Guðlaugur Sæbjörnsson sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál tengd fjármálum sveitarfélagsins.
Haddur Áslaugsson mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál varðandi tölvunotkun og þróun kostnaðar og þjónustu sveitarfélagsins. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þróunina á kostnaði og þjónustu á undanförnum árum.
Ábyrgð vegna lána Ársala b.s.
Vegna lánasamninga milli Ársala b.s. og Arionbanka um fjármögnun félagsins, alls er lánaupphæðin kr. 175 milljónir, ítrekar bæjarráð Fljótsdalshéraðs fyrri bókun sína frá 9. mars sl. og samþykkir eftirfarandi: Eignir félagsins, íbúðir í Hamragerði og á Lagarási að undanskyldum eignum að Lagarási 17, eru settar að veði fyrir láninu, en sem bakábyrgð er sjálfskuldarábyrgð aðildarsveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshrepps. Hlutur Fljótsdalshéraðs í félaginu er 88,5 % og stendur bakábyrgð sveitarfélagsins á móti þeim hlut.
Farið yfir starf vinnuhóps vegna hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Bæjarráð samþykkir að starfsfólki sveitarfélagsins verði gefið frí frá hádegi 19. júní í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. Stofnanir sveitarfélagsins verða lokaðar frá hádegi en þó verði tryggt að þjónusta er varðar öryggi og neyðarþjónustu verði veitt.
Málið var áður tekið fyrir á fundi bæjarráðs 11. maí 2015 en afgreiðslu hluta þess frestað á fundi bæjarstjórnar 20. maí 2015.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum notenda fjarvarmaveitunnar sem haldinn var 21. maí s.l.
Bæjarráð samþykkir að taka til endurskoðunar fyrri ákvörðun um lokun fjarvarmaveitunnar um næstu áramót. Samþykkt er að veita notendum frest til 12. júní 2015 til þess að koma á framfæri formlegum athugasemdum sínum vegna áforma um mögulega lokun veitunnar um næstu áramót.
Haddur Áslaugsson mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál varðandi tölvunotkun og þróun kostnaðar og þjónustu sveitarfélagsins. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þróunina á kostnaði og þjónustu á undanförnum árum.
Ábyrgð vegna lána Ársala b.s.
Vegna lánasamninga milli Ársala b.s. og Arionbanka um fjármögnun félagsins, alls er lánaupphæðin kr. 175 milljónir, ítrekar bæjarráð Fljótsdalshéraðs fyrri bókun sína frá 9. mars sl. og samþykkir eftirfarandi: Eignir félagsins, íbúðir í Hamragerði og á Lagarási að undanskyldum eignum að Lagarási 17, eru settar að veði fyrir láninu, en sem bakábyrgð er sjálfskuldarábyrgð aðildarsveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshrepps. Hlutur Fljótsdalshéraðs í félaginu er 88,5 % og stendur bakábyrgð sveitarfélagsins á móti þeim hlut.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.