Umhverfis- og framkvæmdanefnd

3. fundur 23. júlí 2014 kl. 17:00 - 19:52 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er Leiktæki, aðalskoðun og verður sá liður númer 24 í dagskránni.

1.Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201407099

Erindi dagsett 16.07.2014 þar sem Reynir Stefánsson kt.110339-2599, sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Leiktæki, aðalskoðun

Málsnúmer 201109057

Fyrir liggur tilboð frá Guðjóni Kristinssyni, hjá BSI á Íslandi,í árlega aðalskoðun leiktækja á Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 08.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar tilboðið, en þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2014 þá hafnar nefndin því.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að sá hluti reglugerðar um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, sem fjallar um aðalskoðun leiktækja, verði tekin til umræðu á vettvangi SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Steinholt, umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 201407113

Erindi í tölvupósti dagsett 17.07.2014 þar sem Ágúst Þór Margeirsson f.h. Ingvars Friðrikssonar kt.210671-4989, óskar efit leyfi til breytinga á efri hæð útihúss á jörðinni Steinholt 2, Fljótsdalshéraði. Fyrir liggja drög að teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir ofangreind áform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043

Til umræðu er merking gönguleiða meðan Ormsteiti stendur yfir. Um er að ræða svæðið sitthvorumegin við Fagradalsbrautina og merking gönguleiðar að Sláturhúsinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir ofangreind áform, en verði framkvæmd í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fyrirspurn ýmis rekstraratriði.

Málsnúmer 201407111

Lögð eru fram svör við fyrirspurn á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar framkomnar upplýsingar. Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman samninga um þrif stofnana og lista yfir þær fasteignir sveitarfélagsins sem heyra undir Eignasjóð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Eftirlitsskýrsla,Tjarnarland sýnataka

Málsnúmer 201407110

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 11.07.2014. Staður eftirlits er Tjarnarland og tilefnið er sýnataka.

Lagt fram til kynningar.

7.Ályktanir 9.fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA.

Málsnúmer 201407103

Lagðar eru fram ályktanir 9.fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftlags- og orkumál og málefni norðurslóða.

Lagt fram til kynningar. Nefndin bendir á að æskilegt sé að ný náttúruvernarnefnd fái málið til kynningar.

8.Hurðarbak, umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201407105

Erindi dagsett 16.07.2014 þar sem Grétar Mar Óðinson kt.280973-4919 og Svavar Gunnþórsson kt.151126-2359 sækja um stofnun fasteigna í fasteignaskrá samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umferðaröryggismál Fjóluhvammur/Fífuhvammur

Málsnúmer 201407101

Erindi í tölvupósti dagsett 09.07.2014 þar sem Ingvar Skúlason kt.280879-3129 óskar eftir að athugað verði hvort hljómgrunnur sé fyrir því að skilgreina svæðið við Fjóluhvamm og Fífuhvamm í Fellabæ sem vistgötu eða lækka hámarkshraða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til vinnuhóps um umferðaröryggismál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

Málsnúmer 201404128

Lögð eru fram samningsdrög um refaveiðar og yfirlit yfir endurgreiðsluhlutföll sveitarfélaga. Óskað er eftir ábendingum fyrir 25.ágúst n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir athugasemd við að meðaltal fjölda íbúa sé miðað við árin 2006-2010, en á því tímabili var mikil tímabundin fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Nefndin samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að hún beiti sér fyrir endurskoðun á þessum útreikningum.
Að öðru leyt lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083

Erindi dagsett 08.07.2014 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899 óskar eftir að mál fjarvarmaveitunnar á Eiðum verði tekið til umræðu að nýju og endurskoði ákvörðun fyrri bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að boða hagsmunaaðila til fundar til að fara yfir málið. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman upplýsingar um stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Hafrafell 2, ósk um umsögn

Málsnúmer 201407063

Lögfræðiþjónustunni ehf. f.h. Margrétar Brynjólfsdóttur kt.151255-0009 og Gunnars Smára Björgvinssonar kt.290655-4209 óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um lögbýlisrétt jarðarinnar Hafrafells 2, Fljótsdalshéraði, landnúmer 222001.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að Hafrafell 2 fái lögbýlisrétt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Unalækur lóð D7, umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201206119

Erindi í tölvupósti dagsett 15.07.2014 þar sem Sólmundur Oddsson kt.140867-5789 fyrir hönd landeigenda, sækir um bráðabirgðaleyfi fyrir hjólhýsi og vinnuskúr á lóðinni D7 við Unalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir hjólhýsi og vinnuskúr til eins árs samkvæmt gr.2.6.1 í Byggingarreglugerð.

Nefndin krefst þess að bygging sú sem staðsett er á lóðinni í óleyfi verði fjarlægð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Girðing milli tjaldsvæðis og mjólkurstöðvar.

Málsnúmer 201406123

Erindi í tölvupósti dagsett 21.05.2014 þar sem Lúðvík Hermannsson óskar eftir að sveitarfélagið setji upp varanlega girðingu milli tjaldsvæðisins og lóðar Auðhumlu svf. að Hamragerði 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa Hamragerði 1 um hugsanlegt samstarf um uppsetningu á girðingu á lóðamörkum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 131

Málsnúmer 1407010

Lagt fram til kynningar.

16.Samþykkt um umgengni og þrifnað.

Málsnúmer 201008037

Lögð er fram "Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Fjarðabyggð, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði og Sveitarfélaginu Hornafirði".


Lagt fram til kynningar.

17.Minkaleit við Jökulsá á Dal og þverár hennar.

Málsnúmer 201405163

Erindi dagsett 27.05.2014 þar sem Skúli Björn Gunnarsson kt.240370-3799 f.h. Veiðifélags Jökulsár á Dal, fer þess á leit að sveitarfélagið stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarár hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum veiðifélagsins ásamt samningsbundnum minkaveiðimönnum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Tippsvæði við Eyvindará

Málsnúmer 201407097

Til umræðu er tippsvæðið við Eyvindará og hvernig frágangi skal háttað á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að vinnureglum um tippsvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Umferðaröryggishópur

Málsnúmer 201407098

Velja á fulltrúa í Umferðaröryggishóp Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Árni Kristinsson, Páll Sigvaldason og Ágústa Björnsdóttir verði í Umferðaröryggishópnum og að Skipulags- og byggingarfulltrúi verði starfsmaður hópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Gjaldskrárbreytingar

Málsnúmer 201403112

Fyrir liggur tillaga um breytingu á "Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjald byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði". Málið var áður á dagskrá 09.04.2014 og 08.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur skiplags- og byggingarfulltrúa að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Dæluskúr við Eyvindará.

Málsnúmer 201407048

Erindi í tölvupósti dagsett 04.07.2014 þar sem Óli Grétar Metúsalemsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.4706051110, óskar eftir byggingarleyfi fyrir dæluskúr við Eyvindará, samkvæmt meðfylgjandi yfirlitsmynd. Málið var áður á dagskrá 08.07.2014. Rætt hefur verið við bréfritara um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Umsókn um lóð.

Málsnúmer 201406115

Erindi í tölvupósti dagsett 30.06.2014 þar sem Hörður Þór Torfason fyrir hönd Íslensks eldsneytis kt.660813-0470, óskar eftir lóð fyrir lífdíselstöð og rafmangsbílahleðslu á Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá 08.07.2014. fyrir liggja upplýsingar um ósk umsækjanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir, að svæði merkt nr.2 á meðfylgjandi úrdrætti úr Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, verði skoðað sem fyrsti valkostur. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að lóðarblaði í samráði við umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

23.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201406073

Erindi dagsett 12.06.2014, þar sem Óttar Steinn Magnússon kt.080289-2199 og Íris Sverrisdóttir kt.160890-3209, sækja um lóðina Bjarkasel 12, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda samkvæmt a) lið 3.greinar Samþykktar um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

24.Beiðni um umsögn vegna lögbýlis

Málsnúmer 201406059

Erindi móttekið 13.06.2014 þar sem Jón Runólfur Jónsson kt.200283-4309 og Marta Kristín Sigurbergsdóttir kt.100284-3919 óska eftir umsögn sveitarfélagsins vegna endurvakningar á lögbýlinu Hallbjarnarstaðir í Skriðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem aðeins Hallbjarnarstaðir landnúmer 157424, er skráð í fasteignaskrá og er skráð sem lögbýli, þá getur umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki tekið afstöðu til erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

24.1.Eyjólfsstaðaskógur 29, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201407051

Lagt fram til kynningar.

24.2.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201405149

Lagt fram til kynningar.

24.3.Umsókn um byggingarleyfi/hús og gestahús

Málsnúmer 201405127

Lagt fram til kynningar.

24.4.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar.

Málsnúmer 201407002

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:52.