Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 4. fundur - 13.08.2014

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfmanni að kalla eftir umsögn frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Heilbrigðiseftirlitinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 5. fundur - 27.08.2014

Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlanda og Hitaveitu Egilsstaða og Fella.
Málið var áður á dagskrá 13.08.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að teknu tilliti til umsagnar HAUST er ljóst að miðað við núverandi skilgreiningu í meðfylgjandi starfsleyfi HEF ehf., mun HAUST ekki samþykkja fyrirhugaða framkvæmd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að skoðað verði hvor hægt er að breyta skilgreiningu á grannsvæði vegna starfsleyfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 03.09.2014

Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlanda og Hitaveitu Egilsstaða og Fella.
Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 13.08.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að teknu tilliti til umsagnar HAUST er ljóst að miðað við núverandi skilgreiningu í meðfylgjandi starfsleyfi HEF ehf., mun HAUST ekki samþykkja fyrirhugaða framkvæmd.
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að skoðað verði hvor hægt er að breyta skilgreiningu á grannsvæði vegna starfsleyfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10. fundur - 22.10.2014

Fyrir liggur tillaga um afmörkun vatnsverndarsvæða við Urriðavatn. Tillagan er unnin af Íslenskum orkurannsóknum. Málið var áður á dagskrá 27.08.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur starfsmanni að halda áfram með vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Fyrir liggur tillaga um afmörkun vatnsverndarsvæða við Urriðavatn. Tillagan er unnin af Íslenskum orkurannsóknum. Málið var áður á dagskrá 27.08.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur starfsmanni nefndarinnar að halda áfram með vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12. fundur - 26.11.2014

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Urriðavatn.

Þórhallur Harðarson vék af fundi kl. 19:45

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði við Urriðavatn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 2. fundur - 12.01.2015

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnislýsingu fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna baðstaðar við sunnanvert Urriðavatn. Samhliða verður auglýst deiliskipulag fyrir baðstaðinn. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags. 05.01.2015. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar vegna framkominna athugasemda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags.1.apríl 2015 og felur m.a. í sér að við greinargerðina er bætt kafla 9.22 afþreyingar og ferðamannasvæði AF1 baðstaður við Urriðavatn, jafnframt er breytt landnotkun eins og fram kemur í tillögunni. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga nr.123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr.Skipulagslaga.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urriðavatn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags.1. apríl 2015 og felur m.a. í sér að við greinargerðina er bætt kafla 9.22 afþreyingar og ferðamannasvæði AF1 baðstaður við Urriðavatn. Jafnframt er breytt landnotkun eins og fram kemur í tillögunni. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv.31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv. 30. gr. Skipulagslaga.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urriðavatn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 3. fundur - 22.04.2015

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um verkefnislýsingu fyrir Urriðavatn vegna ylstrandar og fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Erindið var einnig á dagskrá 2. fundar náttúruverndarnefndar þann 12. janúar 2015.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Smþykkt með tveimur atkvæðum, einn situr hjá (LÞ).

Leifur lætur bóka eftirfarandi:
Ég tel að rennsli út í Urriðavatn verði alltaf meira en 4 l/s og þess vegna séu forsendur fyrir umsögn Veiðimálastofnunar um mat á áhrifum á lífríki Urriðavatns brostnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um deiliskipula. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. apríl 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015.
Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015.

Málinu frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28. fundur - 29.07.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um deiliskipulag. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. apríl 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06.2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06.2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015.
Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06.2015.

Fyrir liggur breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 9.júlí 2015, þar sem brugðist hefur verið við framkomnum athugasemdum ásamt tillagu að svörum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga ásamt svörum við athugasemdum verði samþykkt og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 2.mgr.32.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 305. fundur - 10.08.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um deiliskipulag. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. apríl 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06. 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06. 2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015.
Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06. 2015.

Fyrir liggur breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 9. júlí 2015, þar sem brugðist hefur verið við framkomnum athugasemdum ásamt tillögu að svörum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlagða tillögu ásamt svörum við athugasemdum og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.