Atvinnu- og menningarnefnd

20. fundur 26. maí 2015 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög og gögn forstöðumanna vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2016. Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem heyra undir nefndina þau Unnur Birna Karlsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Unnar Geir Unnarsson. Bára Stefánsdóttir var forfölluð.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að fjárhagsáætlun vegna atvinnu- og menningarmála. Einnig samþykkir nefndin tillögur að viðhalds- og fjárfestingaverkefnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um styrk vegna myndupptöku á efni, viðtölum og harmonikuleik manna sem hafa lifað og starfað

Málsnúmer 201505060Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Jónasi Þór Jóhannssyni, vegna myndupptöku á efni, viðtölum og harmonikkuleik manna sem hafa lifað og starfað á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 60.000 sem tekið verði af lið 13.69.

Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.

3.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410062Vakta málsnúmer

Atvinnu og menningarnefnd býður Unnar Geir Unnarsson, nýjan forstöðumann Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, velkominn til starfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Endurnýjaður samningur um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum

Málsnúmer 201505154Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum.

Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu og leggja samning fyrir aftur þegar samningsaðilar hafa komið sér saman um hann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samningur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshé

Málsnúmer 201505164Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshéraðs um Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.