dagsett 25.apríl 2014 frá Herði Einarssyni.
3) Athugasemd dagsett 24.apríl 2014 frá Eydísi Franzdóttur.
4) Athugasemd dagsett 23.apríl 2014 frá Sif Konráðsdóttur og viðauki við athugasemd dagsett 26.apríl 2014.
5) Athugasemd dagsett 24.apríl 2014 frá Sigvalda H. Ragnarssyni og Grétu D. Þórðardóttur.
6) Athugasemd dagsett 24.apríl 2014 frá Grétu D. Þórðardóttur.
7) Athugasemd dagsett 15.mars 2013 frá Aðalsteini Inga Jónssyni, Klausturseli, sem er ekki í tengslum við auglýsinguna.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum og framlagða greinargerð um afgreiðslu og vöktun. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 32.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulag Skútustaðahrepps.

Málsnúmer 201404158

Erindi í tölvupósti dagsett 02.07.2014 þar sem Bjarni Reykjalín, f.h. Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, vekur athygli á að nú er í auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Hjúkrunarheimili, umsókn um lagnaleið

Málsnúmer 201407042

Erindi í tölvupósti 03.07.2014 þar sem Ólafur Birgisson f.h. RARIK ohf. kt.520269-2669, óskar eftir lagnaleyfi fyrir strenglögn að nýrri spennistöð neðan hins nýja hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum. Meðfylgjandi er uppdráttur af lagnaleiðinni.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda. Nefndin leggur áherslu á að lagnaleiðinni verði skilað í sama ástandi og fyrir framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Hallormsstaður umsókn um lagnaleið

Málsnúmer 201407043

Erindi í tölvupósti dagsett 03.07.2014 þar sem Ólafur Birgisson f.h. RARIK ohf. kt.520269-2669, óskar eftir lagnaleyfi fyrir strenglögn á Hallormsstað ásamt færslu á spennistöð 51 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda. Nefndin beinir því til framkvæmdaraðila að valda sem minnstu raski og vera í samstarfi við landeiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Dæluskúr við Eyvindará.

Málsnúmer 201407048

Erindi í tölvupósti dagsett 04.07.2014 þar sem Óli Grétar Metúsalemsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.4706051110, óskar eftir byggingarleyfi fyrir dæluskúr við Eyvindará, samkvæmt meðfylgjandi yfirlitsmynd.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umhirða á veghelgunarsvæði

Málsnúmer 201407050

Til uræðu er umhirða á veghelgunarsvæðum Vegagerðarinnar.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til Vegagerðarinnar að sem fyrst verði lokið við að hreinsa brotnar snjó- og vegstikur meðfram veghelgunarsvæðum Vegagerðarinnar og koma fyrir nýjum. Nefndin lítur svo á að um sé að ræða öryggis- og umhverfismál. Nefndin óskar eftir því, að farið verði fyrr í þessa hreinsun á vorin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Úthlutun til styrkvega 2014

Málsnúmer 201406056

Fyrir liggur svar Vegagerðarinnar við umsókn dagsettri 15.apríl um fjárveitingu árið 2014 til styrkvega.

Lagt fram til kynningar.

13.Verkefni 9.bekkjar í samfélagsfræði v/umhverfismál.

Málsnúmer 201406119

Fyrir liggur verkefni, sem unnið var í 9. bekk í samfélagsfræði í Egilsstaðaskóla í vor. Markmiðið var að nemendur hugsuðu út hvað þeim þætti að helst þyrfti að laga í umhverfi sínu á Egilsstöðum.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar nemendum 9. bekkjar fyrir þarft verkefni og áhugaverðar tillögur. Nefndin mun hafa framkomnar hugmyndir til hliðsjónar við gerð starfsáætlana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Leiktæki, aðalskoðun

Málsnúmer 201109057

Til umræðu er aðalskoðun leiktækja á Fljótsdalshéraði.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að fá tilboð í aðalskoðun leiktækja og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Gjaldskrárbreytingar

Málsnúmer 201403112

Fyrir liggur tillaga um breytingu á "Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjald byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði". Málið var áður á dagskrá 09.04.2014.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Skógarsel gangbraut

Málsnúmer 201407003

Erindi í tölvupósti dagsett 27.06.2014 þar sem Erla Bryndís Ingadóttir kt.120166-4179 er með fyrirspurn um hvort til skoðunar sé að setja hraðahindrun í Skógarseli ofan við núverandi gangbraut. sjá meðfylgjandi skýringarmynd.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna. Nefndin samþykkir að vísa málinu til umferðaröryggishóps Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:16.