Langbylgjumastur á Eiðum

Málsnúmer 201310063

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 9. október 2013, frá Eyjólfi Valdimarssyni, forstöðumanni tæknisviðs RÚV, með upplýsing um stöðu mála vegna langbylgjumasturs á Eiðum. Sveitarfélagið og nágrannar mastursins hafa frá því viðvörunarljósabúnaður var fyrst settur upp í því, kvartað mjög undan honum.

Í bréfinu kemur fram að RÚV, í samráði við ISAVIA eru að leyta nýrra lausna, þar sem þeir telja nú að núverandi ljós hafi reynst of óáreiðanleg við íslenskt veðurfar.

Til skoðunar er hvaða breytingar á ljósum geti best nálgast eftirfarandi markmið.

1. Áreiðanleg ljós við íslenskt veðurfar.
2. Ónáði nágranna ekki.
3. Flugöryggi ekki fórnað.

Bæjarráð gerir þá kröfu sem fyrr, að viðkomandi búnaður verð lagaður án tafar, eða honum skipt út, enda ástand hans búið að vera óásættanlegt um áraraðir.
Jafnframt ítrekar bæjarráð beiðni um að útvarpsstjóri komi til fundar við bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði til að ræða ýmis málefni er varða þjónustu Ríkisútvarpsins á svæðinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur, dagsettur 9. október 2013, frá Eyjólfi Valdimarssyni, forstöðumanni tæknisviðs RÚV, með upplýsing um stöðu mála vegna langbylgjumasturs á Eiðum. Sveitarfélagið og nágrannar mastursins hafa frá því viðvörunarljósabúnaður var fyrst settur upp í því, kvartað mjög undan honum.

Í bréfinu kemur fram að RÚV, í samráði við ISAVIA eru að leyta nýrra lausna, þar sem þeir telja nú að núverandi ljós hafi reynst of óáreiðanleg við íslenskt veðurfar.

Til skoðunar er hvaða breytingar á ljósum geti best nálgast eftirfarandi markmið.

1. Áreiðanleg ljós við íslenskt veðurfar.
2. Ónáði nágranna ekki.
3. Flugöryggi ekki fórnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og gerir þá kröfu sem fyrr, að viðkomandi búnaður verð lagaður án tafar, eða honum skipt út, enda ástand hans búið að vera óásættanlegt um áraraðir.
Jafnframt ítrekar bæjarstjórn beiðni um að útvarpsstjóri komi til fundar við bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði til að ræða ýmis málefni er varða þjónustu Ríkisútvarpsins á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 268. fundur - 06.10.2014

Lagt fram erindi frá Charles William M. Ross, dags. 18.09. 2014, vegna ljósanna í mastrinu á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir bæjarstjórnar og bæjarráðs Fljótsdalshéraðs um málið og felur bæjarstjóra að koma þeim á framfæri við nýjan útvarpsstjóra hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Erindi frá Charles William Ross dagsett 18.09. 2014, varðandi blikkljós í langbylgjumastrinu á Eiðum.

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og ítrekar fyrri bókanir bæjarráðs og bæjarstjórnar um málið og felur bæjarstjóra að koma þeim á framfæri við nýjan útvarpsstjóra hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.