Reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 201409017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 265. fundur - 08.09.2014

Lagt fram erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 1. september 2014, með beiðni um umsögn um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við slökkviliðsstjóra, að vinna drög að umsögn sem síðan verður lögð fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 268. fundur - 06.10.2014

Lögð fram umsögn sem Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri vann í samráði við Björn Ingimarsson bæjarstjóra.

Umsögnin hefur þegar verið send til ráðuneytisins.