Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

201. fundur 20. ágúst 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Sigrún Harðardóttir bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því að fá að bæta einu máli á dagskrána. Er það liðurinn Sannleiksnefndin og var það samþykkt samhljóða

1.

Málsnúmer

1.1.Mánatröð 8, umsókn um sameiningu

Málsnúmer 201408030

Erindi dagsett 06.08.2014 þar sem Stefán Bragason kt.170453-5579 óskar eftir leyfi til að sameina tvær parhúsaíbúðir, Mánatröð 8a og 8b, Egilsstöðum í eina íbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skiplags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Sannleiksnefndin

Málsnúmer 201405061

Sannleiksnefnd um Lagarfljótsorminn hefur verið kölluð saman til fundar og mun fundurinn fara fram í félagsheimilinu að Iðavöllum, laugardaginn 23. ágúst kl. 15:00. Áður en fundurinn verður haldin mun nefndin fara í stutta vettvangsferð að Lagarfljóti. Niðurstaða af fundi nefndarinnar mun verða kynnt formlega í Hreindýraveislu Ormsteitis, sem fram fer þá um kvöldið.

Vegna forfalla í hópi nefndarmanna þarf að kalla til varamenn til starfa í nefndinni.

Til máls tók Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti málið frekar og fylgdi neðangreindri tillögu úr hlaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi skipan Sannleiksnefndarinnar:

Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi, formaður
Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar
Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs
Anna Alexandersdóttir, bæjarfulltrúi
Jónína Rós Guðmundsdóttir, fv. alþingismaður
Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur
Rán Þórarinsdóttir, líffræðingur
Hlynur Gauti Sigurðsson, landslagsarkitekt og myndatökumaður
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, þjóðfræðingur
Dagur Skírnir Óðinsson félagsfræðingur.
Þorvaldur P. Hjarðar, svæðisstjóri
Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri
Arngrímur Vídalín, miðaldafræðingur

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 262

Málsnúmer 1408005

Fundargerðin lögð fram.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 261

Málsnúmer 1408003

Fundargerðin lögð fram.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260

Málsnúmer 1407011

Fundargerðin lögð fram.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 259

Málsnúmer 1407003

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Umsókn um lagningu háspennustrengs

Málsnúmer 201408051

Erindi í tölvupósti dagsett 12.08. 2014 þar sem Ólafur Birgisson f.h. Rarik ohf kt.520269-2669 óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs frá aðveitustöð við Eyvindará að norðurbrún Fjarðarheiðar, samkvæmt framlögðum uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Bæjarstjórn bendir á að afla þarf samþykkis landeiganda fyrir lagnaleiðinni. Bæjarstjórn leggur áherslu á að frágangur verði með þeim hætti að ekki verði varanleg breyting á ásýnd svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.UogF fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201408040

Í vinnslu.

6.3.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036

Í vinnslu.

6.4.Stóra-Sandfell deiliskipulag

Málsnúmer 201406091

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Stóra Sandfell vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, samkvæmt 40. gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30. gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.5.Kaldá deiliskipulag

Málsnúmer 201312056

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Kaldá 1, Völlum vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30. gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Hvammur II, aðalskipulags-breyting

Málsnúmer 201408031

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Hvamm II, vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30. gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.7.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Eyvindará II, vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30. gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 4

Málsnúmer 1408004

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 1.5, 1.9, 1.10 og 1.11. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.5 og Árni Kristinsson, sem ræddi liði 1.5 og 1.9.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Eyvindará lóðir 3 og 13.

Málsnúmer 201408029

Erindi dagsett 31.07.2014 þar sem Anna Birna Snæþórsdóttir kt.091048-4189 og Vernharður Vilhjálmsson kt.030539-3469 óska eftir staðfestingu um lítilsháttar breytingu á lóðamörkum lóðanna Eyvindará lóð 3 og 13. Fyrir liggur nýtt lóðablað dagsett 31.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við breytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201405156

Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var fyrirkomulag snjóhreinsunarútboðs. Fyrir liggur minnisblað gert af VERKÍS.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna samkvæmt lið 4.2 í minnisblaðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

Málsnúmer 201404128

Lögð eru fram drög að áætlun um refaveiðar 2014-2016, unnið af Umhverfisstofnun. Markmiðið er að bæta nýtingu og umgjörð þess fjármagns sem veitt er til refaveiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki frekari athugasemd við drögin en þegar hefur verið gert.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201401162

Lögð er fram frumkostnaðaráætlun fyrir viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum dagsett 07.02.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hefja vinnu vegna byggingar áhaldageymslu við íþróttahúsið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Gerð landbótaáætlana

Málsnúmer 201407100

Lagt fram til kynningar.

7.6.Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201407021

Í vinnslu.

7.7.Blöndubakki stofnun lóðar

Málsnúmer 201407116

Erindi dagsett 14.07.2014 þar sem Óskar Páll Óskarsson f.h. Jarðeigna ríkisins kt.680981-1759, óska eftir stofnun fasteignar samkvæmt 14. gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna fasteignina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.8.Fiskúrgangur til áburðar

Málsnúmer 201408028

Erindi í tölvupósti dagsett 24.07.2014 frá Eymundi Magnússyni kt.040955-3219, vegna vinnslu á fiskúrgangi frá Haustaki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu hvað viðkemur beinum fjárhagslegum stuðningi, en er reiðubúin til viðræðu um stuðning með öðrum hætti ef óskað er eftir því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.9.Vegur að lóð Eyvindará lóð 3

Málsnúmer 201408026

Erindi í tölvupósti dagsett 31.07.2014 þar sem Jón Björgvin Vernharðsson f.h.Önnu Birnu Snæþórsdóttur og Vernharðs Vilhjálmssonar, óskar eftir samþykki fyrir því að nota fyrirhugaðan reiðveg sem heimreið að lóðunum Eyvindará lóð 3 og 13.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við áform bréfritara, en bendir á að hafa skal samráð við eigendur Randabergs og Eyvindarár. Bæjarstjórn leggur áherslu á að vinnu við deiliskipulag af svæðinu verði hraðað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.10.Vegaframkvæmdir við Langadalsá og Innsta Rjúkanda

Málsnúmer 201408025

Erindi í tölvupósti dagsett 05.08.2014 þar sem Guðjón Magnússon f.h. Vegagerðarinnar tilkynnir um öryggisaðgerðir við Langadalsá og við Kollseyru. Óskað er eftir heimild til að taka allt að 650 m3 af efni úr námu merkt með stjörnu á meðfylgjandi uppdrætti. Einnig er óskað eftir heimild til að taka efni úr opinni námu við Gilsá, til að laga veginn við Innsta Rjúkanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda. Bæjarstjórn leggur áherslu á að gengið verði snyrtilega frá námunum í verklok.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.11.Girðingar meðfram vegum

Málsnúmer 201408024

Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var verklag við úttektir á girðingum meðfram vegum. Fyrir liggur skrá yfir úttektir fyrir árið 2011.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir staðfestingu viðkomandi landeiganda, um að lokið hafi verið við viðhald girðinga samkvæmt reglugerð nr. 325/1995 um girðingar með vegum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.12.Minkaleit við Jökulsá á Dal og þverár hennar.

Málsnúmer 201405163

Í vinnslu.

Fundi slitið.