Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

311. fundur 21. september 2015 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Kristinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Björn Ingimarsson bæjastjóri kynnti erindi frá Landsbjörgu varðandi beiðni um atstöðu fyrir námskeið á Hallormsstað í október.
Bæjarráð telur það tæpast ganga upp vegna fyrirhugaðrar sölu á Hallormsstaðaskóla, en felur bæjarstjóra að setja sig í samband við Landsbjörgu og skoða aðra kosti í sveitarfélaginu.

2.Fundargerð 193. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201509065

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 830. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201509074

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Sannleiksnefndin

Málsnúmer 201405061

Fundargerð Sannleiksnefndar frá 23. ágúst 2014 lögð fram til kynningar.

Bæjarráð hefur þar með móttekið fundargerð sannleiksnefndar og í ljósi bókunar hennar samþykkir bæjarráð að beina því til bæjarstjórnar að sjá til þess að verðlaunaféð vegna myndar af Lagarfljótsorminum verði greitt út þegar tilefni gefst til.
Bæjarstóra og skrifstofustjóra falið að gera tillögu að því af hvaða fjárhagslið verðlaunaféð verði tekið.

5.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Lagt fram bréf frá ábúendum á Urriðavatni vegna afgreiðslu sveitarfélagsins á deiliskipulagstilögu
varðandi fyrirhugaða ylströnd við Urriðavatn og athugasemdum varðandi það.

Bæjarráð telur að fyrirhugaður frágangur fráveitumála varðandi svæði Ylstrandarinnar, sé fullnægjandi miðað við það umfang sem tillögur um uppbyggingu bera með sér.
Bæjarráð óskar þó eftir því við HEF, sem rekstaraðila fráveitukerfis sveitarfélagsins, að skoða hvort hægt sé að leysa fráveitumál á þessu svæði með öðrum hætti og þá í tengslum við fráveitu frá iðnaðarsvæðinu norðan Fellabæjar. Jafnframt leggi HEF mat á kostnað við þær lausnir og geri samanburð á kostnaði við fyrirhugaða útfærslu.

6.Almenningssamgöngur 2015

Málsnúmer 201501086

Málinu vísað frá 310. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Hússtjórnarskólans um akstur nemenda hússtjórnarskólans á Hallormsstað í Egilsstaði og til baka síðdegis á föstudögum. Aksturinn verði skilgreindur sem sérstakir reglubundnir fólksflutningar, til að styðja við rekstur Hússtjórnarskólans.
Þetta verði tilraunaverefni sem hefst um mánaðarmótin september og október og stendur til næstu áramóta. Kostnaður vegna þessa aksturs færist af 04400.

Vegna erindis Menntaskólans á Egilsstöðum samþykkir bæjarráð að sveitarfélagið geti haft milligöngu um skipulag og framkvæmd umrædds aksturs, en þá aðeins að Menntaskólinn greiði þann kostnað sem fellur til vegna hans.

7.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2015

Málsnúmer 201509064

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 10. september 2015 þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra er boðið til viðtals við fjárlaganefnd vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016.

Bæjarráð samþykkir að funda sameiginlega með fjárlaganefnd ásamt sveitarfélögunum Fljótsdalshreppi, Bogarfjarðarhreppi og Seyðisfjarðarkaupstað líkt og verið hefur undanfarin ár og að bæjarstjóri fari þar með umboð Fljótsdalshéraðs.

8.Arctic Circle - alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða 2015

Málsnúmer 201509059

Lagt fram boðsbréf til bæjarstjóra og bæjarstjórnar vegna alþjóðaþings Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem haldið verður í Hörpu, Reykjavík dagana 16.-18. október 2015.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna frekar dagskrá þingsins og mögulega þátttöku í því.

9.Umhverfisþing 2015

Málsnúmer 201509068

Lagt fram fundarboð vegna níunda Umhverfisþings sem haldið verður 9. október 2015.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sitji þingið fh. sveitarfélagsins, enda fellur það að ferð hans á fund fjárlaganefndar.

10.Endurnýjaður samningur um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum

Málsnúmer 201505154

Bæjarráð samþykkir að fresta endurnýjun á samningi um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum.

Með vísan til samþykktar bæjarstjórnar um verklag vegna starfsemi félagsheimila í eigu sveitarfélagsins, samþykkir bæjarráð að boðað verði til fundar í október með nærsamfélagi barnaskólans á Eiðum, varðandi framtíð og nýtingu þess húsnæðis.

11.Fundargerð húsráðs gamla barnaskólans á Eiðum frá 13. ágúst 2015

Málsnúmer 201508041

Vegna bókunar í fundargerð húsráðs varðandi viðhaldsframkvæmdir, ítrekar bæjarráð að ákvarðanir um nýtingu fjármuna sveitarfélagsins í viðhald á húsnæði þess eru teknar af bæjarstjórn og nefndum hennar. Litið verður til tillagna húsráðsins við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

12.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 201509075

Lagður fram tölvupóstur frá Innanríkisráðuneytinu, dagsettur 16. september 2016, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið að öðru leyti en því, að það tekur undir athugasemd Samband ís. sveitarfélaga um það.

13.Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna tónlistarnáms

Málsnúmer 201509077

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélag, dags. 16. sept. 2015 varðandi tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga varðandi tónlistarnám.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka saman erindi til stjórnar Sambands sveitarfélaga um málið, í samræmi við umræður á fundinum.

14.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

Málsnúmer 201502122

Málinu frestað.

Fundi slitið - kl. 11:15.