Umhverfis- og framkvæmdanefnd

18. fundur 25. febrúar 2015 kl. 17:00 - 21:07 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur málum við dagskrána sem eru Grímsárvirkjun deiliskipulag og deiliskipulag fyrir Miðás (suður) og Brúnás og verða þeir liðir númer 19 og 20 í dagskránni.

1.Vinnuskóli 2015

Málsnúmer 201501203

Til umræðu er fyrirkomulag Vinnuskólans 2015, skipulag, laun o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hækka laun í Vinnuskólanum um 5%.
Nefndin leggur áherslu á að launkostnaður verði innan áætlunar ársins 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samkomulag, samstarf um Endurvinnslukort

Málsnúmer 201412079

Fyrir liggja gögn frá Náttúran er ehf. Þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt og jafnframt óskað eftir samstarfi um endurvinnslukortið. Málið var áður á dagskrá 15.01.2015. Fyrir liggur tölvupóstur þar sem hægt er að nálgast kynningargögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar þátttöku í samstarfi um endurvinnslukortið að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd starfsáætlun 2015

Málsnúmer 201502037

Lögð er fram starfsáætlun fyrir árið 2015. Málið var áður á dagskrá 19.02.2015.

Í vinnslu.

4.Fundargerð 120. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201502099

Lögð er fram fundargerð 120. fundar heilbrigðisnefndar Austurlands 12.02.2015.

Lagt fram til kynningar.

5.Landbótasjóður, fundargerðir og ársreikningur 2014.

Málsnúmer 201502074

Lagðar er fram 70., 71., 72. og 73. fundargerðir Landbótasjóðs ásamt ársreikningi 2014.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundir Náttúrustofu Austurlands 2015

Málsnúmer 201501198

Lagðar eru fram fundargerðir 1. og 2. stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands 07.01 og 13.02.2015.

Lagt fram til kynningar.

7.Bjarkasel 16, staðsetning bílskúrs

Málsnúmer 200909092

Erindi dagsett 09.02.2015 þar sem Erlendur Kristjánsson f.h. Íbúðalánasjóðs fer fram á að afstaða umhverfis- og frakmvæmdanefndar verði endurskoðuð um að láta færa bílskúrinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags-og umhverfisfulltrúa að leita álits lögfræðings um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum 512. mál.

Málsnúmer 201502076

Erindi í tölvupósti dagsett 10.02.2015 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. umhverfis- og samgöngunefnar Alþingis óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um ofangreint frumvarp.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Frumvarp til laga um náttúrupassa 455. mál.

Málsnúmer 201502062

Erindi í tölvupósti dagsett 09.02.2015 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. atvinnuveganefndar Alþingis óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um ofangreint frumvarp.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í ljósi þess að umsagnafrestur er liðinn gerir Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki athugasemdir við frumvarpið, en bendir á athugasemdir Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um leyfi fyrir uppsetningu húsa til gistingar.

Málsnúmer 201502137

Erindi í tölvupósti dagsett 11.02.2014 þar sem Björn Sigtryggsson kt.1011665119 fyrir hönd Kaffi Egilsstaða, óskar eftir að setja upp tvö lítil hús á grasblettinum bak við Kaffi Egilsstaðir. Stærð hvors húss u.þ.b. 15 m2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu, Þar sem gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæ Egilsstaða leyfir ekki slíkar byggingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Merkingar vega í Skriðdal

Málsnúmer 201502136

Erindi í tölvupósti dagsett 09.02.2015 Þar sem Björn Kristinsson vekur athygli á, að það vanti merkingar við afleggjara heim að nokkrum bæjum, af nýja þjóðveginum í Skriðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera tillögu um merkingar við afleggjara í Skriðdal ásamt kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Gufubað í íþróttahúsið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201502026

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um málið á fundi þann 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta gera kostnaðaráætlun og koma með tillögu að útfærslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Hallbjarnarstaðir, umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201501130

Erindi dagsett 17.02.2015 þar sem Magnús Karlsson kt.190752-4379 óskar eftir stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteignar. fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur starfsmanni að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124

Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að veitt er tímabundin undanþága frá starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi. Undanþágan er bundin skilyrðum sem lýst er í meðfylgjandi bréfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefn samþykkir að fela starfmanni að hefja undirbúnig að framkvæmdum til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 201502091

Erindi í tölvupósti dagsett 12.02.2015 þar sem Andri Guðlaugsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á lóð Hitaveitunnar við Ekkjufellssel Hef 3 nr. 217-3250 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Nýting seyru til uppgræðslu á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201502080

Fyrir liggur hugmynd að nýtingu á seyru til landgræðslu á Fljótsdalshéraði. Meðfylgjandi er kort þar sem bent er á nokkra valda staði til uppgræðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið.
Nefndin bendir á að rekstur fráveitukerfisins er á höndum Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Búnaðarfélag Hjaltastaðaþinghár, fundargerð

Málsnúmer 201502140

Fyrir liggur fundargerð frá síðasta fundi Búnaðarfélags Hjaltastaðaþinghár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkar að gerð verði kostnaðaráætlun fyrir þær hugmyndir sem fram koma í fundargerðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Göng undir Fjarðarheiði

Málsnúmer 201502111

Erindi frá Vegagerðinni dagsett 16.02.2015 þar sem óskað er eftir að við gerð skipulags á Fljótsdalshéraði verði möguleikum fyrir munnum Fjarðarheiðarganga ásamt athafna- og vegsvæðum, haldið opnum á meðan ákvörðun um staðsetningu jarðganga liggur ekki fyrir. Meðfylgjandi eru loftmyndir sem sýna áætlaða staðsetningu jarðgangamunna, vega að þeim og svæða við gangamunna sem þarf vegna jarðgangagerðarinnar ásamt greinargerð um valkosti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn, að boðaður verði fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar þar sem hugmyndir og áætlanir Vegagerðarinnar verði kynntar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána, sem er Grímsárvirkjun deiliskipulag og verður sá liður númer 19 í dagskránni.

19.Grímsárvirkjun deiliskipulag

Málsnúmer 201411072

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 14.11.2014 og felur m.a. í sér skipulag fyrir aðveitustöð á landinu og er afmörkuð lóð fyrir hana í tillögunni.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Deiliskipulag Miðás(Suður)og Brúnás

Málsnúmer 201412031

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Deiliskipulag Miðás (suður) og Brúnás, sem afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags.13.05.2015 og felur í sér breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta Miðáss og Brúnáss. Málið var áður á dagskrá 15.01.2015. Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir borist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:07.