Lögð er fram tillaga að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2016.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu verði hækkuð um 2,5% til að fylgja verðlagsþróun fyrir árið 2015, eins og framlögð áætlun gerir ráð fyrir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu verði hækkuð um 2,5% til að fylgja verðlagsþróun fyrir árið 2015, eins og framlögð áætlun gerir ráð fyrir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.