Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

186. fundur 06. nóvember 2013 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Ólason varamaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigríður Ruth Magnúsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243

Málsnúmer 1310007

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Karl Lauritzson, sem lagði fram bókun vegna liðar 1.2. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.2. og bókun sem Karl lagði fram. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 1.2. Eyrún Arnardóttir sem ræddi lið 1.2. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 1.2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 1.2. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.2. og Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem ræddi lið 1.2.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Höfnun forkaupsréttar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins á íbúðarhúsinu að Koltröð 21, en kvöð þess efnis var þinglýst á húsið. Bæjarstjóra falið að undirrita gögn þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Lántökuheimild vegna byggingar hjúkrunarheimilis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
"Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 1.500.000.000 kr. , í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Lánið mun koma til útgreiðslu í fjórum greiðslum á árunum 2013 og 2014. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum, sem eru lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að halda opinn kynningarfund um fjárhagsáætlun næsta árs milli fyrstu og annarrar umræðu í bæjarstjórn. Fundurinn verði haldinn þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20:00. Bæjarstjóra falið að velja fundarstað, undirbúa fundinn og kynna hann.
Umfjöllun um fjárhagsáætlun að öðru leyti vísað til liðar 8 á dagskránni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Karl Lauritzson lagði fram eftirfarandi bókun, f.h. fulltrúa L og D lista.

Á þessu kjörtímabili sem senn fer að ljúka, hafa fulltrúar L og D lista ítrekað komið fram með tillögur um að leita beri leiða til að auka hagræði í rekstri fræðslustofnanna sveitarfélagsins, þannig að því fjármagni sem varið er til fræðslumála nýtist málaflokknum betur. Þrátt fyrir jákvæðar undirtektir úr ræðustóli bæjarstjórnar, hefur ekkert orðið úr efndum. Því verður ekki dregin önnur ályktun af þeim orðum og aðgerðarleysi í framhaldi, að hugur hafi ekki fylgt máli.
Því er það okkar niðurstaða við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar og jafnframt þeim fyrri, að þeim fjármunum sem varið hefur verið til fræðslumála á liðnum árum og verður ráðstafað á komandi ári, séu ekki nýttir með viðunandi hætti.

1.3.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Drög að sundurliðun á fjárfestingaáætlun 2014, ásamt þriggja ára fjárfestingaáætlun 2015 - 2017, liggja nú fyrir, en verða afgreidd úr bæjarráði á næsta fundi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir heildarupphæðir fjárfestingaáætlunarinnar, en endanleg sundurliðun mun liggja fyrir við síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Fundargerð 157. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201310032

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.5.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 16.okt.2013

Málsnúmer 201310061

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.6.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Í vinnslu.

1.7.Fundargerð Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra 7.október 2013

Málsnúmer 201310016

Fjárhagsáætlun Dvalar- og hjúkrunarheimilisins staðfest, en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

1.8.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Í vinnslu.

1.9.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Í vinnslu.

1.10.Kindur í Kverkfjöllum

Málsnúmer 201310054

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.11.Samgöngusamningur

Málsnúmer 201310057

Lagt fram til kynningar.

1.12.Samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Í vinnslu.

1.13.Langbylgjumastur á Eiðum

Málsnúmer 201310063

Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur, dagsettur 9. október 2013, frá Eyjólfi Valdimarssyni, forstöðumanni tæknisviðs RÚV, með upplýsing um stöðu mála vegna langbylgjumasturs á Eiðum. Sveitarfélagið og nágrannar mastursins hafa frá því viðvörunarljósabúnaður var fyrst settur upp í því, kvartað mjög undan honum.

Í bréfinu kemur fram að RÚV, í samráði við ISAVIA eru að leyta nýrra lausna, þar sem þeir telja nú að núverandi ljós hafi reynst of óáreiðanleg við íslenskt veðurfar.

Til skoðunar er hvaða breytingar á ljósum geti best nálgast eftirfarandi markmið.

