Beiðni um styrk vegna myndupptöku á efni, viðtölum og harmonikuleik manna sem hafa lifað og starfað

Málsnúmer 201505060

Atvinnu- og menningarnefnd - 20. fundur - 26.05.2015

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Jónasi Þór Jóhannssyni, vegna myndupptöku á efni, viðtölum og harmonikkuleik manna sem hafa lifað og starfað á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 60.000 sem tekið verði af lið 13.69.

Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Jónasi Þór Jóhannssyni, vegna myndupptöku á efni, viðtölum og harmonikkuleik manna sem hafa búið og starfað á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 60.000 sem tekið verði af lið 13.69.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.