Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505058

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24. fundur - 13.05.2015

Lögð er fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar að fjárhagsáætlun 2016, vísað til fjármálastjóra til frekari vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 296. fundur - 26.05.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 27.05.2015

Lagðar eru fram tillögur um fjárfestingar fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Drögum að fjárhagsáætlun 2016 vísað til fjármálastjóra til frekari úrvinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 30. fundur - 26.08.2015

Til umræðu er fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og haldinn verði fundur um fjárhagsáætlunina 17.09.2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 31. fundur - 14.09.2015

Til umræðu er fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2016.

Málið í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32. fundur - 28.09.2015

Lögð er fram tillaga að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2016.

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu verði hækkuð um 2,5% til að fylgja verðlagsþróun fyrir árið 2015, eins og framlögð áætlun gerir ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu verði hækkuð um 2,5% til að fylgja verðlagsþróun fyrir árið 2015, eins og framlögð áætlun gerir ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.