Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201502122

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 285. fundur - 23.02.2015

Lögð fram erindi sem bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. febrúar sl. og einnig erindi og tillögur frá leikskólabörnum af Tjarnarskógi sem þau kynntu forseta bæjarstjórnar og formanni fræðslunefndar í heimsókn sinni í fundarsal bæjarstjórnar fyrir skömmu.

Bæjarráð þakkar innkomin erindi og ekki síst heimsókn leikskólabarnanna og þeirra tillögur og felur bæjarstjóra að koma þessum erindum og tillögum í ferli hjá nefndum og starfsmönnum Fljótsdalshéraðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Í bæjarráði voru lögð fram erindi sem bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. febrúar sl. og einnig erindi og tillögur frá leikskólabörnum af Tjarnarskógi sem þau kynntu forseta bæjarstjórnar og formanni fræðslunefndar í heimsókn sinni í fundarsal bæjarstjórnar fyrir skömmu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar innkomin erindi og ekki síst heimsókn leikskólabarnanna og þeirra tillögur og felur bæjarstjóra að koma þessum erindum og tillögum í ferli hjá nefndum og starfsmönnum Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Nemendur í Tjarnarskógi lögðu fram hugmyndir að úrbótum á ýmsum sviðum í sveitarfélaginu.
Fram kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa hugmynd um að eldri borgarar væru fengnir til að sjá um ýmiskonar umhirðu í þéttbýlinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í hugmyndirnar og felur starfsmanni að vinna frekar úr þeim m.a. athuga hvort eldri borgarar eru reiðubúnir að taka að sér einstök verkefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Nemendur í Tjarnarskógi lögðu fram hugmyndir að úrbótum á ýmsum sviðum í sveitarfélaginu.
Einnig kom fram í viðtalstíma bæjarfulltrúa hugmynd um að eldri borgarar væru fengnir til að sjá um ýmiskonar umhirðu í þéttbýlinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sama sinnis og Umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur jákvætt í hugmyndirnar og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna frekar úr þeim m.a. athuga hvort eldri borgarar eru reiðubúnir að taka að sér einstök verkefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 23.03.2015

Lögð fram þau erindi sem bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. mars sl.

Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn til frekari skoðunar og úrvinnslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Erindunum vísað til vinnslu hjá starfsmönnum og nefndum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 292. fundur - 20.04.2015

Farið yfir síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa, en þangað kom því miður enginn til að ræða málin við þá bæjarfulltrúa sem til viðtals voru.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 310. fundur - 14.09.2015

Bæjarráð leggur til að viðtalstími í október verði í tengslum við lýðræðisvikuna 12. til 18. okt, samanber fyrri bókun dagsetta 10. ágúst.
Rætt um að skoða betur með tímasetningu viðtalanna og jafnvel staðsetningu.
Skrifstofustjóra falið að setja fram tillögu að dagsetningum og niðurröðun kjörinna fulltrúa í viðtölin og leggja fram í bæjarráði.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að viðtalstími í október verði í tengslum við lýðræðisvikuna 12. til 18. okt, samanber fyrri bókun bæjarráðs dagsetta 10. ágúst. Í það sinni verði allir þeir bæjarfulltrúar sem tök hafa á til viðtals og munu taka á móti erindum íbúa í kaffihorninu í Nettó á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 312. fundur - 28.09.2015

Fyrirliggjandi tillaga endurskoðuð og samþykkt með lítilsháttar breytingum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu um viðtalstíma og niðurröðun bæjarfulltrúa á þá. Viðtalstímarnir verða auglýstir hver um sig, þegar að þeim kemur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 315. fundur - 19.10.2015

Forseta bæjarstjórnar falið að taka saman þau erindi sem fram komu á bæjarstórnarbekknum, sem haldinn var í kaffihorni Nettó sl. föstudag.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 316. fundur - 26.10.2015

Kynnt þau erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var í kaffihorni Nettó fyrir rúmri viku í tengslum við lýðræðisviku sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 320. fundur - 23.11.2015

Fram kom að engin erindi bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa sem var 19. nóvember sl.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 01.12.2015

Engin erindi bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. nóv. sl.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 334. fundur - 21.03.2016

Lagt er fram eridni sem kom frá á viðtalstíma bæjarfulltrúa 17.03.2016.

Málinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45. fundur - 12.04.2016

Erindi dagsett 17.03.2016 þar sem Fjóla Egedía Sverrisdóttir óskar eftir upplýsingum varðandi svæðið milli Árskóga 1C og Dynskóga 4 og innkeyrslu af Skógarlöndum inn á svæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að umrætt svæði tilheyrir lóðinni Dynskógar 4 og er hugsað sem bílastæði fyrir neðri hæð hússins. Innkeyrslan af Skógarlöndunum var gerð að beiðni lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.