Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2015

Málsnúmer 201509064

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 311. fundur - 21.09.2015

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 10. september 2015 þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra er boðið til viðtals við fjárlaganefnd vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016.

Bæjarráð samþykkir að funda sameiginlega með fjárlaganefnd ásamt sveitarfélögunum Fljótsdalshreppi, Bogarfjarðarhreppi og Seyðisfjarðarkaupstað líkt og verið hefur undanfarin ár og að bæjarstjóri fari þar með umboð Fljótsdalshéraðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að funda sameiginlega með fjárlaganefnd ásamt sveitarfélögunum Fljótsdalshreppi, Bogarfjarðarhreppi og Seyðisfjarðarkaupstað líkt og verið hefur undanfarin ár og að bæjarstjóri fari þar með umboð Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi.