Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

312. fundur 28. september 2015 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar tölur úr bókhaldi sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti og lagði fram erindi. Afgreiðsla þess færð í trúnaðarmálabók.

2.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201501132

Fundargerð 21. stjórnarfundar lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 10.fundar stjórnar Ársala

Málsnúmer 201509103

Fundargerð 10.fundar stjórnar Ársala lögð fram til kynningar.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

Málsnúmer 201502122

Fyrirliggjandi tillaga endurskoðuð og samþykkt með lítilsháttar breytingum.

5.Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkum lífeyris)

Málsnúmer 201509081

Lagt fram .

6.Frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala

Málsnúmer 201509082

Lagt fram.

7.Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldr

Málsnúmer 201509084

Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við efni og markmið frumvarpsins og hvetur þingheim til að veita málinu brautargengi.

8.Orkufundur 2015

Málsnúmer 201509088

Bæjarráð stefnir að því að senda fulltrúa á fundinn. Nánar ákveðið þegar dagskrá liggur fyrir.

9.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Rafey varðandi aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu öflugs örbylgjusamband í dreifbýli Fljótsdalshéraðs. Stefnt er að því að uppsetning örbylgjukerfisins verði framkvæmd nú í lok ársins.
Bæjarráð leggur þó áherslu á það að þetta kerfi kemur ekki í stað ljósleiðarakerfis. Sveitarfélagið mun áfram vinna að því að unnt verði að tengja sveitarfélagið allt við ljósleiðara svo fljótt sem mögulegt er, í samræmi við tillögu nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins.

10.Áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201409105

Lagt fram bréf frá Austurbrú þar sem boðað er til kynningar fyrir bæjarfulltrúa á niðurstöðum vinnustofu um mótun Austurlands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.
Vinnustofan verður haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 3. október og hvetur bæjarráð alla sem áhuga hafa til þess að mæta og taka þátt í henni.
Kynningin fer fram í starfsstöð Austurbrúar á Vonarlandi 8. október og hvetur bæjarráð bæjarfulltrúa til þess að mæta og kynna sér niðurstöðurnar.

11.Ályktun frá Skólastjórafélagi Austurlands.

Málsnúmer 201509094

Lögð fram ályktun frá Skólastjórafélagi Austurlands um stöðu kjaraviðræðna skólastjórnenda við sveitarfélögin.

Bæjarráð leggur áherslu á það við kjarasvið Sambands ísl. sveitarfélaga, sem fer með samningsumboð sveitarfélaga, að vinnu við samningsgerð verði flýtt eins og kostur er.

12.Ósk um styrk.

Málsnúmer 201509095

Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til félagsmálanefndar til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:45.