Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 279. fundur - 12.01.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmislegt talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins á nýliðnu ári.

Bæjarstjóri kynndi drög að samningi við fyrirtækið Tengir hf, um forhönnun og kostnaðarmat á ljósleiðarakefi fyrir sveitarfélagið. Samningsdrögin eru gerð í framhaldi af fundum með forsvarsmanni Tengis og skoðun bæjarráðs á þessum málum á síðasta ári. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita samningsdrögin.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 280. fundur - 19.01.2015

Lögð fram drög að verkfallslista fyrir Fljótsdalshérað, sem sveitarfélögum ber að gera og leggja síðan fram og auglýsa skv. reglum þar um fyrir 1. febrúar.
Bæjarráð fór yfir listann, uppfærði hann og samþykkti hann þannig til framlagningar. Verður listinn síðan sendur til samþykktar og birtingar í B-deild stjórnartíðinda.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 281. fundur - 26.01.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði sem varða fjármál sveitarfélagsins.

Rætt um ársuppgjör 2014 og er stefnt að því að leggja ársreikninginn fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 1. apríl nk.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 282. fundur - 02.02.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis fjármálatengd atriði.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í aukakostnaði skíðasvæðisins í Stafdal, vegna kaupa á beltum undir snjótroðarann. Þeim kaupum hefur verið frestað fram til þessa og eru núverandi belti troðarans talin á síðasta snúningi.
Endanleg fjárhæð liggur ekki fyrir, en viðauki verður gerður við fjárhagsáætlun, þegar endanlegur kostnaður og skipting hans verður ljós.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Guðlaugur lagði fram undirritað afsal vegna kaupa HEF á Einhleypingi 1, en gengið hefur nú verið frá þeim kaupum.
Einnig kynnti hann samstarfssamning milli Fljótsdalshéraðs og HEF varðandi álagningu og innheimtu þjónustugjalda fyrir veituna, sem sveitarfélagið sér um að innheimta.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að taka þátt í aukakostnaði skíðasvæðisins í Stafdal, vegna kaupa á beltum undir snjótroðarann. Þeim kaupum hefur verið frestað fram til þessa og eru núverandi belti troðarans talin á síðasta snúningi.
Endanleg fjárhæð liggur ekki fyrir, en viðauki verður gerður við fjárhagsáætlun, þegar endanlegur kostnaður og skipting hans verður ljós.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 283. fundur - 09.02.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálstjóri sat fundinn undir þessum lið og upplýsti um ýmis atriði tengd fjármálum líðandi árs og uppgjöri fyrir árið 2014.

Vegna frétta RUV um fjárhagsáætlun sveitarfélaga þar sem ranglega var farið með tölur úr fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs, vill bæjarráð ítreka að áætlaður afgangur af rekstri ársins 2015 er 27 milljónir. RUV hefur leiðrétt fréttaflutning sinn og beðist afsökunar á mistökunum.
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að fréttaflutningur af fjármálum sveitarfélaga sé vandaður, enda geta rangar upplýsingar haft alvarleg áhrif einkum fyrir sveitarfélög sem eru með skráð skuldabréf á markaði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 284. fundur - 16.02.2015

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti bókun bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar varðandi kaup á beltum á snjótroðarann í Stafdal, en Fljótsdalshérað hefur áður samþykkt aðild að kaupunum.

Einnig fór skrifstofustjóri yfir frávikagreiningu á málaflokki 21, Sameiginlegur kostnaður og útskýrði þau frávik sem þar koma fram frá áætlun.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 285. fundur - 23.02.2015

Ýmis mál rædd, án frekari bókana.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 286. fundur - 02.03.2015

Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi með endurskoðanda sveitarfélagsins, en nú er verið að vinna í uppgjöri ársins 2014 og því verið að taka afstöðu til ýmissa atriða í sambandi við það.

Einnig fór hann yfir upplegg að uppgjöri á félaginu GáF, sem ákveðið var á síðasta ári að slíta.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga um uppgjör félagsins á þeim nótum sem hann kynnti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir upplegg að uppgjöri á félaginu GáF, sem ákveðið var á síðasta ári að slíta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga um uppgjör félagsins á þeim nótum sem hann kynnti í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 287. fundur - 09.03.2015

Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi í félaginu GáF, sem haldinn var sl. föstudag og greindi frá hugmyndum að uppgjöri félagsins.

Bæjarráð samþykkir þau drög að uppgjöri sem kynnt voru að því gefnu að önnur aðildarsveitarfélög geri slíkt hið sama. Jafnframt ef bæjarstjóra veitt umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á hluthafafundi GáF, sem boðaður hefur verið 11. mars nk. Fjármálastjóra falið að vinna viðauka við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs, þegar niðurstaða hluthafafundar liggur fyrir.

Tillagan samþykkt með 2 atkv. en 1 sat hjá (G.S.)


Bæjarstjóri fór yfir fyrri bókun úr fundargerð Ársala bs. um lántöku byggðasamlagsins sem tekin var fyrir í bæjarstjórn 15. des. 2014, en óskað hefur verið eftir skýrari bókun frá sveitarfélaginu til staðfestingar á lántökunni.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti lántöku byggðasamlagsins Ársala hjá Arionbanka að fjárhæð kr. 175 milljónir.
Lánið er tryggt með veði í hluta eigna félagsins. Sveitarfélagið ber ábyrgð á skuldum byggðasamlagsins í samræmi við 8 mgr. 94. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 288. fundur - 16.03.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis fjármálatengd mál varðandi rekstur sveitarfélagsins. M.a. kynnti hann tímabundna fjárþörf næstu vikna og samþykkti bæjarráð heimild til fjármálastjóra til skammtímalántöku í samræmi við hana til að bregðast við fjárþörfinni, sem er í samræmi við þá greiðsluáætlun sem kynnt hefur verið.

Einnig fór hann yfir stöðuna varðandi uppgjör sveitarfélagsins fyrir árið 2014, en nú eru endurskoðendur að vinna að gerð ársreiknings og endurskoðunarskýrslu.
Bæjarráð samþykkir samhljóða í tengslum við lokauppgjör 2014 aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 2.958.387 til Minjasafnsins, til að gera upp gamla viðskiptastöðu milli safnsins og Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð mælist einni til þess að hin aðildarsveitarfélög safnsins taki til skoðunar að jafna út sinn hlut með sambærilegum hætti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir fyrri bókun úr fundargerð Ársala bs. um lántöku byggðasamlagsins sem tekin var fyrir í bæjarstjórn 15. des. 2014, en óskað hefur verið eftir skýrari bókun frá sveitarfélaginu til staðfestingar á lántökunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn lántöku byggðasamlagsins Ársala hjá Arionbanka að fjárhæð kr. 175 milljónir.
Lánið er tryggt með veði í hluta eigna félagsins. Sveitarfélagið ber ábyrgð á skuldum byggðasamlagsins í samræmi við 8 mgr. 94. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti í bæjarráði tímabundna fjárþörf næstu vikna.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn heimild til fjármálastjóra til skammtímalántöku í samræmi við greiðsluáætlun hans, til að bregðast við tímabundinni fjárþörf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn í tengslum við lokauppgjör ársins 2014 aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 2.958.387 til Minjasafnsins, til að gera upp gamla viðskiptastöðu milli safnsins og Fljótsdalshéraðs. Bæjarstjórn mælist einnig til þess að hin aðildarsveitarfélög safnsins taki til skoðunar að jafna út sinn hlut með sambærilegum hætti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 23.03.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál varðandi rekstur sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 291. fundur - 13.04.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur fjármálatengd mál með bæjarráði.

Rætt um útboð á tryggingum sveitarfélagsins, sem eru í vinnslu. Bæjarráð samþykkir að útboðsferli og samningur við tryggingarfélag verði lokið fyrir lok októbermánaðar og að nýtt tryggingartímabil miðist við 1. janúar 2016.

Fram kom að hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, með undirbúningi og framsetningu rammaáætlunar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

A fundi bæjarráðs var rætt um útboð á tryggingum sveitarfélagsins, sem eru í vinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að útboðsferli og samningur við tryggingarfélag verði lokið fyrir lok októbermánaðar og að nýtt tryggingartímabil miðist við 1. janúar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Guðröður Hákonarson mætti til fundar með bæjarráði og kynnti fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags væntanleg kaup á Eiðastað af Stóruþinghá ehf. Í kaupsamningi milli Fljótsdalshéraðs og Eiða ehf, hefur Fljótsdalshérað forkaupsrétt að eigninni. Guðröður lagði fram erindi þess efnis að sveitarfélagið félli frá forkaupsrétti sveitarfélagsins og kynnti kauptilboð félagsins í eignirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði umboð til að taka afstöðu til þess hvort fallið verði frá forkaupsrétti þeirra eigna á Eiðastað er til stendur að selja, þegar að samningar á milli aðila liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 292. fundur - 20.04.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur fjármálatengd mál.

Bæjarráð samþykkir að heimila fjármálastjóra að leita eftir fjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga m.a. með vísan til fjárhagsáætlunar ársins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 293. fundur - 27.04.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Til fundarins mættu undir þessum lið Magnús Ásmundsson, Hafsteinn Jónasson og Þröstur Stefánsson frá körfuknattleiksdeild Hattar til að ræða viðhald á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðunum og útikörfuboltavöll í stað þess sem fór undir leiksvæði við Egilsstaðaskóla.
Bæjarráð beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að taka þessi erindi til skoðunar nú í maí, þegar nefndin skilar sínum tillögum að rammafjárhagsáætlun 2016. Jafnframt verði nýframkvæmdir ársins 2016 settar upp í rammaáætlun.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 294. fundur - 04.05.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkra þætti í rekstri sveitarfélagsins á líðandi ári.

Rætt um þróun og kostnað í tölvumálum undanfarin ár og ákveðið að taka þau mál betur fyrir undir liðnum fjármálum á næsta fundi.
Einnig rætt um fyrirkomulag á geymslu upptaka frá fundum bæjarstjórnar, frá því núverandi útsendingarkerfi var tekið upp.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila fjármálastjóra að leita eftir fjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga m.a. með vísan til fjárhagsáætlunar ársins 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Til fundar bæjarráðs mættu undir þessum lið Magnús Ásmundsson, Hafsteinn Jónasson og Þröstur Stefánsson frá körfuknattleiksdeild Hattar til að ræða viðhald á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og útikörfuboltavöll í stað þess sem fór undir leiksvæði við Egilsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að taka þessi erindi til skoðunar nú í maí, þegar nefndin skilar sínum tillögum að rammafjárhagsáætlun 2016. Jafnframt verði nýframkvæmdir ársins 2016 settar upp í rammaáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 295. fundur - 11.05.2015

Lögð fram til kynningar greinargerð starfshóps um íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins, en hún kemur síðan fyrir bæjarstjórn að lokinni umfjöllun umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirhugaðir heimsókn og fundum bæjarráðs með formanni fjárlaganefndar föstudaginn 15. maí.

Lagt fram til kynningar upplýsingabréf frá Alcoa Fjarðaráli, um rekstur fyrirtækisins árið 2014 og fl.

Umfjöllun um tölvumál frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 296. fundur - 26.05.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál tengd fjármálum sveitarfélagsins.

Haddur Áslaugsson mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál varðandi tölvunotkun og þróun kostnaðar og þjónustu sveitarfélagsins. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þróunina á kostnaði og þjónustu á undanförnum árum.

Ábyrgð vegna lána Ársala b.s.

Vegna lánasamninga milli Ársala b.s. og Arionbanka um fjármögnun félagsins, alls er lánaupphæðin kr. 175 milljónir, ítrekar bæjarráð Fljótsdalshéraðs fyrri bókun sína frá 9. mars sl. og samþykkir eftirfarandi: Eignir félagsins, íbúðir í Hamragerði og á Lagarási að undanskyldum eignum að Lagarási 17, eru settar að veði fyrir láninu, en sem bakábyrgð er sjálfskuldarábyrgð aðildarsveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshrepps. Hlutur Fljótsdalshéraðs í félaginu er 88,5 % og stendur bakábyrgð sveitarfélagsins á móti þeim hlut.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 297. fundur - 01.06.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir tölur úr rekstri sveitarfélagsins á árinu.

Erindi skotfélagsins frá síðasta ári, varðandi aðkomu Fljótsdalshéraðs að byggingu brúar á Eyvindará, gengt skotsvæði félagsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða framkvæmdina við skotfélagið og aðkomu sveitarfélagsins að kostnaði við brúargerðina. Niðurstaðan verið síðan kynnt bæjarráði.

