Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi v.heimagistingar/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201503135

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Erindi í tölvupósti dags.23.03. 2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt.410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um breytingu á rekstrarleyfi fyrir Bláskóga 12. Þar var gefið út leyfi fyrir heimagistingu 01.12. 2014 og er verið að bæta við það leyfi. Umsækjandi er Gyða Dögg Sigurðardóttir kt. 230684-2519. Starfsstöð er Bláskógar 12, Fljótsdalshéraði.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, að uppfylltum tveimur atriðum sem þarf að lagfæra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.