Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að veita Sannleiksnefndinni lokafrest til að skila niðurstöðu sinni og miðast hann við 17. ágúst næstkomandi.
Sannleiksnefnd um Lagarfljótsorminn hefur verið kölluð saman til fundar og mun fundurinn fara fram í félagsheimilinu að Iðavöllum, laugardaginn 23. ágúst kl. 15:00. Áður en fundurinn verður haldin mun nefndin fara í stutta vettvangsferð að Lagarfljóti. Niðurstaða af fundi nefndarinnar mun verða kynnt formlega í Hreindýraveislu Ormsteitis, sem fram fer þá um kvöldið.
Vegna forfalla í hópi nefndarmanna þarf að kalla til varamenn til starfa í nefndinni.
Til máls tók Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti málið frekar og fylgdi neðangreindri tillögu úr hlaði.
Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi, formaður Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Anna Alexandersdóttir, bæjarfulltrúi Jónína Rós Guðmundsdóttir, fv. alþingismaður Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur Rán Þórarinsdóttir, líffræðingur Hlynur Gauti Sigurðsson, landslagsarkitekt og myndatökumaður Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, þjóðfræðingur Dagur Skírnir Óðinsson félagsfræðingur. Þorvaldur P. Hjarðar, svæðisstjóri Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri Arngrímur Vídalín, miðaldafræðingur
Fundargerð Sannleiksnefndar frá 23. ágúst 2014 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð hefur þar með móttekið fundargerð sannleiksnefndar og í ljósi bókunar hennar samþykkir bæjarráð að beina því til bæjarstjórnar að sjá til þess að verðlaunaféð vegna myndar af Lagarfljótsorminum verði greitt út þegar tilefni gefst til. Bæjarstóra og skrifstofustjóra falið að gera tillögu að því af hvaða fjárhagslið verðlaunaféð verði tekið.
Í bæjarráði var fundargerð Sannleiksnefndar frá 23. ágúst 2014 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs og í ljósi bókunar sannleiksnefndar samþykkir bæjarstjórn að sjá til þess að verðlaunaféð vegna myndar af Lagarfljótsorminum verði greitt út. Bæjarstóra og skrifstofustjóra falið að gera tillögu að því af hvaða fjárhagslið verðlaunaféð verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að veita Sannleiksnefndinni lokafrest til að skila niðurstöðu sinni og miðist hann við 17. ágúst nk.