Samkomulag, samstarf um Endurvinnslukort

Málsnúmer 201412079

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Fyrir liggja gögn frá Náttúran er ehf. Þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt og jafnframt óskað eftir samstarfi um endurvinnslukortið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar og felur starfsmanni að kalla eftir frekari gögnum til upplýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 18. fundur - 25.02.2015

Fyrir liggja gögn frá Náttúran er ehf. Þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt og jafnframt óskað eftir samstarfi um endurvinnslukortið. Málið var áður á dagskrá 15.01.2015. Fyrir liggur tölvupóstur þar sem hægt er að nálgast kynningargögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar þátttöku í samstarfi um endurvinnslukortið að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Fyrir liggja gögn frá Náttúran er ehf. Þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt og jafnframt óskað eftir samstarfi um endurvinnslukortið. Málið var áður á dagskrá 15.01. 2015. Fyrir liggur tölvupóstur þar sem hægt er að nálgast kynningargögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn þátttöku í samstarfi um endurvinnslukortið að svo stöddu.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég kýs að sitja hjá við atkvæðagreiðslu undir þessum lið því ég tel fulla ástæðu til að skoða málið nánar. Þarna getur verið um að ræða athyglisverða og heppilega leið til að auka upplýsingaflæði til íbúa um þennan málaflokk. Ég vil hvetja til þess að menn skoði málið nánar í framhaldinu, meti reynslu annarra sveitarfélaga, til dæmis Djúpavogshrepps, og kanni hvort ekki sé ástæða til þess að taka kerfið upp hjá sveitarfélaginu, þó síðar verði.