Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

268. fundur 06. október 2014 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti eitt og annað sem varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Björn kynnti vinnu varðandi mögulega munageymslu fyrir Minjasafnið, sem verið hefur í gangi undanfarið. Bæjarráð staðfestir fyrri afgreiðslu málsins.

2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Guðmundur Kröyer form. atvinnu- og menningarnefndar og Adda Birna Hjálmarsdóttir form. íþrótta- og tómstundanefndar ásamt Óðni Gunnari Óðinssyni starfsmanni nefndanna og kynntu endurskoðuð drög að fjárhagsáætlunum nefndanna. Fóru þau yfir áherslur nefndanna og helstu frávik frá römmum og kynntu hagræðingar sem gerðar hafa verið til að ná þeim.

Síðan kom Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og kynnti stöðu fræðslunefndar varðandi fjárhagsáætlunina.

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór síðan yfir heildarmyndina á fjárhagsáætluninni eins og hún birtist þegar hann er búinn að setja saman áætlanir nefndanna.

Fjárhagsáætlun 2015 sett í áframhaldandi vinnslu.

3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 23.sept.2014

Málsnúmer 201409124Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 818.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201409114Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. 2014

Málsnúmer 201409040Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201409125Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Vali Rafni Halldórssyni, dagsett 23. september 2014, með fundarboði á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga, ásamt ársreikni samtakanna fyrir 2012 og 2013. Fundurinn er boðaður á Hilton R.N. hóteli í Reykjavík 10. október kl. 13:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum og að varamaður verði Gunnar Jónsson.
Bæjarráð tilnefnir jafnframt Stefán Boga Sveinsson sem fulltrúa sinn í stjórn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalfundur GáF ehf. 2014

Málsnúmer 201410006Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Gáf ehf. 2014, sem boðaður er á Húsavík 16. október kl. 13:30. Jafnframt lögð fram ýmis fylgigögn vegna aðalfundarins.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

8.Langbylgjumastur á Eiðum

Málsnúmer 201310063Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Charles William M. Ross, dags. 18.09. 2014, vegna ljósanna í mastrinu á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir bæjarstjórnar og bæjarráðs Fljótsdalshéraðs um málið og felur bæjarstjóra að koma þeim á framfæri við nýjan útvarpsstjóra hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um húsnæði til leigu

Málsnúmer 201409126Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Rauða kross deild Héraðs og Borgarfjarðar þar sem falast er eftir leigu á einu bili í húsnæðinu að Tjarnarási 9.

Bæjarráð bendir á að húsnæðið er ekki til ráðstöfunar. Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara og kanna fleiri fleti á málinu.

10.Tillaga til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu

Málsnúmer 201409149Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, ritara á nefndarsviði Alþingis, dags. 25. sept. 2014, þar sem óskað er eftir umsögnum við frumvarp um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu.

Fljótsdalshérað mun ekki senda sérstaka umsögn vegna málsins.

11.Tilnefning fulltrúa í samgöngunefnd SSA

Málsnúmer 201409156Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Jónu Árnýju Þórðardóttur, dags. 26. september 2014, f.h. Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, með beiðni um tilnefningu fulltrúa og varafulltrúa í samgöngunefnd SSA:

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Önnu Alexandersdóttur sem aðalmann og Pál Sigvaldason sem varamann hennar í samgöngunefndina.

12.Reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 201409017Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn sem Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri vann í samráði við Björn Ingimarsson bæjarstjóra.

Umsögnin hefur þegar verið send til ráðuneytisins.

13.Vika staðbundins lýðræðis 2014

Málsnúmer 201410008Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, f.h. Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities of the Council of Europe) þar sem sveitarfélög og héruð í Evrópu eru hvött til að vekja athygli á mikilvægi staðbundins lýðræðisins með því að tileinka lýðræðinu eina viku og skipuleggja þá sérstakar aðgerðir.

Bæjarráð samþykkir að fresta liðnum til næsta fundar og óskar eftir frekari upplýsingum um kostnað við hugmyndina "Betra Fljótsdalshérað".
Að loknum fundi bæjarráðs mættu fulltrúar landeigenda við Lagarfljót þeir Pétur Elísson og Jóhann Gísli Jóhannsson til fundar við bæjarráðsmenn, ásamt Jóni Jónssyni lögmanni. Á þeim fundi var farið yfir ýmis samskiptamál við Landsvirkjun, Rarik/Orkusöluna og Orkustofnun, vegna áhrifa Kárahnjúkavirkjunar og stækkun Lagarfossvirkjunar á vatnaflutninga um farveg Lagarfljóts.

Fundi slitið - kl. 11:00.