Fyrir liggja drög og gögn forstöðumanna vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2016. Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem heyra undir nefndina þau Unnur Birna Karlsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Unnar Geir Unnarsson. Bára Stefánsdóttir var forfölluð.
Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að fjárhagsáætlun vegna atvinnu- og menningarmála. Einnig samþykkir nefndin tillögur að viðhalds- og fjárfestingaverkefnum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
2.Beiðni um styrk vegna myndupptöku á efni, viðtölum og harmonikuleik manna sem hafa lifað og starfað
Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Jónasi Þór Jóhannssyni, vegna myndupptöku á efni, viðtölum og harmonikkuleik manna sem hafa lifað og starfað á Fljótsdalshéraði.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 60.000 sem tekið verði af lið 13.69.
Fyrir liggja drög að samningi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshéraðs um Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.
Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að fjárhagsáætlun vegna atvinnu- og menningarmála. Einnig samþykkir nefndin tillögur að viðhalds- og fjárfestingaverkefnum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.