Rætt um erindi Körfuknattleiksdeildar Hattar varðandi endurnýjun á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Málið er áfram í vinnslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Ábyrgð vegna lána Ársala b.s.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna lánasamninga milli Ársala b.s. og Arionbanka um fjármögnun félagsins, lánaupphæðin er alls kr. 175 milljónir, ítrekar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrri bókun frá 9. mars sl. og samþykkir eftirfarandi: Eignir félagsins, íbúðir í Hamragerði og á Lagarási að undanskyldum eignum að Lagarási 17, eru settar að veði fyrir láninu, en sem bakábyrgð er sjálfskuldarábyrgð aðildarsveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshrepps. Hlutur Fljótsdalshéraðs í félaginu er 88,5 % og stendur bakábyrgð sveitarfélagsins á móti þeim hlut.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 298. fundur - 08.06.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkra fjármálatengda liði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 299. fundur - 15.06.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Rædd ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Kynnt drög að auglýsingu vegna fyrirhugaðrar sölu á skólahúsnæði grunnskólans á Hallormsstað. Bæjarstjóra falið að senda auglýsinguna í staðar- og landsfjölmiðla, eins og um var rætt á fundinum og að höfðu samráði við Fljótsdalshrepps.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að tvær íbúðir sem tengdar eru skólahúsnæðinu verði einnig auglýstar til sölu, að höfðu samráði við aðra eigendur þeirra.

Einnig farið yfir minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.
Bæjarráð samþykkir að vísa minnisblaðinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 130 milljónir kr. til 20 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ljúka byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Rætt um flöggun fána á hátíðisdögum og viðburðum á vegum sveitarfélagsins og samþykkt að mótaðar verði vinnureglur um slík mál.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Í bæjarráði voru kynnt drög að auglýsingu vegna fyrirhugaðrar sölu á skólahúsnæði grunnskólans á Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og felur bæjarstjóra að senda auglýsinguna í staðar- og landsfjölmiðla, eins og um var rætt á fundinum og að höfðu samráði við Fljótsdalshrepps.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að tvær íbúðir sem tengdar eru skólahúsnæðinu verði einnig auglýstar til sölu, að höfðu samráði við aðra eigendur þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 130 milljónir kr. til 20 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ljúka byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum, (100 milljónir kr.) og í gatnagerð og byggingu áhaldageymslu (30 milljónir kr.), sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 300. fundur - 22.06.2015

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir kostnaðaráætlanir yfir endurnýjun á gólfefni í íþróttahúsið á Egilsstöðum og gryfju vegna fimleika.
Málið er áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 301. fundur - 29.06.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar erindi frá Myntu innheimtuþjónustu varðandi innheimtumál. Bæjarráð þakkar erindið, en bendir á að í gildi er þjónustusamningur við Mótus um innheimtumál sveitarfélagsins.

Björn fór yfir viðræður við Íf. Hött, varðandi endurnýjun á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar og uppbyggingu á íþróttaaðstöðu.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samningaviðræðna við Íf Hött um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Björn fór yfir samþykkt bæjarstjórnar frá síðasta ári um styrk til SKAUST vegna brúargerðar á Eyvindará á móts við aðstöðu skotfélagsins á Þuríðarstöðum. Bæjarráð samþykkir að greiða skotfélaginu út kr. 3. milljónir á þessu ári af umræddum styrk. Fjármálastjóra falið að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna þessa og leggja fyrir næsta fund.

Farið yfir áhrif á hugsanlegum breytingum reikningsskila vegna meðferðar leigusamninga við ríkið út af hjúkrunarheimilinu. Verður rætt nánar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Bæjarstjóri fór yfir viðræður við Íf. Hött, varðandi endurnýjun á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar og uppbyggingu á íþróttaaðstöðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samningaviðræðna við Íf. Hött um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarstjóri fór yfir samþykkt bæjarstjórnar frá síðasta ári um styrk til SKAUST vegna brúargerðar á Eyvindará á móts við aðstöðu Skotfélagsins á Þuríðarstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að greiða Skotfélaginu út kr. 3. milljónir á þessu ári af umræddum styrk. Fjármálastjóra falið að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna þessa og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 302. fundur - 13.07.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári.

