Umhverfis- og framkvæmdanefnd

14. fundur 15. janúar 2015 kl. 17:00 - 20:16 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveimur málum sem eru deiliskipulag Miðás og Almenningssamgöngur 2015 og verða þeir liðir númer 18 og 19.

1.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

Málsnúmer 201501050

Umræða um snjómokstur og hálkuvarnir. Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar forstöðumanni fyrir upplýsingarnar. Nefndin samþykkir að halda skuli óbreyttu þjónustustigi og leggur áherslu á að samið verði við bændur um að ryðja tilteknar heimreiðar. Forstöðumanni falið að láta uppfæra snjóhreinsunarkortin og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tjarnarland, umsögn sveitarfélagsins

Málsnúmer 201401127

Lögð er fram umsögn sveitarfélagsins vegna breytingu á framkvæmd sorpurðunar í landi Tjarnarlands.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerð 120. fundar heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201412053

Lögð er fram fundargerð 120. fundar heilbrigðisnefndar Austurlands dags. 10.12.2014.

Lagt fram til kynningar.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 134

Málsnúmer 1412014

Lögð er fram fundrgerð 134. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 31.12.2014.

Lagt fram til kynningar

4.1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201412065

Lagt fram til kynningar

4.2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201412062

Lagt fram til kynningar

4.3.Mánatröð 8, umsókn um sameiningu

Málsnúmer 201408030

Lagt fram til kynningar

4.4.Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging við Valaskjálf

Málsnúmer 201411109

Lagt fram til kynningar

4.5.Umsókn um byggingarleyfi /Sumarhús 2

Málsnúmer 201410129

Lagt fram til kynningar

4.6.Umsókn um byggingarleyfi/Sumarhús 3

Málsnúmer 201410130

Lagt fram til kynningar

5.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna baðstaðar við sunnanvert Urriðavatn. Samhliða verður auglýst deiliskipulag fyrir baðstaðinn. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags. 05.01.2015. Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 30.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar vegna framkominna athugasemda.

6.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Ylströnd við Urriðavatn, Fljótsdalshéraði. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 05.01.2015 og felur m.a. í sér skipulag fyrir ylströnd við Urriðavatn, Fljótsdalshéraði.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar vegna framkominna athugasemda.

7.Hátungur deiliskipulag

Málsnúmer 201411055

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði.Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 02.01.2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu dagsett 01.11.2013 og felur m.a. í sér skipulag fyrir landvarðarhús, salernisaðstöðu.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Kröflulína 3, 2014

Málsnúmer 201211010

Lögð er fram breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Kröflulína 3 þar sem brugðist hefur verið við athugaqsemdum skipulagsstofnunar í erindi dagsett 17.12.2014. Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til meðferðar samkvæmt 32.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Hvammur II, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201408031

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 09.01.2015, tillagan felur m.a. í sér að við töflu 2, kafla 9.8 í greinargerð aðalskipulagsins, þar sem fjallað er um frístundabyggð, bætist ein lína: F61 Hvammur 2. Jafnframt er bætt við hringtákni á sveitarfélagsuppdrátt B sem sýnir staðsetningu ákvæðisins og aðkomuleið sýnd. Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan hefur verið leiðrétt vegna athugasemda Skiplagsstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Grímsárvirkjun deiliskipulag

Málsnúmer 201411072

Lögð er fram greinargerð (skipulagslýsing) vegna deiliskipulags fyrir Grímsárvirkjun, vegna áforma um byggingu aðveitustöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fyrirhuguð niðurfelling Fremri-Galtastaðavegar af vegaskrá

Málsnúmer 201409115

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu Fremri Galtastaðavegar nr. 927-01, af vegaskrá.
Málið var áður á dagskrá 08.10.2014.
Fyrir liggur erindi frá Vegagerðinni dagsett 30.12.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í afgreiðslu nefndarinnar frá 08.10.2014. Nefndin leggur áherslu á að ákvörðunin um niðurfelling verði dregin til baka þegar starfsemi hefst á Galtastöðum Fram.
Gæta þarf þess að niðurfellingin verði ekki til þess að hindra að starfsemin hefjist að nýju.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195

Erindi dagsett 19.12.2014 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011.

Málið er í vinnslu

13.Samkomulag, samstarf um Endurvinnslukort

Málsnúmer 201412079

Fyrir liggja gögn frá Náttúran er ehf. Þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt og jafnframt óskað eftir samstarfi um endurvinnslukortið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar og felur starfsmanni að kalla eftir frekari gögnum til upplýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Hraðatakmörkun á Eiðum

Málsnúmer 201501051

Erindi í tölvupósti dagsett 25.11.2014 þar sem Kristmundur Magnússon kt.010979-4719 gerir athugasemd við hraðakstur í gegn um þéttbýlið á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til umferðaröryggishóps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Skýrsla um neysluveitu /Vallarhús á Vilhjálmsvelli

Málsnúmer 201412037

Lögð er fram skýrsla um neysluveitu Vallarhússins á Vilhjálmvelli dagsett 28.11.2014.

Lagt fram til kynningar.

16.Matslýsing vegna Kerfisáætlunar 2015-2024

Málsnúmer 201501014

Fyrir liggur erindi frá Landsnet hf. kt.580804-24109 þar sem vakin er athygli á matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2015-2024, sem aðgengileg er á heimasíðu fyrirtækisins landsnet.is.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um áform sveitarfélagsins um atvinnuuppbyggingu skv. aðalskipulagsáætlunum eða annarri stefnumörkun sem liggur fyrir. Fyrst og fremst er óskað eftir upplýsingum um orkufreka starfsemi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd er ekki kunnugt um nein áform um orkufrekan iðnað í sveitarfélaginu. Hins vegar skal á það bent að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er gert ráð fyrir svæðum sem hentað gæti undir slíka starfsemi.

Nefndin vekur jafnframt athygli á því að núverandi staða á afhendingu raforku á Fljótsdalshéraði er óviðunandi og hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja og hamlar almennri atvinnuppbyggingu. Nefndin telur afar brýnt að tryggð verði meiri raforka inn á svæðið til nauðsynlegra fjárfestinga í atvinnulífinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umsókn um tímabundið áfengisleyfi

Málsnúmer 201412080

Erindi í tölvupósti dagsett 19.12.2014 þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um tímabundið áfengisleyfi. Umsækjandi er Kaffi Egilsstaðir ehf. kt.660112-0730, ábyrgðarmaður er Björn Sigtryggsson kt.101166-5119, starfsstöð er Kaffi Egilsstaðir, Kaupvangur 17 700 Egilsstaðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd mælir með veitingu leyfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Deiliskipulag Miðás(Suður,Brúnás)

Málsnúmer 201412031

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi,Deiliskipulag Miðás (suður, Brúnás), sem afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags.13.05.2015 og felur í sér breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta Miðáss og Brúnáss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis og framkvæmdanefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulaginu fyrir Miðás og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði sett í grenndarkynningu samkvæmt 43.gr.Skipulagslaga nr. 123/2010, þegar gerðar hafa verið viðeigandi leiðréttingar á texta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Almenningssamgöngur 2015

Málsnúmer 201501086

Lögð eru fram drög að samningi um akstur almenningssamgangna 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðan samning og felur starfsmanni að ljúka málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:16.