Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

205. fundur 15. október 2014 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Þórður Mar Þorsteinsson varamaður
  • Ingunn Bylgja Einarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 268

Málsnúmer 1409023

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Lagt fram til kynningar.

1.2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Í vinnslu.

1.3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 23.sept.2014

Málsnúmer 201409124

Lagt fram til kynningar.

1.4.Fundargerð 818.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201409114

Lagt fram til kynningar.

1.5.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. 2014

Málsnúmer 201409040

Lagt fram til kynningar.

1.6.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201409125

Bókun bæjarráðs staðfest.

1.7.Aðalfundur GáF ehf. 2014

Málsnúmer 201410006

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Langbylgjumastur á Eiðum

Málsnúmer 201310063

Erindi frá Charles William Ross dagsett 18.09. 2014, varðandi blikkljós í langbylgjumastrinu á Eiðum.

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og ítrekar fyrri bókanir bæjarráðs og bæjarstjórnar um málið og felur bæjarstjóra að koma þeim á framfæri við nýjan útvarpsstjóra hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Beiðni um húsnæði til leigu

Málsnúmer 201409126

Í vinnslu.

1.10.Tillaga til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu

Málsnúmer 201409149

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

1.11.Tilnefning fulltrúa í samgöngunefnd SSA

Málsnúmer 201409156

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Önnu Alexandersdóttur sem aðalmann og Pál Sigvaldason sem varamann í samgöngunefnd SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.12.Reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 201409017

Lagt fram til kynningar.

1.13.Vika staðbundins lýðræðis 2014

Málsnúmer 201410008

Í vinnslu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 269

Málsnúmer 1410005

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem bar fram fyrirspurnir undir lið 2.1. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.1 og óskaði frekari skýringa við liðinn. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.1 og svaraði fyrirspurnum. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.1 og svaraði fyrirspurnum. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 2.1. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.1. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.1 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.1.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Á fundi bæjarráðs var rædd hugmynd að heildar úttekt á skólastarfi í grunn- og tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs, líkt og um er rætt í málefnasamningi meirihlutans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að hafa samband við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og kanna mögulega aðkomu þeirra að málinu. Verkið verði unnið samkvæmt fyrirfram ákveðinni lýsingu sem bæjarráð mun ganga frá áður en að úttekt kemur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Í vinnslu.

2.3.Fundargerð 819. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201410018

Lagt fram til kynningar.

2.4.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014

Málsnúmer 201410017

Í vinnslu.

2.5.Vika staðbundins lýðræðis 2014

Málsnúmer 201410008

Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram ýmsar upplýsingar varðandi verkefnið Betra Fljótsdalshérað, sem kynnt var í bæjarráði og nefndum sveitarfélagsins fyrr á þessu ári og snýst um að íbúar sveitarfélagsins geti, í gegn um heimasíðu Fljótsdalshéraðs, vakið athygli á og umræðu um ýmis mál sem síðan fara til umfjöllunar í viðkomandi nefndum sveitarfélagsins eftir fyrirfram ákveðnum reglum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur þetta vænlegt verkefni til að hrinda af stað í tilefni af viku staðbundins lýðræðis, sbr. erindi Sambands Ísl. sveitarfélaga.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera tillögu að tímasetningu og kynningu á upphafi verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Hluthafafundur Barra ehf.2014

Málsnúmer 201410040

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 5

Málsnúmer 1410001

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 3.3 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 3.5. og kynnti bókun. Guðmundur S. Kröyer, sem ræddi lið 3.5. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.5. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.5. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.5. og bar fram fyrirspurn. Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 3.5. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.5 og svaraði fyrirspurn og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.5.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201409153

Í vinnslu.

3.2.Ársskýrsla 2013 fyrir Bókasafn Héraðsbúa

Málsnúmer 201409107

Lagt fram til kynningar.

3.3.Litl ljóða hámerin, umsókn um styrk

Málsnúmer 201409152

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Litl ljóða hámerinni verði veittur styrkur að upphæð 30.000 kr. sem takist af liðnum 05.74.

Samþykkt með 8 atkv. en einn var fjarverandi (SBS)

3.4.Þjónusta við innviði í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201409066

Lagt fram til kynningar.

3.5.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og mælist til að á næsta fundi nefndarinnar verði skipaður vinnuhópur um menningarstefnu Fljótsdalshéraðs og að þar verði einn fulltrúi frá hverju framboði.

Samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta, en 3 fulltrúar minnihluta sátu hjá.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun fh. B-listans:
Þó fulltrúar B-lista telji ekki ástæðu til að leggjast gegn því að ráðist verði í vinnu við gerð menningarstefnu þá teljum við önnur verkefni brýnni. Ljóst er að allmikil vinna fer í verkefni sem þetta, bæði af hálfu kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins. Stjórnsýsla sveitarfélagsins þjáist ekki af verkefnaskorti og telja fulltrúar B-lista skynsamlegra að klára önnur verkefni sem þegar eru hafin áður en lagt er í ný, til að mynda vinnu starfshóps um menningarhús.

3.6.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126

Í vinnslu.

3.7.Tour de Ormurinn, fundargerð frá 21. ágúst 2014

Málsnúmer 201409064

Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 9

Málsnúmer 1410003

Til máls tóku: Páll Sigvaldason sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.20 og bar fram fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.20 og svaraði fyrirspurn og lið 4.15 og kynnti bókun. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.15. Björn Ingimarsson, sem ræddi liði 4.15 og 4.20 og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 4.15 og 4.16.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 132

Málsnúmer 1410002

Fundargerðin staðfest.

4.2.Stekkjartröð 1, umsókn um byggingarleyfi/breytingar

Málsnúmer 201102120

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

4.3.Umsókn um byggingaráform

Málsnúmer 201309042

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

4.4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201409011

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

4.5.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

Málsnúmer 201410012

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

4.6.Umsókn um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi

Málsnúmer 201409060

Erindi í tölvupósti dags.10.09.2014 þar sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi. Umsækjandi er Röskvi ehf. kt.630704-2350. Starfsstöð er Stóra-Sandfell 3, Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli.
Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.
Bókun þessi var staðfest af umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs þann 8. okt. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/gisting

Málsnúmer 201410013

Erindi í tölvupósti dags.07.09.2014 þar sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl.I. Umsækjandi er The Vikings Companion kt.630710-0810. Starfsstöðin er Lyngholt 701 Egilsstaðir.
Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.

Bókun þessi var staðfest af umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs þann 8. okt. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201408040

Áætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

4.9.Beiðni um kaup á landspildu.

Málsnúmer 201409071

Erindi innfært 11.09.2014 þar sem Áskell Einarsson kt.280745-2949 óskar eftir að fá keypta eins hektara landspildu úr landi Eiða á Kirkjuhöfða, eða fá leigt sama landsvæði til að byggja á umrætt hús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á því svæði sem sótt er um landspilduna á og lausar lóðir eru á þegar skipulögðu svæði á Eiðum, þá tekur bæjarstjórn undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Fundargerðir 1.og 2. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði 2014

Málsnúmer 201409041

Lagt fram til kynningar.

4.11.Grímsárvirkjun, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201409106

Erindi dags. 17.09.2014, þar sem Helgi Hafliðason kt. 020341-2979 f.h. Rarik ohf kt.520269-2669 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir aðveitustöð við Grímsárvirkjun. Aðalteikningar eru unnar af Helga Hafliðasyni, undirritaðar af sama. Teikningar eru dags. 10.09.2014 . Brúttóflatarmál byggingar er 292,7 m2. Brúttórúmmál byggingar er 1016,4 m3.

Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu er umsókninni vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar samkvæmt gr. 2.4.2 í Byggingarreglugerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur jákvætt í erindið, en með vísan í gr. 2.7 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gerir bæjarstjórn kröfu um gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.12.Verkefni til að draga úr notkun á plastpokum

Málsnúmer 201410010

Í vinnslu.

4.13.Laufás, umferð og umhverfi

Málsnúmer 201410005

Sjá afgreiðslu undir lið 14.

4.14.Félagsheimilið Hjaltalundur/eftirlitsskýrsla HAUST

Málsnúmer 201409154

Lagt fram til kynningar.

4.15.Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Málsnúmer 201405156

Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá fundargerð fundar dags.24.09.2014 þar sem rædd var framlenging verksamnings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á 117. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 28.05. 2014 var til umræðu undirbúningur útboðs og á 4. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 13.08. 2014 var samþykkt að bjóða út snjómokstur í hluta sveitarfélagsins.
Í ljósi nýrra upplýsinga og samspils verktakasamninga þá samþykkir bæjarstjórn, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, að verktakasamningar við Þ.S verktaka og Bólholt verði framlengdir.
Á næsta ári verði verkið "snjómokstur og hálkuvarnir" í öllu sveitarfélaginu boðið út á grundvelli fyrri samþykktar nefndarinnar.

Samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta greiddu atkvæði á móti.

Páll Sigvaldason lagði fram eftirfarandi bókun fh. B-listans.
Fulltrúar B-lista telja ekkert komið fram sem réttlætir að hverfa frá fyrri ákvörðun bæði fagnefndar og bæjarstjórnar í málinu og leggjast því gegn tillögunni eins og hún liggur fyrir.

4.16.Fyrirhuguð niðurfelling Fremri-Galtastaðavegar af vegaskrá

Málsnúmer 201409115

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu Fremri Galtastaðavegar nr. 927-01, af vegaskrá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og mótmælir fyrirhuguðum áformum um niðurfellingu vegarins af vegaskrá, þar sem Fremri-Galtastaðavegur er aðkomuleið að friðlýstu húsi, sem er á vegum Þjóðminjasafnsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.17.Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

Málsnúmer 201410014

Lögð er fram útboðslýsing vegna efnistöku við Eyvindará-rekstur námu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að rekstur námunnar verði boðinn út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.18.Fossgerði/Lóð 4, umsögn vegna stofnunar lögbýlis

Málsnúmer 201409120

Fyrir liggur umsókn um stofnun lögbýlis að Fossgerði/Lóð 4 landnúmer 196502. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins.
Málið var áður á dagskrá 23.09.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að teknu tilliti til 2. og 18. greina Jarðalaga nr. 81/2004 og það að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á tilgreindu svæði, þá tekur bæjarstjórn undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gefur neikvæða umsög um stofnun lögbýlis.
Umsækjanda er bent á að hægt er að sækja um breytingu á skilgreiningu lóðarinnar í aðalskipulaginu þannig að það samræmist þeirri starfsemi sem óskað er eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.19.Ósk um samning um refaveiði

Málsnúmer 201409031

Í vinnslu.

4.20.Laufás, umsókn um botngötu

Málsnúmer 201209078

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var að gera Laufás að botngötu.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28.05.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna umsóknar íbúa/húseigenda við Laufás dags. 12.05.2012 um að gera götuna að botngötu var ákveðið að loka götunni að sunnanverðu til reynslu.
Nú hefur komið í ljós að óánægja er með þessa framkvæmd.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni að láta fjarlægja lokunina og umferðarmerki sem sett hefur verið upp vegna þessa.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hafna erindi um að gera Laufás að botngötu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 206

Málsnúmer 1409025

Fundargerðin staðfest.

5.1.Hallormsstaðaskóladeild Egilsstaðaskóla - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409139

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.2.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409138

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.3.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409140

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.4.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409137

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.5.Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409142

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.6.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409141

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.7.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409143

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.8.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409145

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.9.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201409144

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.10.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2015

Málsnúmer 201409136

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

6.Félagsmálanefnd - 129

Málsnúmer 1409018

Fundargerðin staðfest.

6.1.Lög um opinber skjalasöfn

Málsnúmer 201408011

Lagt fram til kynningar.

6.2.Styrkbeiðni vegna Parkinsonsamtakanna

Málsnúmer 201408012

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

6.3.Yfirlit yfir launagreiðslur félagsþjónustunnar fyrstu átta mánuði ársins

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.4.Yfirlit yfir eðli og umfang barnaverndar fyrstu átta mánuði ársins

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.5.Yfirlit yfir umfang og eðli fjárhagsaðstoðar fyrstu átta mánuði ársins

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.6.Starfsáætlun félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2015

Málsnúmer 0

Í vinnslu.

6.7.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2015

Málsnúmer 201405069

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

7.Vinnuhópur vegna íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201410054

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson,sem ræddi tillöguna. Páll Sigvaldason,sem ræddi tillöguna og bar fram fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem svaraði fyrirspurnum. Sigrún Blöndal,sem ræddi tillöguna. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi tillöguna og ítrekaði fyrirspurn og Sigrún Blöndal, sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, að komið verði á fót þriggja manna vinnuhóp skipuðum fulltrúum frá umhverfis- og framkvæmdanefnd, félagsmálanefnd og bæjarráði, sem geri stöðuúttekt á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins og jafnframt verði gerð þarfagreining í framhaldi stöðuúttektarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.