- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og lýsir yfir miklum áhyggjum af breyttri grunnvatnsstöðu Lagarfljóts eftir virkjun. Ljóst er að hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni.
Í ljósi þess að vatnsmagn úr Hálslóni í Lagarfljót er töluvert meira en reiknilíkön gerðu ráð fyrir við hönnun Kárahnjúkastíflu beinir bæjarstjórn því til Landsvirkjunar að unnin verði áætlun um úrbætur og mótvægisaðgerðir gegn landbroti á bökkum Lagarfljóts, sérstaklega á þeim stöðum sem að framan eru nefndir og þar sem ástandið er alvarlegast. Horft verði heildstætt á stöðu grunnvatns, aukið vatnsmagn og meiri straumþunga í Lagarfljóti og samspil og áhrif þessara þátta á landbrot.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði.
Skýrslan var tekin fyrir í umhverfis- og héraðsnefnd 3. des. 2012, en verður aftur til umræðu nú þar sem Árni Óðinsson mun kynna skýrsluna fyrir hönd Landsvirkjunar.
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.
Umhverfis- og héraðsnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af breyttri grunnvatnsstöðu Lagarfljóts eftir virkjun. Ljóst er að hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni.
Samþykkt með handauppréttingu.