Umhverfis- og framkvæmdanefnd

24. fundur 13. maí 2015 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson

1.Landbótasjóðsur Norður-Héraðs ársskýrsla 2014.

Málsnúmer 201504083

Lögð er fram ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2014.

Lagt fram til kynningar.

2.Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026

Málsnúmer 201504110

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 689. mál. Þess er óskað að umsögn berist fyrir 7.maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem landbúnaður er ein af mikilvægustu stoðum samfélagsins, þá telur nefndin að hann hafi ekki nægjanlegt vægi í tillögunni og bendir á umsagnir Bændasamtaka Íslands og Landssamband Sauðfjárbænda þar um.

Að öðru leyti tekur nefndin undir umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Íþróttamiðstöðin endurnýjun á gólfi í íþróttasal og útikörfuboltavöllur.

Málsnúmer 201505061

Fyrir liggur bókun bæjarráðs 27.04.2015 ásamt
minnisblaði frá Mannvit um kostnað við endurnýjun á gólfinu.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafna framkvæmd við útikörfuboltavöll að svo stöddu.
Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu vegna endurnýjunar á gólfi í íþróttasalnum þar til frekari gögn liggja fyrir. Málið verður tekið fyrir á næsta reglulega fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fossgerði framkvæmdir

Málsnúmer 201504132

Til umræðu eru framkvæmdir á svæði hesteigendi í Fossgerði. Fyrir liggur minnisblað af fundi með fulltrúum Hesteigendafélagsins í Fossgerði 28.04.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að lokið verði við frágang reiðgerðisins. Nefndin felur starfsmanni að skoða fráveitumál frá íbúðarhúsinu í Fossgerði, að öðru leyti er málinu vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Húsaleiga Miðvangi 31

Málsnúmer 201504059

Miðvangur 31 leigusamningur og endurskoðun deiliskipulags. Málinu vísað frá Bæjarráði 24.04.2015.

Málið er í vinslu.

6.Viðtalstími bæjarfulltrúa 19.03.2015

Málsnúmer 201504014

Til umræðu eru ábendingar sem fram komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa fimmtudaginn 19.03.2015. Málið var áður á dagskrá 08.04.2015.

1. Niðurfall á plani framan við Rauða kross búðina og snjóhreinsun gangstétta í Bláskógum.
2. Málun bílastæða austan við Hlymsdali.
laga aðkomu og færa bílastæði fatlaðra og tryggja aðkomu sjúkrabíla.
3. Trjágróður við Miðvang norðan við Miðvang 6.
4. Koma upp hundagerðum í bænum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

1. Þar sem umrætt niðurfall er á einkalóð þá bendir umhverfis- og framkvæmdanefnd á að það er á ábyrgð lóðarhafa.
Gerðar verða úrbætur á snjóhreinsun gangstétta í Bláskógum.

2. Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að málun bílastæða og annar frágangur á lóð Hlymsdala þurfi að taka fyrir á húsfélagsfundi.

3. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggst gegn því að trjágróður við Miðvang, norðan við Miðvang 6, verði fjarlægður.

4. Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur þegar samþykkt að boða til fundar með áhugafólki um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135

Til umræðu er breyting á deiliskipulagi fyrir miðbæ Egilsstaða. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.

Freyr vék af fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að boða fulltrúa frá Arkís til fundar, til að fara yfir deiliskipulag Miðbæjar Egilsstaða og meta umfang deiliskipulagsvinnunnar, þannig að hægt sé að meta kostnað við deiliskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Egilsstaðaskóli, gróðursetning plantna.

Málsnúmer 201505059

Erindi í tölvupósti dagsett 07.05.2015 þar sem Ólafía Stefánsdóttir, Egilsstaðaskóla, óskar eftir svæði til gróðursetningar plantna, en Yrkjusjóður hefur úthlutað 1. bekk skólans 134 plöntum. Stærð svæðis er áætlað 800-1200 m2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að afmarka reit í Selskógi, fyrir Egilsstaðaskóla, til gróðursetningar plantnanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, verkefni framundan

Málsnúmer 201501232

Til umræðu eru verkefni umhverfis- og framkvæmdanefndar framundan. Fyrir liggja nokkur verkefni. Málið var áður á dagskrá 08.04.2015.

Málið er í vinnslu.

10.Samningur um refaveiði.

Málsnúmer 201409031

Lögð eru fram drög að samningi um refaveiði.

Málið er í vinnslu.

11.Samningur um minkaveiði.

Málsnúmer 201504082

Lögð eru fram drög að samningi um minkaveiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðan samning og felur starfsmanni að gera sambærilegan samning við aðra veiðimenn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124

Lögð er fram drög að umhverfismarkmiðum vegna sorpurðurnar í landi Tjarnarlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð umhverfismarkmið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Sjávarútvegsskóli Austurlands

Málsnúmer 201504139

Lagt fram kynningarefni frá Sjávarútvegsskóla Austurlands ásamt erindi frá skólanum.
Málinu vísað frá bæjarráði 04.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Veraldarvinir/sjálfboðaliðar 2015

Málsnúmer 201502051

Fyrir liggur minnisblað þar sem gerð er tillaga um verkefni fyrir Veraldarvini.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að verkefnum fyrir Veraldarvini.
Nefndin samþykkir að verktími verði allt að 4 vikur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Vistvænar samgöngur

Málsnúmer 201503157

Erindi dagsett 26.03.2015 þar sem Stefán Sigurðsson kt.1707662969 óskar eftir samstarfi um rafvæðingu samgöngutækja á Fljótsdalshéraði. Markmiðið er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýta þess í stað hreina íslenska orku. Málið var áður á dagskrá 30.04.2015. Stefán Sigurðsson mætti á fundinn til að upplýsa frekar um málið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Stefáni fyrir kynninguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafnar verði viðræður við Stefán Sigurðsson um samstarf um verkefnið. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar á að koma upp grænum bílastæðum við Íþróttamiðstöðina og við Bæjarskrifstofurnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Heilbrigðiseftirlit Austurlands ársskýrsla 2014.

Málsnúmer 201505024

Lögð er fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits austurlands 2014.

Lagt fram til kynningar.

17.Samþykktir um gæludýrahald

Málsnúmer 201412001

Lögð eru fram drög að samþykktum um gæludýrahald og óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins um að gerast aðili að þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög.
Já sögðu 4 (EK, ÁB, PS og ÁK). Nei sagði 1 (GRE).

18.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124

Fyrir liggur til kynningar bókun bæjarráðs 27.04.2015.

Lagt fram til kynningar

19.Molta lífrænn úrgangur

Málsnúmer 201505057

Til umræðu er moltugerð og meðhöndlun lífræns úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta bera saman kostnað, annarsvegar að vinna moltuna í sveitarfélaginu og hins vegar að flytja lífrænan úrgang burt til vinnslu og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Sláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

Málsnúmer 201504085

Til umræðu er sláttur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að endurskoða Starfsreglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505058

Lögð er fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.1.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi v.heimagistingar/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201503135

Lagt fram til kynningar

21.2.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

Málsnúmer 201503188

Lagt fram til kynningar

21.3.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201504062

Lagt fram til kynningar

21.4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201504025

Lagt fram til kynningar

21.5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201504073

Lagt fram til kynningar

21.6.Umsókn um byggingarleyfi /breytingar

Málsnúmer 201504131

Lagt fram til kynningar

22.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 138

Málsnúmer 1505003

Lögð er fram fundargerð 138. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 06.05.2015.

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið.