Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308109

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 100. fundur - 28.08.2013

Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði
Umræður um almennar bifreiðastöður við stoppistöð strætó við íþróttamiðstöð Egilsstaða.

Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar málinu til vinnslu í vinnuhóp um umferðaröryggi

Samþykkt með handauppréttingu

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 6. fundur - 16.10.2013

Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði
Umræður um almennar bifreiðastöður við stoppistöð strætó við íþróttamiðstöð Egilsstaða.Málið var áður á dagskrá í skipulags- og mannvirkjanefnd 28.08.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vinnuhópurinn leggur til að bannað verði að leggja ökutæki við austur brún Tjarnarbrautar frá Tjarnarlöndum að syðri innkeyrslu á bifreiðastæði við íþróttamiðstöðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Í vinnslu á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar.