Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

Málsnúmer 201404128

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 69. fundur - 06.05.2014

Fyrir liggja drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar frá Umhverfisstofnun. Markmiðið með áætluninni er að tryggja upplýsingaröflun og samráð við helstu hagsmunaaðila í þeim tilgangi að byggja upp enn betri grynn fyrir ákvarðanatöku um veiðar á ref til að lágmarka tjón af hálfu refsins í náinni framtíð.
Einnig liggja fyrir áætlanaform fyrir sveitarfélög vegna refaveið frá Umhverfisstofnun.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áætlun vegna refaveiða í sveitarfélaginu og senda til Umhverfisstofnunar fyrir 15. maí nk.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Fyrir liggja drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar frá Umhverfisstofnun. Markmiðið með áætluninni er að tryggja upplýsingaröflun og samráð við helstu hagsmunaaðila í þeim tilgangi að byggja upp enn betri grynn fyrir ákvarðanatöku um veiðar á ref til að lágmarka tjón af hálfu refsins í náinni framtíð.
Einnig liggja fyrir áætlanaform fyrir sveitarfélög vegna refaveiði frá Umhverfisstofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn bæjarstjóra að láta vinna áætlun vegna refaveiða í sveitarfélaginu og senda til Umhverfisstofnunar fyrir 23. maí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 3. fundur - 23.07.2014

Lögð eru fram samningsdrög um refaveiðar og yfirlit yfir endurgreiðsluhlutföll sveitarfélaga. Óskað er eftir ábendingum fyrir 25.ágúst n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir athugasemd við að meðaltal fjölda íbúa sé miðað við árin 2006-2010, en á því tímabili var mikil tímabundin fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Nefndin samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að hún beiti sér fyrir endurskoðun á þessum útreikningum.
Að öðru leyt lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 11.08.2014

Lögð eru fram samningsdrög um refaveiðar og yfirlit yfir endurgreiðsluhlutföll sveitarfélaga. Óskað er eftir ábendingum fyrir 25.ágúst n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir athugasemd við að í útreikningum á framlögum ríkisins til sveitarfélaga vegna refaveiða er í forsendum miðað við meðaltal fjölda íbúa árin 2006-2010, en á því tímabili var mikil tímabundin fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Bæjarráð telur eðlilegra að miðað verði við íbúafjölda undangengins árs, eins og algengast er þegar verið er að reikna út ýmsar tekjur og gjöld sveitarfélaga.
Jafnframt andmælir bæjarráð því að framlög ríkisins til refaveiða nemi ekki hærri upphæð en frá 10 til 33 prósentum af kostnaði sveitarfélaga, samkvæmt því sem fram kemur í fyrirliggjandi drögum
Bæjarráð samþykkir að óskað verði efir endurskoðun á þessum útreikningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 4. fundur - 13.08.2014

Lögð eru fram drög að áætlun um refaveiðar 2014-2016, unnið af Umhverfisstofnun. Markmiðið er að bæta nýtingu og umgjörð þess fjármagns sem veitt er til refaveiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við drögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 201. fundur - 20.08.2014

Lögð eru fram drög að áætlun um refaveiðar 2014-2016, unnið af Umhverfisstofnun. Markmiðið er að bæta nýtingu og umgjörð þess fjármagns sem veitt er til refaveiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki frekari athugasemd við drögin en þegar hefur verið gert.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 5. fundur - 27.08.2014

Lagt er fram svar Umhverfisstofnunar við tölvupósti dagsett 15.júlí 2014, um flokkun sveitarfélaga vegna endurgreiðslu kostnaðar við refaveiðar.


Lagt fram til kynningar