Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði.
Skýrslan var tekin fyrir í umhverfis- og héraðsnefnd 3. des. 2012, en verður aftur til umræðu nú þar sem Árni Óðinsson mun kynna skýrsluna fyrir hönd Landsvirkjunar.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.

Umhverfis- og héraðsnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af breyttri grunnvatnsstöðu Lagarfljóts eftir virkjun. Ljóst er að hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og lýsir yfir miklum áhyggjum af breyttri grunnvatnsstöðu Lagarfljóts eftir virkjun. Ljóst er að hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni.

Í ljósi þess að vatnsmagn úr Hálslóni í Lagarfljót er töluvert meira en reiknilíkön gerðu ráð fyrir við hönnun Kárahnjúkastíflu beinir bæjarstjórn því til Landsvirkjunar að unnin verði áætlun um úrbætur og mótvægisaðgerðir gegn landbroti á bökkum Lagarfljóts, sérstaklega á þeim stöðum sem að framan eru nefndir og þar sem ástandið er alvarlegast. Horft verði heildstætt á stöðu grunnvatns, aukið vatnsmagn og meiri straumþunga í Lagarfljóti og samspil og áhrif þessara þátta á landbrot.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Lagt fram til kynningar svarbréf Orkustofnunar við bréfi frá Fljótsdalshéraði frá 30. maí s.l., varðandi það hvort leyfishafar hafi farið eftir skilmálum virkjunarleyfa, annars vegar vegna Kárahnjúkavirkjunar og hins vegar vegna Lagarfossvirkjunar.

Þar kemur fram að Orkustofnun hefur þegar leitað umsagnar Landsvirkjunar og Orkusölunnar á erindi Fljótsdalshéraðs og að reynt verði að hraða málsmeðferð eins og kostur er. Skilafrestur fyrirtækjanna á umsögnunum er til 21. júní nk.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Lagt fram bréf frá Orkustofnun, dagsett 6.ágúst 2013 varðandi Skilmála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjunar.

Með tilliti til þess að nefndir sveitarfélagsins eru að hefja störf eftir sumarfrí nú í lok mánaðarins, óskar bæjarráð eftir fresti til 16. september til að bregðast við bréfi Orkustofnunar.
Bæjarstjóra falið að vinna athugasemdir við það sem fram kemur í erindinu, í samráði við viðkomandi fagnefndir og hagsmunaaðila. Drög að athugasemdum verði lögð fyrir fund bæjarráðs.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 27.08.2013

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði. Málið var áður á dagskrá þann 03.12.2012 og í framhaldi var óskað eftir áliti Orkustofnunar um hvort að skilmálum virkjunarleyfis hafi verið framfylgt.
Fyrir liggur svar frá Orkustofnun.


Björn Ingimarsson kynnti erindið. Nefndin þakkar Birni fyrir kynninguna. Bæjarstjóri óskar eftir athugasemdum frá nefndarmönnum ef einhverjar eru fyrir 11. september nk.

Samþykkt með handauppréttingu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 100. fundur - 28.08.2013

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði
Lagt fram bréf frá Orkustofnun um framlengdan frest til að skila inn athugasemdum

Björn Ingimarsson kynnti erindið.

Nefndin þakkar Birni fyrir kynninguna. Bæjarstjóri óskar eftir athugasemdum frá nefndarmönnum ef einhverjar eru fyrir 11. september nk.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.09.2013

Bæjarstjóri hefur unnið að því með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins að taka saman athugasemdir vegna skoðunar Orkustofnunar á framkvæmd á skilmálum virkjanaleyfa við Kárahnjúka og Lagarfoss. Í því skyni hefur verið fundað með fulltrúum landeigenda við Lagarfljót og þeim fastanefndum sveitarfélagsins sem málið varðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá athugasemdunum og senda til Orkustofnunar fyrir lok tilskilins frests.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 18.09.2013

Bæjarstjóri hefur unnið að því með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins að taka saman athugasemdir vegna skoðunar Orkustofnunar á framkvæmd á skilmálum virkjanaleyfa við Kárahnjúka og Lagarfoss. Í því skyni hefur verið fundað með fulltrúum landeigenda við Lagarfljót og þeim fastanefndum sveitarfélagsins sem málið varðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá athugasemdunum og senda til Orkustofnunar fyrir lok tilskilins frests.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 26.02.2014

Lagt fram svar Orkustofnunnar við erindum sveitarfélagsins dagsettum 30.05 og 24. sept. 2013, vegna virkjanaleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana.

Fyrir fundinum liggja einnig drög að beiðni til Orkustofnunnar um endurupptöku málsins.
Bæjarstjóra falið að ganga frá erindinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 255. fundur - 23.04.2014

Lagt fram svarbréf Orkustofnunar, dags. 9. apríl 2014 við beiðni um endurupptöku á málsmeðferð varðandi skilmála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjunar og efni rökstuðnings.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með landeigendum um stöðu málsins og bæjarstjóra falið að boða til þess fundar við fyrsta tækifæri.
Jafnframt heimilar bæjarráð bæjarstjóra, í samráði við lögmann og bæjarráð, að kæra höfnun Orkustofnunar á endurupptöku málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 256. fundur - 14.05.2014

Lagt fram bréf Fljótsdalshéraðs til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er afgreiðsla Orkustofnunnar á erindi sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 28.05.2014

Lagt fram svarbréf Úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála um móttöku kæru, dags. 6. maí 2014. Í bréfinu kemur fram að Úrskurðarnefnd hefur lögum samkvæmt þrjá til sex mánuði til að kveða upp sinn úrskurð, en jafnframt kemur fram að nefndin telur sér ekki fært að ljúka málinu innan árs frá móttöku kærunnar.
Bæjarráð telur algerlega óásættanlegt að opinber útskurðarnefnd sjái sér ekki fært að fara að fyrirmælum laga í starfsemi sinni. Kærendur hafa að jafnaði ríka hagsmuni af því að fá úrskurði í sínum málum og krefst bæjarráð þess að yfirvöld sjái til þess að lögum verði fylgt í þessu máli sem og öðrum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Lagt fram svarbréf Úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála um móttöku kæru, dags. 6. maí 2014. Í bréfinu kemur fram að Úrskurðarnefnd hefur lögum samkvæmt þrjá til sex mánuði til að kveða upp sinn úrskurð, en jafnframt kemur fram að nefndin telur sér ekki fært að ljúka málinu innan árs frá móttöku kærunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur algerlega óásættanlegt að opinber úrskurðarnefnd sjái sér ekki fært að fara að fyrirmælum laga í starfsemi sinni. Kærendur hafa að jafnaði ríka hagsmuni af því að fá úrskurði í sínum málum og krefst bæjarráð þess að yfirvöld sjái til þess að lögum verði fylgt í þessu máli sem og öðrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 258. fundur - 27.06.2014

Lagt fram svar við bréfi sem Fljótsdalshérað sendi Orkustofnun 22.maí 2014.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til málsins m.a. með tilliti til stöðu skipulagsákvarðana Lagarfossvirkjunar m.v. raunverulega landsnotkun, þýðingu yfirlýsingar um virkjunartilhögun í framkvæmdalýsingu o.fl.

Varðandi fund bæjarráðs með landeigendum um stöðu málsins kom fram hjá bæjarstjóra að stefnt er á að koma á fundi síðsumars eða með haustinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 11.08.2014

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 15.júlí 2014, þar sem tilkynnt er um töf á afgreiðslu erindis Fljótsdalshéraðs dags. 30.júní 2014.
Fram kemur í bréfinu að stefnt er að afgreiðslu málsins um miðjan ágúst.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 354. fundur - 12.09.2016

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem fram kemur að kæru Fljótsdalshéraðs á ákvörðun Orkustofnunar frá 9. apríl 2014 um að synja kröfu sveitarfélagsins um endurupptöku á málsmeðferð varðandi skilmála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana hafi verið vísað frá á grundvelli þess að Fljótsdalshérað ætti ekki að því kæruaðild. Jafnframt kom fram að kæran hafi verið framsend atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu til úrskurðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma framkomnum upplýsingum á framfæri við stjórn Félags landeigenda við Lagarfljót.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með hversu langan tíma málsmeðferð nefndarinnar tók, eða frá því í maí 2014, ekki síst með tilliti til þess að málið var á endanum afgreitt, án þess að fá efnislega meðferð hjá nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem fram kemur að kæru Fljótsdalshéraðs á ákvörðun Orkustofnunar frá 9. apríl 2014 um að synja kröfu sveitarfélagsins um endurupptöku á málsmeðferð varðandi skilmála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana hafi verið vísað frá á grundvelli þess að Fljótsdalshérað ætti ekki að því kæruaðild. Jafnframt kom fram að kæran hafi verið framsend atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu til úrskurðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að koma framkomnum upplýsingum á framfæri við stjórn Félags landeigenda við Lagarfljót.
Bæjarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með hversu langan tíma málsmeðferð nefndarinnar tók, eða frá því í maí 2014, ekki síst með tilliti til þess að málið var á endanum afgreitt, án þess að fá efnislega meðferð hjá nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.