Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

104. fundur 23. október 2013 kl. 17:00 - 19:51 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er Skjöldólfsstaðir: Fyrirspurn um notkun húseininga og verða þeir liðir númer 9 í dagskránni.

1.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2013

Málsnúmer 201309096

Lögð er fram fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 9. október 2013, skýrsla stjórnar og fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

Lagt fram til kynningar.

2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir leikskólann Tjarnarskógur dags. 3.9.2013.

Vísað er í afgreiðslu nefndarinnar 25.9.2013.

3.Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102

Fyrir liggur málefni Safnahússins á Egilsstöðum, breyting á eignarhaldi.

Lagt fram til kynningar.

4.Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 6

Málsnúmer 1310001

Lögð er fram 6. fundargerð Vinnuhóps um umferðaröryggismál, fundargerðin er í fimm liðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir afgreiðslu Vinnuhóps- um umferðaröryggismál í eftirtöldum liðum:

1) Gangbraut yfir Fagradalsbraut.
2) Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði.
3) Gangbrautir á Egilsstöðum.
4) Gangbraut við gatnamót Fagradalsbraut Vallavegur.
5) Umferðarmerki, frágangur.

Nefndin samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.



4.1.Gangbraut yfir Fagradalsbraut

Málsnúmer 201309157

Samþykkt

4.2.Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308109

Samþykkt

4.3.Gangbrautir á Egilsstöðum

Málsnúmer 201308068

Samþykkt

4.4.Gangbraut við gatnamót Fagradalsbraut Vallavegur.

Málsnúmer 201310048

Samþykkt

4.5.Umferðarmerki, frágangur

Málsnúmer 201310047

Samþykkt

5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 201310072

Erindi dags.21.10.2013 þar sem Reimar S. Ásgrímsson kt.230970-4839 óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta geymslugám við suðurenda Síberíu, að Lyngási 12.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir gáminn til eins árs.

Jafnframt beinir nefndin þeim tilmælum til lóðarhafa Lyngáss 12, að húsfélagið taki á umgengni og nýtingu lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Einbúablá 34, lóðarfrágangur

Málsnúmer 201310030

Erindi í tölvupósti dags.6.10.2013 þar sem Skúli Hannesson kt.010654-4329 óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um frágang á lóðinni Einbúablá 34, vegna meintra mistaka við hæðarsetningu hússins.
Málið var áður á dagskrá 9.10.2013.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur skoðað aðstæður og rætt við bréfritara.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki forsendur fyrir aðkomu að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Finnsstaðasel, heimreið

Málsnúmer 201310042

Erindi í tölvupósti dagsett 9.10.2013 þar sem Margrét Sigbjörnsdóttir kt.201162-4409 óskar eftir að fá að nota gamla veginn upp frá Fossgerði til að komast að sumarbústað sínum í Finnsstaðaseli.
Málið var áður á dagskrá 9.10.2013.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur rætt við við hagsmunaaðila.

Jónas vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að gamli slóðinn að Finnsstaðaseli um land sveitarfélagsins í Fossgerði verði notaður sem aðkomuleið. Nefndin bendir á að afla þarf samþykki annarra landeigenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201310080

Vakin er athygli á ákvæði til bráðabirgða í byggingarreglugerðinn þar sem segir að byggingarfulltrúar hafi frest til 1. janúar 2018 til að afla sér faggildingar í samræmi við 3.2.kafla og fyrir 1.janúar 2015 skulu Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa komið sér upp gæðastjórnunarkerfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að málið verði tekið fyrir á fundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, með það í huga að unnin verði beinagrind að gæðastjórnunarkerfi á vegum sambandsins, sem sveitarfélögin geti síðan gert að sínu hvert fyrir sig.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skjöldólfsstaðir: Fyrirspurn um notkun húseininga

Málsnúmer 201308096

Erindi í tölvupósti dagsett 23.10.2013 þar sem Aðalsteinn Ingi Jónsson kt.121052-4079 óskar eftir sérstöku leyfi til að hefja framkvæmdir samkvæmt 2.4.6.gr. í byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum og uppsteypu sökkla, samkvæmt 2.4.6.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012, þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:51.