Deiliskipulag Miðás(Suður,Brúnás)breyting

Málsnúmer 201412031

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 13. fundur - 10.12.2014

Fyrir liggur breyting á deiliskipulagi Miðás (suður og Brúnás), eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti og í skipulags- og byggingarskilmálum.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi,Deiliskipulag Miðás (suður, Brúnás), sem afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags.13.05.2015 og felur í sér breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta Miðáss og Brúnáss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis og framkvæmdanefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulaginu fyrir Miðás og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði sett í grenndarkynningu samkvæmt 43.gr.Skipulagslaga nr. 123/2010, þegar gerðar hafa verið viðeigandi leiðréttingar á texta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Deiliskipulag Miðás (suður, Brúnás), sem afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 13.01. 2015 og felur í sér breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta Miðáss og Brúnáss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdanefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulaginu fyrir Miðás.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir
bæjarstjórn að tillagan verði sett í grenndarkynningu samkvæmt 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, þegar gerðar hafa verið viðeigandi leiðréttingar á texta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 18. fundur - 25.02.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Deiliskipulag Miðás (suður) og Brúnás, sem afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags.13.05.2015 og felur í sér breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta Miðáss og Brúnáss. Málið var áður á dagskrá 15.01.2015. Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir borist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Deiliskipulag Miðás (suður) og Brúnás, sem afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags.13.01. 2015 og felur í sér breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta Miðáss og Brúnáss. Málið var áður á dagskrá 15.01. 2015. Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir borist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Lögð er fram leiðrétt tillaga að deiliskipulagi fyrir Miðás (suður) og Brúnás, vegna ábendingar frá Skipulagsstofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Lögð er fram leiðrétt tillaga að deiliskipulagi fyrir Miðás (suður) og Brúnás, vegna ábendingar frá Skipulagsstofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.