Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að veitt er tímabundin undanþága frá starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi. Undanþágan er bundin skilyrðum sem lýst er í meðfylgjandi bréfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefn samþykkir að fela starfmanni að hefja undirbúnig að framkvæmdum til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að veitt er tímabundin undanþága frá starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi. Undanþágan er bundin skilyrðum sem lýst er í meðfylgjandi bréfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að hefja undirbúning að framkvæmdum til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru.
Til umræðu er möguleg samvinna við Seyðisfjörð og Fljótsdalshrepp um úrgangsmál (sorphirðu). Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 11.02.2015 frá Vilhjálmi Jónssyni Seyðisfirði og tölvupóstur dagsettur 11.03.2015 frá Gunnþórunn Ingólfsdóttur Fljótsdalshreppi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að höfð verði samvinna við Seyðisfjarðarkaupstað og Fljótsdalshrepp um úrgangsmál. Nefndin bendir á að við gerð útboðsgagna vegna sorphirðu þarf að liggja fyrir með hvaða hætti þessi sveitarfélög komi að verkefninu.
Til umræðu er möguleg samvinna við Seyðisfjörð og Fljótsdalshrepp um úrgangsmál (sorphirðu). Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 11.02. 2015 frá Vilhjálmi Jónssyni Seyðisfirði og tölvupóstur dagsettur 11.03. 2015 frá Gunnþórunn Ingólfsdóttur Fljótsdalshreppi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að höfð verði samvinna við Seyðisfjarðarkaupstað og Fljótsdalshrepp um úrgangsmál. Bent er á að við gerð útboðsgagna vegna sorphirðu þarf að liggja fyrir með hvaða hætti þessi sveitarfélög komi að verkefninu.
Bæjarstóri greindi frá fundi með fulltrúum Seyðisfjarðarkaupstaðar og viðræðum sínum við oddvita Fljótsdalshrepps, en bæði sveitarfélögin hafa sýnt áhuga á því að vera með í útboðsferli varðandi sorphirðingu og rekstur gámasvæða. Bæjarráð gerir það að tillögu sinni að kostnaði við útboðsgerð verið skipt niður á sveitarfélögin út frá höfðatölu.
Fyrir liggur niðurstaða reglubundins eftirlits Umhverfisstofnunar vegna urðurnarstaðarins á Tjarnarlandi dagsett 16.10.2015. Eftirlitið fór fram 1. september sl. í samræmi við 4. mgr. 12. gr. í reglugerð nr. 786/1999 um mengunareftirlit.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefn samþykkir að fela starfmanni að hefja undirbúnig að framkvæmdum til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.