Heimsókn heilbrigðisfulltrúa vegna ýmissa mála

Málsnúmer 201405029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 256. fundur - 14.05.2014

Helga Hreinsdóttir heilbrigðisfulltrúi mætti til fundar við bæjarráð til að fara yfir ýmis málefni, svo sem fráveitur, útrásir og hreinsivirki og æskilegar úrbætur.
Að lokinni ágætri yfirferð yfir málin var Helgu þökkuð koman og veittar upplýsingar.