Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

100. fundur 28. ágúst 2013 kl. 17:00 - 21:35 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi

1.Umsókn um ljósastaur við Kóreksstaði

Málsnúmer 201306087Vakta málsnúmer

Umsókn um ljósastaur við Kóreksstaði
Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Aðalbjörg Sigurðardóttir kt. 210151-2309 sækir um að fá útiljósastaur í hlaðið á Kórreksstöðum í Hjaltarstaðaþinghá.

Málinu frestað til næsta fundar. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að afla nánari upplýsinga

2.Gangbrautir á Egilsstöðum

Málsnúmer 201308068Vakta málsnúmer

Gangbrautir á Egilsstöðum
Erindi dagsett 20.ágúst 2013 þar sem Halldór Örvar Einarsson Selási 26 leggur fram tillögu að gangbrautir á gatnamótum í þéttbýli Egilsstaða verði færðar um 20-50 m. frá þeim.

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfritara fyrir ábendingarnar en vísar erindinu til umfjöllunar í vinnuhóp um umferðaröryggi.

Samþykkt með handauppréttingu

3.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107Vakta málsnúmer

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði
Lagt fram bréf frá Orkustofnun um framlengdan frest til að skila inn athugasemdum

Björn Ingimarsson kynnti erindið.

Nefndin þakkar Birni fyrir kynninguna. Bæjarstjóri óskar eftir athugasemdum frá nefndarmönnum ef einhverjar eru fyrir 11. september nk.

Samþykkt með handauppréttingu

4.Smiðjusel 7, vegna byggingarleyfis

Málsnúmer 201308053Vakta málsnúmer

Smiðjusel 7, vegna byggingarleyfis
Erindi dagsett 15. ágúst 2013 þar sem íbúar í Dalbrún fara fram á að byggingarleyfi við Smiðjusel 7 verði endurskoðað.

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að grenndarkynning var send út bréflega 21.október 2010 þar sem gefin var frestur til athugsemda til 18.nóvember 2010. Eftirtaldir lóðarhafar fengu grenndarkynninguna til umsagnar:
Vegagerð Ríkisins, Hitaveita Egilstaða og Fella, Fasteignafélagið Ösp ehf, Sóknarnefnd Áskirkju, Haukur Guðmundsson, Fljótsdalshérað og Bílabær ehf.
Engar athugasemdir bárust. Á grundvelli þeirrar kynningar var samþykkt að gefa út byggingarleyfi fyrir Smiðjusel 6 á 40. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 10.11.2010 sem staðfest var í bæjarstjórn 17.11.2010.

Að framan sögðu verður nefndin ekki við þeirri ósk bréfritara að endurskoða áður útgefið byggingarleyfi fyrir Smiðjusel 6.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda þeim sem undir listann skrifuðu, þessa afgreiðslu.

Samþykkt með handauppréttingu

Árni Kristinsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að á næsta reglulega fundi nefndarinnar verði lagður fram listi yfir allar lausar lóðir í þéttbýli sveitarfélagsins og hvaða lóðir eru tilbúnar til úthlutunar.

Samþykkt með handauppréttingu

5.Frumvarp til laga um bótaákvæði skipulagslaga

Málsnúmer 201308030Vakta málsnúmer

Frumvarp til laga um bótaákvæði skipulagslaga
Bréf frá Umhveris- og auðlindaráðuneytinu um ósk eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu og leggja það fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu

6.Umsókn um rekstrarleyfi/gistiskáli

Málsnúmer 201308072Vakta málsnúmer

Umsókn um rekstrarleyfi/gistiskáli
Erindi dags. 15.07.2013 þar sem Sigfús Ingi Víkingsson kt. 121174-3839 sækir um rekstarleyfi fyrir sölu á gistingu í flokki 2.

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Nefndin bendir á að Lögreglustjórinn á Seyðisfirði sér um veitingu slíkra leyfa og verður umsóknin send þangað.

Samþykkt með handauppréttingu

7.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099Vakta málsnúmer

Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013
Lagðar fram tvær eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Opin leiksvæði á Egilsstöðum og Fellabæ dags. 20.08.2013. Varðar niðurstöður úr rannskóknum á baðvatni í Sundlauginni á Egilsstöðum dags. 06.07.2013

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda-og þjónustufulltrúa að bregðast við þeim athugasemdum sem settar eru fram í eftirlitsskýrlsu vegna leiktækja á opnum svæðum og fjarlægja þau leiktæki sem ekki uppfylla reglugerð leiktækja nr. 942/2002

Samþykkt með handauppréttingu

8.Umsókn um stækkun Gistihússins á Egilsstöðum

Málsnúmer 201308097Vakta málsnúmer

Umsókn um stækkun Gistihússins á Egilsstöðum
Erindi dagsett 23.08.2013 þar sem Gunnlaugur Jónasson kt. 300968-5899 sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun Gistihússins á Egilsstöðum einnig er sótt leyfi til að rífa gamalt fjós. Aðaluppdrættir eru unnir af Birni Kristleifssyni arkitekt kt. 011246-3039

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin en bendir á að gera þarf minniháttar breytingu á deiliskipulagi.

Samþykkt með handauppréttingu

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir niðurrif gamla fjóssins á reit G3 skv. gildandi deiliskipulagi

Samþykkt með handauppréttingu

9.Skjöldólfsstaðir: Fyrirspurn um notkun húseininga

Málsnúmer 201308096Vakta málsnúmer

Skjöldólfsstaðir: Fyrirspurn um notkun húseininga
Aðalsteinn Jónsson Klausturseli hefur áfrom um að láta reisa gistiaðstöðu í tengslum við veitingar- og gistiaðstöðu á Skjöldólfsstöðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við notkun húseininganna standist þær gildandi reglur og staðla. Ef ekki liggur fyrir CE-merking skal afla umsagnar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og eftir atvikum Mannvirkjastofnun, sbr. 5.1.2 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Samþykkt með handauppréttingu

10.Aðgengismál við Hlymsdali

Málsnúmer 201308105Vakta málsnúmer

Aðgengismál við Hlymsdali
Aðgengismál skoðuð

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera tillögur að úrbótum við Hlymsdali og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu

11.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2014

Málinu frestað

12.Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308109Vakta málsnúmer

Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði
Umræður um almennar bifreiðastöður við stoppistöð strætó við íþróttamiðstöð Egilsstaða.

Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar málinu til vinnslu í vinnuhóp um umferðaröryggi

Samþykkt með handauppréttingu

13.Vísindagarður ehf byggingarleyfi

Málsnúmer 201308111Vakta málsnúmer

Vísindagarður ehf byggingarleyfi
Erindi dagsett 22.08.2013 þar sem Böðvar Bjarnason kt. 301065-5239 sækir um byggingarleyfi fyrir Vísindagarð ehf kt. 470507-0390 vegna viðbyggingar við Tjarnarbraut 39a

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 21:35.