Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfmanni að kalla eftir umsögn frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Heilbrigðiseftirlitinu.
Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlanda og Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Málið var áður á dagskrá 13.08.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að teknu tilliti til umsagnar HAUST er ljóst að miðað við núverandi skilgreiningu í meðfylgjandi starfsleyfi HEF ehf., mun HAUST ekki samþykkja fyrirhugaða framkvæmd. Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að skoðað verði hvor hægt er að breyta skilgreiningu á grannsvæði vegna starfsleyfisins.
Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlanda og Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 13.08.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að teknu tilliti til umsagnar HAUST er ljóst að miðað við núverandi skilgreiningu í meðfylgjandi starfsleyfi HEF ehf., mun HAUST ekki samþykkja fyrirhugaða framkvæmd. Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að skoðað verði hvor hægt er að breyta skilgreiningu á grannsvæði vegna starfsleyfisins.
Fyrir liggur tillaga um afmörkun vatnsverndarsvæða við Urriðavatn. Tillagan er unnin af Íslenskum orkurannsóknum. Málið var áður á dagskrá 27.08.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur starfsmanni að halda áfram með vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn.
Fyrir liggur tillaga um afmörkun vatnsverndarsvæða við Urriðavatn. Tillagan er unnin af Íslenskum orkurannsóknum. Málið var áður á dagskrá 27.08.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur starfsmanni nefndarinnar að halda áfram með vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn.
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Urriðavatn.
Þórhallur Harðarson vék af fundi kl. 19:45
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga.
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Urriðavatn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40. gr. skipulagslaga.
Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnislýsingu fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna baðstaðar við sunnanvert Urriðavatn. Samhliða verður auglýst deiliskipulag fyrir baðstaðinn. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags. 05.01.2015. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar vegna framkominna athugasemda.
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags.1.apríl 2015 og felur m.a. í sér að við greinargerðina er bætt kafla 9.22 afþreyingar og ferðamannasvæði AF1 baðstaður við Urriðavatn, jafnframt er breytt landnotkun eins og fram kemur í tillögunni. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga nr.123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr.Skipulagslaga. Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urriðavatn.
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags.1. apríl 2015 og felur m.a. í sér að við greinargerðina er bætt kafla 9.22 afþreyingar og ferðamannasvæði AF1 baðstaður við Urriðavatn. Jafnframt er breytt landnotkun eins og fram kemur í tillögunni. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr.123/2010. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv.31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv. 30. gr. Skipulagslaga. Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urriðavatn.
Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnislýsingu fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Erindið var einnig á dagskrá 2. fundar náttúruverndarnefndar þann 12. janúar 2015.
Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.
Smþykkt með tveimur atkvæðum, einn situr hjá (LÞ).
Leifur lætur bóka eftirfarandi: Ég tel að rennsli út í Urriðavatn verði alltaf meira en 4 l/s og þess vegna séu forsendur fyrir umsögn Veiðimálastofnunar um mat á áhrifum á lífríki Urriðavatns brostnar.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um deiliskipula. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. apríl 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015. Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um deiliskipulag. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. apríl 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015. Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06.2015.
Fyrir liggur breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 9.júlí 2015, þar sem brugðist hefur verið við framkomnum athugasemdum ásamt tillagu að svörum við þeim.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga ásamt svörum við athugasemdum verði samþykkt og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 2.mgr.32.gr.skipulagslaga.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um deiliskipulag. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. apríl 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06. 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06. 2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015. Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06. 2015.
Fyrir liggur breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 9. júlí 2015, þar sem brugðist hefur verið við framkomnum athugasemdum ásamt tillögu að svörum við þeim.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlagða tillögu ásamt svörum við athugasemdum og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfmanni að kalla eftir umsögn frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Heilbrigðiseftirlitinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.