Umsókn um lóð.

Málsnúmer 201406115

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 2. fundur - 08.07.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 30.06.2014 þar sem Hörður Þór Torfason fyrir hönd Íslenskt eldsneyti kt.660813-0470, óskar eftir lóð fyrir lífdíselstöð og rafmangsbílahleðslu á Egilsstöðum.

Efitfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman upplýsingar um lausar lóðir sem henta starfseminni, kynna fyrir bréfritara og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 3. fundur - 23.07.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 30.06.2014 þar sem Hörður Þór Torfason fyrir hönd Íslensks eldsneytis kt.660813-0470, óskar eftir lóð fyrir lífdíselstöð og rafmangsbílahleðslu á Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá 08.07.2014. fyrir liggja upplýsingar um ósk umsækjanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir, að svæði merkt nr.2 á meðfylgjandi úrdrætti úr Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, verði skoðað sem fyrsti valkostur. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að lóðarblaði í samráði við umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.