Fjármálastjóri vakti athygli á niðurstöðum endurskoðunar á því starfsmatskerfi sem myndar grunn að launaröðun almennra starfsmanna sveitarfélaga, en við síðustu kjarasamningagerð var ákveðið að slík endurskoðun skyldi fara fram. Fyrir stofnanir Fljótsdalshéraðs leiðir þessi breyting til launaleiðréttingar vegna tímabilsins frá 1. maí 2014 sem nemur um kr. 21.000.000.

Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu samning við Skotfélag Austurlands vegna brúargerðar yfir Eyvindará við aðstöðu félagsins á Þuríðarstöðum, sem byggir á samþykkt bæjarstjórnar frá fyrri hluta árs 2014. Samkvæmt samningnum mun Fljótsdalshérað styrkja Skotfélagið um allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmdina, á árinu 2015 kr. 3.000.000,- (sjá nánar undir dagskrárlið 2) og á árinu 2016 að hámarki kr. 1.500.000,-. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu framlögð samningsdrög og veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu drög að viljayfirlýsingu Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi gerð samnings um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum auk samningsdraga á milli sömu aðila um uppbyggingu og frágangs gólfefnis í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra jafnframt að ljúka gerð samnings vegna uppbyggingar og frágangs gólfefnis í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í samræmi við framlögð drög. Stefnt skal að því undirritaður samningur verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs til staðfestingar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 303. fundur - 20.07.2015

Bæjarstjóri gerði grein fyrir ýmsum málum er tengjast fjármálum sveitarfélagsins s.s. vinnu við frágang samnings við eigendur sumarhússins Frændagarðs um kaup á landi samanber samþykkt bæjarstjórnar dags. 04.06.14. Einnig fyrirhuguðum viðræðum við aðila vegna samnings um förgun úrgangs sem og uppgjör vegna leigugreiðslna vegna lands undir urðun, nú er hillir undir að starfsleyfi fyrir nýjum urðunarstað fáist afgreitt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjóra falið að vinna að frágangi mála í samræmi við umræðu á fundinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjóri kynnti samning á milli Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar um uppbyggingu og frágang gólfefnis í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 306. fundur - 17.08.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 307. fundur - 31.08.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis rekstrartengd mál.
Einnig farið yfir fleiri mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 309. fundur - 07.09.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmislegt fjármálatengt efni.

Björn ræddi fund með bæjarráði Fjarðabyggðar og er 21. sept. líklegur fundardagur.

Einnig sagði hann frá fundi stjórnar Brunavarna sem haldinn var á Djúpavogi sl. föstudag, auk fleiri mála.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 310. fundur - 14.09.2015

Bæjarráð samþykkir að boðað verði til forstöðumannafundar nú á haustdögum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2016. Skrifstofustjóra falið að boða til fundarins í samráði við bæjarstjóra og fjármálastjóra. Gert er ráð fyrir því að bæjarráðsmenn hafi seturétt á fundinum.

Frestað til næsta fundar að öðru leyti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir að boðað verði til forstöðumannafundar nú á haustdögum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2016. Skrifstofustjóra falið að boða til fundarins í samráði við bæjarstjóra og fjármálastjóra. Gert er ráð fyrir því að bæjarráðsmenn hafi seturétt á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 311. fundur - 21.09.2015

Björn Ingimarsson bæjastjóri kynnti erindi frá Landsbjörgu varðandi beiðni um atstöðu fyrir námskeið á Hallormsstað í október.
Bæjarráð telur það tæpast ganga upp vegna fyrirhugaðrar sölu á Hallormsstaðaskóla, en felur bæjarstjóra að setja sig í samband við Landsbjörgu og skoða aðra kosti í sveitarfélaginu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 312. fundur - 28.09.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar tölur úr bókhaldi sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti og lagði fram erindi. Afgreiðsla þess færð í trúnaðarmálabók.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 313. fundur - 05.10.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Undir þessum lið í fundargerðinni var fundi bæjarstjórnar lokað og hlé gert á útsendingu.

Í bæjarráði kynnti Björn Ingimarsson bæjarstjóri og lagði fram erindi. Afgreiðsla þess var færð í trúnaðarmálabók.

Bókun bæjarráðs í trúnaðarmálabók kynnt bæjarfulltrúum.

