Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

256. fundur 14. maí 2014 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Athygli er vakin á því að fyrsti fundarliður hefst kl.15:00, fyrir hefðbundinn fundartíma.

1.Heimsókn heilbrigðisfulltrúa vegna ýmissa mála

Málsnúmer 201405029

Helga Hreinsdóttir heilbrigðisfulltrúi mætti til fundar við bæjarráð til að fara yfir ýmis málefni, svo sem fráveitur, útrásir og hreinsivirki og æskilegar úrbætur.
Að lokinni ágætri yfirferð yfir málin var Helgu þökkuð koman og veittar upplýsingar.

2.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Guðmundur Albertsson hjá Rafteymi og Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála mættu á fundinn til að fara yfir þá möguleika sem hafa verið í skoðun varðandi netsamband í sveitarfélaginu og þá ekki síst í dreifbýlinu.

Einnig lá fyrir fyrirspurn frá eMax (365) um það hvort sveitarfélagið sé tilbúið að koma að endurnýjun fjarskiptasambanda með fjárframlagi.

Bæjarráð bendir á að samkvæmt lögum er það ríkið sem ber ábyrgð á fjarskiptaþjónustu í landinu.
Í tilefni af erindi eMax felur bæjarráð skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga frá fyrirtækinu og legggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

3.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði sem tengjast fjármálum og bókhaldi sveitarfélagsins.

Rætt um tryggingar sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að óska eftir tilboðum í tryggingar sveitarfélagsins, líkt og gert var síðast þegar samningar voru lausir.

Lagt fram bréf frá fulltrúa sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélaganna að samstarfssamningur þeirra á milli um menningarmál framlengist óbreyttur út árið 2014.
Bæjarráð samþykkir það fyrir sitt leyti.

Bæjarstjóri kynnti viðræður við fulltrúa Skotfélagsins um mögulega brúargerð á Eyvindará á móts við skotsvæðið í landi Þuríðarstaða. Málið er áfram í vinnslu, en verður tekið fyrir á næsta fundi.

4.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Í vinnslu.

5.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir vinnu og undirbúning við gerð fjárhagsáætlunar 2015. Deildarstjórar hafa skilað inn áætlunum fyrir sín svið til fjármálastjóra. Stefnt er að því að hægt verði að leggja endanlegan fjárhagsramma fram í bæjarstjórn á fyrri fundi hennar í júní.

6.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 98

Málsnúmer 1405006

Umfjöllun frestað.

6.1.Austurbrú, fundur með stofnunum og fyrirtækjum

Málsnúmer 201405048

Frestað.

6.2.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201311018

Frestað.

6.3.Vaxtarsamningur Austurlands, umsóknir 2014

Málsnúmer 201404181

Frestað.

6.4.Fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar 2015

Málsnúmer 201403095

Frestað.

7.Fundargerð 169. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201405022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

Málsnúmer 201401046

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Vísindagarðurinn ehf.

Málsnúmer 201403083

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir Ársala 2014

Málsnúmer 201405024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201401038

Lögð fram til kynningar, fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga frá 28. mars 2014, ásamt ársreikningi fyrir árið 2013. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við ársreikninginn.

12.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107

Lagt fram bréf Fljótsdalshéraðs til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er afgreiðsla Orkustofnunnar á erindi sveitarfélagsins.

13.Beiðni um kaup á landi

Málsnúmer 201403001

Lagt fram erindi Frændgarðs, undirritað af Stefáni Þórarinssyni, þar sem óskað er eftir að fá keypta fjögurra hektara lóð úr landi Grafar, sem mörkuð hefur verið umhverfis sumarbústað félagsins. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

14.Samþykktir fyrir Ársali

Málsnúmer 201404191

Lagðar fram til staðfestingar samþykktir fyrir félagið Ársali Lagarási 22 Egilsstöðum (áður Dvalarheimili aldraðra)

Bæjarráð staðfestir samþykktirnar.

15.Styrkumsókn vegna Samfés,samtaka félagsmiðstöðva.

Málsnúmer 201404115

Lögð fram beiðni frá Ungmennaráði Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi um styrk til vinnuferðar að Lundi í Svíþjóð sumarið 2014.

Bæjarráð samþykkir að heimilar ráðstöfun á 70.000 krónum vegna vinnuferðarinnar.
Styrkurinn verði tekinn af lið 21-05, sem er fjárhagsliður ungmennaráðs.

16.Sveitarstjórnarkosningar 2014

Málsnúmer 201403073

Farið yfir undirbúning kosninga fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí nk. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir kjörskrárstofn og leggja fram kjörskrá samkvæmt reglum þar um.

Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið gangist fyrir einum sameiginlegum framboðsfundi í samstarfi við framboð til sveitarstjórnar í vikunni fyrir kosningar.
Fundurinn verður auglýstur nánar síðast.

17.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Farið yfir erindi sem bárust í síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa.

18.Fyrirhuguð olíuleit og -vinnsla á Drekasvæðinu

Málsnúmer 201208032

Bæjarráð fagnar yfirlýsingu Eykon Energy um að velja Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað sem þjónustumiðstöð fyrir væntanlega rannsóknir á Drekasvæðinu. Þessi ákvörðun felur í sér mikil tækifæri fyrir atvinnulífið á Austurlandi og ekki síst Egilsstaðaflugvöll. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgjast með framvindu málsins í gegnum samstarfsvettvang sveitarfélaganna.

19.Sannleiksnefndin

Málsnúmer 201405061

Stefán Bogi Sveinsson fór yfir málið.

Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að veita Sannleiksnefndinni lokafrest til að skila niðurstöðu sinni og miðist hann við 17. ágúst nk.

Fundi slitið.