1. Áreiðanleg ljós við íslenskt veðurfar.
2. Ónáði nágranna ekki.
3. Flugöryggi ekki fórnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og gerir þá kröfu sem fyrr, að viðkomandi búnaður verð lagaður án tafar, eða honum skipt út, enda ástand hans búið að vera óásættanlegt um áraraðir.
Jafnframt ítrekar bæjarstjórn beiðni um að útvarpsstjóri komi til fundar við bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði til að ræða ýmis málefni er varða þjónustu Ríkisútvarpsins á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.14.EBÍ Ágóðahlutur 2013

Málsnúmer 201309063

Lagt fram til kynningar.

1.15.Þingsályktunartillaga um aðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi

Málsnúmer 201309090

Lagt fram til kynningar.

1.16.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077

Lagt fram erindi frá Héraðs- og Austurlandsskógum, dagsett 18. október 2013, með ábendingum til sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að hún skuli ákvarða hvort skógrækt innan sveitarfélagsins þurfi framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn kallar eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.17.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Í vinnslu.

1.18.Göngu/hjólreiðastígur í Fellabæ

Málsnúmer 201310088

Í vinnslu.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 104

Málsnúmer 1310013

Til máls tók; Páll Sigvaldason sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2013

Málsnúmer 201309096

Lagt fram til kynningar.

2.2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Lagt fram til kynningar.

2.3.Málefni Safnahúss

Málsnúmer 201211102

Lagt fram til kynningar.

3.Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 6

Málsnúmer 1310001

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir,sem ræddi fundargerðina og bar fram fyrirspurn. Páll Sigvaldason sem svaraði fyrirspurn. Ruth Magnúsdóttir, sem ræddi umhverfisöryggismál. Páll Sigvaldason, sem ræddi sama mál. Björn Ingimarsson, sem ræddi sama mál og bar fram tillögu og Gunnar Jónsson, sem ræddi sama mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn furðar sig á því að ekki hafa borist svör frá Vegagerðinni á Reyðarfirð, varðandi þá beiðni Fljótsdalshéraðs að fá fund með forsvarsmönum Vegagerðarinnar, eins og farið var formlega fram á með bréfi fyrir u.þ.b. mánuði síðan.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest, en málið er að öðru leyti í vinnslu.

3.1.Gangbraut yfir Fagradalsbraut

Málsnúmer 201309157

Í vinnslu á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.2.Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308109

Í vinnslu á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.3.Gangbrautir á Egilsstöðum

Málsnúmer 201308068

Í vinnslu á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.4.Gangbraut við gatnamót Fagradalsbraut Vallavegur.

Málsnúmer 201310048

Í vinnslu á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.5.Umferðarmerki, frágangur

Málsnúmer 201310047

Í vinnslu á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.6.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 201310072

Erindi dags.21.10.2013 þar sem Reimar S. Ásgeirsson kt.230970-4839 óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta geymslugám við suðurenda Síberíu, að Lyngási 12.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita stöðuleyfi fyrir gáminn til eins árs.
Jafnframt er þeim tilmælum beint til lóðarhafa Lyngáss 12, að húsfélagið taki á umgengni og nýtingu lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Einbúablá 34, lóðarfrágangur

Málsnúmer 201310030

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

3.8.Finnsstaðasel, heimreið

Málsnúmer 201310042

Erindi í tölvupósti dagsett 9.10.2013 þar sem Margrét Sigbjörnsdóttir kt.201162-4409 óskar eftir að fá að nota gamla veginn upp frá Fossgerði til að komast að sumarbústað sínum í Finnsstaðaseli.
Málið var áður á dagskrá 9.10.2013.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur rætt við hagsmunaaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og gerir ekki athugasemd við að gamli slóðinn að Finnsstaðaseli um land sveitarfélagsins í Fossgerði verði notaður sem aðkomuleið. Bæjarstjórn bendir á að afla þarf samþykkis annarra landeigenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201310080

Í skipulags- og mannvirkjanefnd var vakin athygli á ákvæði til bráðabirgða í byggingarreglugerðinni þar sem segir að byggingarfulltrúar hafi frest til 1. janúar 2018 til að afla sér faggildingar í samræmi við kafla 3.2. og fyrir 1.janúar 2015 skulu Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa komið sér upp gæðastjórnunarkerfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og leggur til að málið verði tekið fyrir á fundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, með það í huga að unnin verði beinagrind að gæðastjórnunarkerfi á vegum sambandsins, sem sveitarfélögin geti síðan gert að sínu hvert fyrir sig.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.10.Skjöldólfsstaðir: Fyrirspurn um notkun húseininga

Málsnúmer 201308096

Erindi í tölvupósti dagsett 23.10.2013 þar sem Aðalsteinn Ingi Jónsson kt.121052-4079 óskar eftir sérstöku leyfi til að hefja framkvæmdir samkvæmt 2.4.6.gr. í byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum og uppsteypu sökkla, samkvæmt 2.4.6.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012, þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 62

Málsnúmer 1310011

Til máls tók: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar á veiðiárinu 2012-2013

Málsnúmer 201310025

Afgreiðsla umhverfis- og héraðsnefndar staðfest.

4.2.Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310068

Í vinnslu.

4.3.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 201309163

Fyrir liggur fundarboð og dagskrá vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013.
Umhverfis- og héraðsnefnd sendir ekki fulltrúa á fundinn í þetta sinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vill beina því til Umhverfisstofnunar að bjóða upp á fundinn í fjarfundabúnaði þannig að náttúruverndarnefndir utan stórhöfuðborgarsvæðisins geti nýtt sér þá fræðslu sem boðið er upp á.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Fyrir liggur tilnefning umhverfis- og héraðsnefndar á fulltrúum í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir tilnefningu umhverfis- og héraðsnefndar á Eyrúnu Arnardóttur og Baldri Grétarssyni, sem fulltrúum nefndarinnar í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 192

Málsnúmer 1310012

Til máls tóku:

Fundargerðin staðfest.

5.1.Heimsókn í stofnanir á fræðslusviði á Egilsstöðum

Málsnúmer 201310073

Lagt fram til kynningar.

5.2.Ráðning forstöðumanns félagsmiðstöðva

Málsnúmer 201310074

Lagt fram til kynningar.

6.Félagsmálanefnd - 122

Málsnúmer 1310009

Til máls tók: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Jafnréttisáætlun 2013

Málsnúmer 201306100

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu félagsmálanefndar, sem fer með jafnréttismál fh. sveitarfélagsins, samþykkir bæjarstjórn endurskoðaða jafnréttisáætlun fyrir Fljótsdalshérað eins og hún liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Jafnréttisþing 2013

Málsnúmer 201310009

Lagt fram til kynningar.

6.3.Barnaverndarmál

Málsnúmer 200805128

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.4.Barnaverndarmál

Málsnúmer 200805127

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.5.Barnaverndarmál

Málsnúmer 201109171

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.6.Reglur um fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 201301084

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

6.7.Reglur um húsnæðisúrræði og þjónustu við fatlað fólk á eigin heimilum

Málsnúmer 201304093

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

6.8.Fyrirspurn vegna Háholts

Málsnúmer 201310060

Lagt fram til kynningar.

6.9.Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni

Málsnúmer 201309115

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

6.10.Stígamót, styrkbeiðni vegna þjónustu við brotaþola á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201310087

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

6.11.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2013

Málsnúmer 201310078

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurbirni Marinóssyni, dagsett 21.október 2013, með fundarboði á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands, 11. nóvember ásamt drögum að fjárhagsáætlun 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela Birni Ingimarssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Skólaskrifstofunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn fjárhagsáætlun 2014, ásamt þriggja ára áætlun. Nú hafa allar nefndir og forstöðumenn skilað sínum áætlunum, sem taka áttu mið af rammaáætluninni sem gefin var út sl. sumar. Sú rammaáætlun m.a. byggði á frumáætlun deilda sem nefndirnar skiluðu inn sl. vor.

Aðrir sem til máls tóku voru eftirtaldir: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Páll Sigvaldason, Gunnar Jónsson, Ruth Magnúsdóttir, Karl Lauritzson, Eyrún Arnardóttir, Páll Sigvaldason, Gunnar Jónsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að lokinni yfirferð yfir áætlunina, samþykkti bæjarstjórn að vísa fjárhagsáætlun 2014, ásamt þriggja ára áætlun 2015 - 2017, til bæjarráðs til undirbúnings fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn, sem fyrirhuguð er 20. nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.