Endurnýjaður samningur um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum

Málsnúmer 201505154

Atvinnu- og menningarnefnd - 20. fundur - 26.05.2015

Fyrir liggja drög að samningi um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum.

Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu og leggja samning fyrir aftur þegar samningsaðilar hafa komið sér saman um hann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 22. fundur - 07.09.2015

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Kvenfélags Eiðaþinghár um rekstur og umsjón húsnæðis gamla barnaskólans á Eiðum vegna starfsemi í húsnæðinu.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 311. fundur - 21.09.2015

Bæjarráð samþykkir að fresta endurnýjun á samningi um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum.

Með vísan til samþykktar bæjarstjórnar um verklag vegna starfsemi félagsheimila í eigu sveitarfélagsins, samþykkir bæjarráð að boðað verði til fundar í október með nærsamfélagi barnaskólans á Eiðum, varðandi framtíð og nýtingu þess húsnæðis.