Til máls tóku undir þessum lið: Gunnar Sigbjörnsson, Björn Ingimarsson, Gunnar Jónsson og Gunnar Sigbjörnsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs, en málið að öðru leyti fært í trúnaðarmálabók.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 314. fundur - 12.10.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn og fór yfir talnaefni úr rekstri Fljótsdalshéraðs 2015.

Bæjarstjóri kynnti tilboð PWC um markaðslaunagreiningu fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við PWC um verkefnið, enda verði kostnaður um 150 þúsund eins og áætlað er. Kostnaður færist á lið 21080.

Bæjarstjóri kynnti dóm hæstaréttar í máli Landsvirkjunar gegn Fljótsdalshéraði og Þjóðskrá Íslands sem kveðinn var upp 8. október. Þar er staðfest að meta ber vatnsréttindi til fasteignamats og þau séu þannig gjaldstofn til álagningar fasteignagjalda.

Ljóst er að dómurinn hefur töluverða þýðingu fyrir mörg sveitarfélög sem munu nú í einhverjum tilfellum í fyrsta sinn geta innheimt opinber gjöld af orkuframleiðslu sem fram fer innan þeirra. Bæjarráð fagnar því að niðurstaðan er í samræmi við málflutning sveitarfélagsins frá upphafi.

Bæjarráð vill þó árétta að niðurstaðan tekur aðeins til lítils hluta þeirra miklu hagsmuna sem um ræðir og að áfram er rík nauðsyn á því að endurskoða allt skattkerfi raforkuframleiðslu til að tryggja að eðlilegur arður af framleiðslunni skili sér til íbúa í nærsamfélögunum. Staðan er ennþá sú að engin fasteignagjöld eru innheimt af raforkumannvirkjum á borð við stíflur, fallgöng og línur.

Næstu skref í málinu eru að óska eftir því við Þjóðskrá að meta viðkomandi vatnsréttindi og leggja á þau fasteignagjöld. Bæjarráð leggur áherslu á að Þjóðskrá hraði þeirri vinnu sem kostur er, svo að réttmætar tekjur geti farið að skila sér til sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 315. fundur - 19.10.2015

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir samskipti við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga og munu hann og fjármálastjóri verða áfram í samskiptum við nefndina og senda upplýsingar líkt og verið hefur.

Einnig fór Björn yfir verðmat á lausamunum í Hallormsstaðaskóla, sem sveitarfélögin hafa komið sér saman um og staðfesti bæjarráð það fyrir sitt leyti.

Björn greindi frá viðræðum við forsvarsmenn Þjóðskrár og ræddi mat á vatnsréttindum Jökulsár á Dal og mögulegar útfærslur á álagningu fasteignaskatts á þau, í kjölfar dóms Hæstaréttar í málinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri dóm hæstaréttar í máli Landsvirkjunar gegn Fljótsdalshéraði og Þjóðskrá Íslands sem kveðinn var upp 8. október sl. Þar er staðfest að meta ber vatnsréttindi til fasteignamats og þau séu þannig gjaldstofn til álagningar fasteignagjalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ljóst er að dómurinn hefur töluverða þýðingu fyrir mörg sveitarfélög sem munu nú í einhverjum tilfellum í fyrsta sinn geta innheimt opinber gjöld af orkuframleiðslu sem fram fer innan þeirra. Bæjarstjórn fagnar því að niðurstaðan er í samræmi við málflutning sveitarfélagsins frá upphafi.

Bæjarstjórn vill þó árétta að niðurstaðan tekur aðeins til hluta þeirra hagsmuna sem um ræðir og að áfram er rík nauðsyn á því að endurskoða allt skattkerfi raforkuframleiðslu til að tryggja að eðlilegur arður af framleiðslunni skili sér til íbúa í nærsamfélögunum. Staðan er ennþá sú að engin fasteignagjöld eru innheimt af raforkumannvirkjum á borð við stíflur, fallgöng og línur.

Næstu skref í málinu eru að óska eftir því við Þjóðskrá að meta viðkomandi vatnsréttindi og leggja á þau fasteignagjöld. Bæjarstjórn leggur áherslu á að Þjóðskrá hraði þeirri vinnu sem kostur er, svo að réttmætar tekjur geti farið að skila sér til sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 316. fundur - 26.10.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir staðgreiðslutölur síðasta mánaðar.

Lagður fram tölvupóstur frá slökkviliðsstjóra varðandi greiðslur fyrir fundarsetu í stjórn Brunavarna á Héraði á kjörtímabilinu.
Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra að gera tillögu að afgreiðslu málsins fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 318. fundur - 09.11.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis rekstartengd mál.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá drögum að samantekt, varðandi lóðamál Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Bæjarstjóra falið að ljúka samantektinni í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 319. fundur - 16.11.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur rekstartengd mál.

Farið yfir reglur og viðmiðunartölur vegna heimildar sveitarfélaga til lækkunar fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðmiðunartölur ársins 2016 verði sem hér segir:

Hámark afláttar verði 63.500
Viðmiðunartala tekna hjá einstaklingi verði kr. 2.413.000 að lágmarki og að hámarki 3.167.000
Viðmiðunartala tekna hjá hjónum verði kr.3.395.000 að lágmarki og kr. 4.300.000 að hámarki.

Erindi varðandi greiðslur fyrir fundarsetu í stjórn Brunavarna á Héraði.

Bæjarráð samþykkir að greiða fundarsetuþóknun fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stjórn Brunavarna á Héraði, fyrir fundi hennar á líðandi kjörtímabili, þar sem engar launagreiðslur eru á vegum byggðasamlagsins. Þóknunin fyrir fundi Brunavarna á Héraði verði eins og fyrir aðrar þriggja manna nefndir sveitarfélagsins. Kostnaður færist á lið 07-21, ( framlög til Brunavarna á Héraði ).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Í bæjarráði var farið yfir reglur og viðmiðunartölur vegna heimildar sveitarfélaga til lækkunar fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega á íbúðarhúsnæði þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að viðmiðunartölur ársins 2016 verði sem hér segir:

Hámark afsláttar verði 63.500

Viðmiðunartala tekna hjá einstaklingi verði kr. 2.413.000 að lágmarki og að hámarki 3.167.000
Viðmiðunartala tekna hjá hjónum verði kr.3.395.000 að lágmarki og kr. 4.300.000 að hámarki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Erindi varðandi greiðslur fyrir fundarsetu í stjórn Brunavarna á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að greiða fundarsetuþóknun fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stjórn Brunavarna á Héraði, fyrir fundi hennar á líðandi kjörtímabili, þar sem engar launagreiðslur eru á vegum byggðasamlagsins. Þóknunin fyrir fundi Brunavarna á Héraði verði eins og fyrir aðrar þriggja manna nefndir sveitarfélagsins. Kostnaður færist á lið 07-21, ( framlög til Brunavarna á Héraði )

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 320. fundur - 23.11.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins svo sem yfirlit staðgreiðslu og fl.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 321. fundur - 07.12.2015

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar upplýsingar tengdar rekstri sveitarfélagsins.
Einnig farið yfir ýmis önnur mál.

Kynnt kauptilboð í íbúð sveitarfélagsins að Miðgarði 15 b, sem barst í gegn um fasteignasöluna Inni. Bæjarráð samþykkir kauptilboðið fyrir sitt leyti.

Kynnt svarbréf eftirlitsnefndar sveitarfélaga, þar sem fram kemur að nefndin kallar ekki eftir frekari upplýsingum varðandi fjárfestingar á vegum Fljótsdalshéraðs árið 2014.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 322. fundur - 14.12.2015

Ræddur mögulegur tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum, þar sem eru fullfrágengnar götur með tilbúnum tengistútum.
Bæjarráð samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögur að mögulegri málsmeðferð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi launagreiðslur til nefnda á næsta ári leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að fylgt verði meðaltalshækkun launa skv. kjarasamningum FOSA, líkt og verið hefur, en hækkunin taki gildi 1. janúar 2016.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Í bæjarráði var kynnt kauptilboð í íbúð sveitarfélagsins að Miðgarði 15 b, sem barst í gegn um fasteignasöluna Inni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn kauptilboðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Í bæjarráði var ræddur mögulegur tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum, þar sem eru fullfrágengnar götur með tilbúnum tengistútum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögur að mögulegri málsmeðferð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Í bæjarráði voru rædd launakjör nefnda sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi launagreiðslur til nefnda á næsta ári samþykkir bæjarstjórn að fylgt verði meðaltalshækkun launa skv. kjarasamningum FOSA, líkt og verið hefur, en hækkunin taki gildi 1. janúar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.