Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 6

Málsnúmer 1310001

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 104. fundur - 23.10.2013

Lögð er fram 6. fundargerð Vinnuhóps um umferðaröryggismál, fundargerðin er í fimm liðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir afgreiðslu Vinnuhóps- um umferðaröryggismál í eftirtöldum liðum:

1) Gangbraut yfir Fagradalsbraut.
2) Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði.
3) Gangbrautir á Egilsstöðum.
4) Gangbraut við gatnamót Fagradalsbraut Vallavegur.
5) Umferðarmerki, frágangur.

Nefndin samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.



Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir,sem ræddi fundargerðina og bar fram fyrirspurn. Páll Sigvaldason sem svaraði fyrirspurn. Ruth Magnúsdóttir, sem ræddi umhverfisöryggismál. Páll Sigvaldason, sem ræddi sama mál. Björn Ingimarsson, sem ræddi sama mál og bar fram tillögu og Gunnar Jónsson, sem ræddi sama mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn furðar sig á því að ekki hafa borist svör frá Vegagerðinni á Reyðarfirð, varðandi þá beiðni Fljótsdalshéraðs að fá fund með forsvarsmönum Vegagerðarinnar, eins og farið var formlega fram á með bréfi fyrir u.þ.b. mánuði síðan.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest, en málið er að öðru leyti í vinnslu.